Göngutúr með umhverfissálfræðingi: „Árás inn í umhverfið“ og vannýttasta horn borgarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. september 2024 10:03 Nokkrir áfangastaðir í göngutúr fréttamanns og Páls Jakobs Líndal doktors í umhverfissálfræði í Íslandi í dag. Frá vinstri: horn við Ráðhúsið sem Páll telur afar vannýtt, Smiðja skrifstofubygging Alþingis og Parliament hotel við Kirkjustræti. Doktor í umhverfissálfræði telur að sagnfræði og tilfinningaleg tengsl hafi víða orðið útundan við uppbyggingu í miðborginni síðustu misseri. Við fórum með honum í göngutúr um miðborgina í Íslandi í dag. Uppbygging í hjarta miðbæjarins hefur verið hröð undanfarin ár. Margir fagna henni á meðan aðrir hafa verið gagnrýnni; skoðanir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins á Smiðju, nýju skrifstofuhúsnæði Alþingis, eru nærtækt dæmi. Páll Jakob Líndal doktor í umhverfissálfræði hefur, eins og Sigmundur, verið áberandi í umræðu um skipulagsmál - og hann er að sumu leyti sammála formanninum. Í spilaranum hér fyrir ofan má fylgjast með göngutúr Páls og fréttamanns um miðborgina. Fyrsta stopp er við rætur Ráðhússins, á horni sem Páll lýsir raunar sem einu af þeim allra bestu í borginni - þ.e. ef eitthvað hefði verið gert við það, annað en að koma upp bekk þar sem hægt er að fylgjast með bílaumferð inn og út úr bílakjallara Ráðhússins. Við stöldrum einnig við áðurnefnda Smiðju á horni Tjarnargötu og Vonarstrætis, sem Páll lýsir sem „árás“ inn í umhverfið, og röltum eftir Kirkjustræti, þar sem mikið hefur verið byggt og endurnýjað að undanförnu. Við tökum einnig fyrir Hafnartorg og Landsbankahúsið, auk þess sem Páll sýnir okkur sitt eftirlætishorn í miðbænum. Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði.Skjáskot/Stöð 2 Ekki fastur í fortíðinni En, væri ekki hægt að segja að Páll sé hreinlega fastur í fortíðinni? Straumar og stefnur í arkítektúr taka auðvitað breytingum í tímans rás. Er þessi hugmynd um sniðgöngu sagnfræðinnar ekki forneskjuleg? Páll vill ekki meina að svo sé. „Jú jú, vissulega eru straumar og stefnur í arkítektúr og það verður alveg að virða það að auðvitað er ekki gaman að vera arkítekt og teikna það sama aftur og aftur, og auðvitað vill maður þróast sem fagmaður. En það það er bara þannig að í sálfræðilegu samhengi skiptir saga okkur máli og sögulegar tengingar skipta okkur máli. Og eftir því sem þær eru sterkari því betri áhrif hefur umhverfið á okkur,“ segir Páll Jakob Líndal. Skipulag Reykjavík Arkitektúr Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira
Uppbygging í hjarta miðbæjarins hefur verið hröð undanfarin ár. Margir fagna henni á meðan aðrir hafa verið gagnrýnni; skoðanir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins á Smiðju, nýju skrifstofuhúsnæði Alþingis, eru nærtækt dæmi. Páll Jakob Líndal doktor í umhverfissálfræði hefur, eins og Sigmundur, verið áberandi í umræðu um skipulagsmál - og hann er að sumu leyti sammála formanninum. Í spilaranum hér fyrir ofan má fylgjast með göngutúr Páls og fréttamanns um miðborgina. Fyrsta stopp er við rætur Ráðhússins, á horni sem Páll lýsir raunar sem einu af þeim allra bestu í borginni - þ.e. ef eitthvað hefði verið gert við það, annað en að koma upp bekk þar sem hægt er að fylgjast með bílaumferð inn og út úr bílakjallara Ráðhússins. Við stöldrum einnig við áðurnefnda Smiðju á horni Tjarnargötu og Vonarstrætis, sem Páll lýsir sem „árás“ inn í umhverfið, og röltum eftir Kirkjustræti, þar sem mikið hefur verið byggt og endurnýjað að undanförnu. Við tökum einnig fyrir Hafnartorg og Landsbankahúsið, auk þess sem Páll sýnir okkur sitt eftirlætishorn í miðbænum. Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði.Skjáskot/Stöð 2 Ekki fastur í fortíðinni En, væri ekki hægt að segja að Páll sé hreinlega fastur í fortíðinni? Straumar og stefnur í arkítektúr taka auðvitað breytingum í tímans rás. Er þessi hugmynd um sniðgöngu sagnfræðinnar ekki forneskjuleg? Páll vill ekki meina að svo sé. „Jú jú, vissulega eru straumar og stefnur í arkítektúr og það verður alveg að virða það að auðvitað er ekki gaman að vera arkítekt og teikna það sama aftur og aftur, og auðvitað vill maður þróast sem fagmaður. En það það er bara þannig að í sálfræðilegu samhengi skiptir saga okkur máli og sögulegar tengingar skipta okkur máli. Og eftir því sem þær eru sterkari því betri áhrif hefur umhverfið á okkur,“ segir Páll Jakob Líndal.
Skipulag Reykjavík Arkitektúr Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira