„Stefnum á að vera í þessum efri hluta“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 18. september 2024 20:40 Karen Tinna lætur vaða að marki en hún skoraði 11 mörk í kvöld. Vísir/Diego ÍR tóku á móti ÍBV í 3. umferð Olís deild kvenna í kvöld þar sem hart var barist og leikar enduðu jafnir 22-22. Karen Tinna Demian gerði sér lítið fyrir og skoraði helming marka ÍR-liðsins í kvöld. „.Bara fínt að klára fá stigið. Hefðum klárlega viljað fá tvö stig úr þessum leik. Fannst við alveg eiga það skilið. Erum pínu óheppnar þarna á kafla og missum þetta svolítið niður þegar við erum með ágætis forskot. Gott að fá stig, brjóta ísinn en hefðum samt viljað fá tvö,“ sagði Karen Tinna eftir leik. Það mátti sjá á liðsmönnum ÍR að svekkelsið var mikið að hafa ekki náð að landa sigri í kvöld. Þær horfðu á þetta sem tapað stig frekar en unnið. „.Alveg klárlega. Við ætluðum að svara fyrir síðasta leik og mér fannst við gera það alveg ágætlega með því að keyra aðeins upp hraðan meira en í síðasta leik en hefðum klárlega átt að taka tvö stig úr þessu. Það eru bara væntingarnar og kröfurnar sem við setjum á okkur sjálfar.“ Karen Tinna á ferðinni í kvöld.Vísir/Diego ÍR liðið er komið á blað í Olís deildinni og er það virkilega góð tilfinning. „Það er bara mjög góð tilfinning. Það er bara að sýna að við séum að stefna í rétta átt og það er bara upp á við núna héðan í frá. Það er búið að brjóta ísinn og það er bara gott að fá stig úr þessum leik.“ ÍR átti flotta kafla í upphafi beggja hálfleika en síðan dró aðeins af þeim þegar líða tók á. „Ég held að það séu bara svona lítil atriði. Fáum einhverjar tvær mínútur og dettum þá aðeins niður. Það hægist á okkur og þær fara að klippa út annan kantinn hjá okkur og það tekur smá af okkur bara tempóið og hraðan í spilinu okkar. Tekur okkur aðeins útaf laginu og það er klárlega bara eitthvað sem við þurfum að fara skoða betur.“ Karen Tinna skoraði, skoraði og skoraði í kvöld.Vísir/Diego Liðin fara núna í smá landsliðs pásu og ÍR eru bjartsýnar á framhaldið. „Eigum Selfoss beint í fyrsta leik eftir landsliðs pásu. Það verður bara hörku leikur sem að við ætlum klárlega að setja kröfu á að við tökum. Við stefnum á að vera í þessum efri hluta og við ætlum að gera þær kröfur á okkur að standast undir því.“ Handbolti Olís-deild kvenna ÍR Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
„.Bara fínt að klára fá stigið. Hefðum klárlega viljað fá tvö stig úr þessum leik. Fannst við alveg eiga það skilið. Erum pínu óheppnar þarna á kafla og missum þetta svolítið niður þegar við erum með ágætis forskot. Gott að fá stig, brjóta ísinn en hefðum samt viljað fá tvö,“ sagði Karen Tinna eftir leik. Það mátti sjá á liðsmönnum ÍR að svekkelsið var mikið að hafa ekki náð að landa sigri í kvöld. Þær horfðu á þetta sem tapað stig frekar en unnið. „.Alveg klárlega. Við ætluðum að svara fyrir síðasta leik og mér fannst við gera það alveg ágætlega með því að keyra aðeins upp hraðan meira en í síðasta leik en hefðum klárlega átt að taka tvö stig úr þessu. Það eru bara væntingarnar og kröfurnar sem við setjum á okkur sjálfar.“ Karen Tinna á ferðinni í kvöld.Vísir/Diego ÍR liðið er komið á blað í Olís deildinni og er það virkilega góð tilfinning. „Það er bara mjög góð tilfinning. Það er bara að sýna að við séum að stefna í rétta átt og það er bara upp á við núna héðan í frá. Það er búið að brjóta ísinn og það er bara gott að fá stig úr þessum leik.“ ÍR átti flotta kafla í upphafi beggja hálfleika en síðan dró aðeins af þeim þegar líða tók á. „Ég held að það séu bara svona lítil atriði. Fáum einhverjar tvær mínútur og dettum þá aðeins niður. Það hægist á okkur og þær fara að klippa út annan kantinn hjá okkur og það tekur smá af okkur bara tempóið og hraðan í spilinu okkar. Tekur okkur aðeins útaf laginu og það er klárlega bara eitthvað sem við þurfum að fara skoða betur.“ Karen Tinna skoraði, skoraði og skoraði í kvöld.Vísir/Diego Liðin fara núna í smá landsliðs pásu og ÍR eru bjartsýnar á framhaldið. „Eigum Selfoss beint í fyrsta leik eftir landsliðs pásu. Það verður bara hörku leikur sem að við ætlum klárlega að setja kröfu á að við tökum. Við stefnum á að vera í þessum efri hluta og við ætlum að gera þær kröfur á okkur að standast undir því.“
Handbolti Olís-deild kvenna ÍR Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira