Útlendingum á Íslandi fjölgar hratt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. september 2024 11:40 Mikill fjöldi verkamanna hér á landi eru af erlendu bergi brotnir. Sama má segja um störf í ferðaþjónustu og matvöruverslunum. Vísir/Vilhelm Erlendum ríkisborgurum á Íslandi fjölgaði fimm sinnum hraðar en Íslendingum á milli ára. Þá fjölgaði Íslendingum erlendis um á annað þúsund á milli ára. Á síðustu fimm árum hefur útlendingum á Íslandi fjölgað um þrjátíu þúsund en Íslendingum um ellefu þúsund. Ástæðuna má að mestu rekja til mikillar eftirspurnar eftir vinnuafli á Íslandi sem viðhaldið hefur hagvexti undanfarin ár. Í nýjum gögnum Þjóðskrár, sem FF7 vakti athygli á, kemur fram að íslenskum ríkisborgurum fjölgaði um 1400 frá 1. desember 2023 til 1. september síðastliðinn. Þeir eru nú 325.606. Á sama tíma fjölgaði erlendum ríkisborgurum hér á landi um rúmlega 5500 manns á sama tíma og eru nú 79.992. Þróun frá árinu 2019 má sjá á línuritinu að neðan. Ef litið er til tímabilsins 2019 til 2024 má sjá að Íslendingum hefur fjölgað um rúmlega ellefu þúsund eða um tæplega þrjú prósent. Á sama tíma hefur útlendingum fjölgað um þrjátíu þúsund eða um 62 prósent. Pólverjar eru langfjölmennasti flokkur erlendra ríkisborgara. Þeir voru 26.553 þann 1. september. Næstir koma Litháar sem voru 6.149, 5.158 Rúmenar og 4.690 Úkraínumenn. Lettar voru 3.342, Spánverjar voru 2.212 og þá eru 2.076 Þjóðverjar á landinu. Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins, sagði í júní 2022 fyrirséð að aukning yrði í flutningi erlendra ríkisborgara til landsins miðað við árin á undir. Skýringin væri meðal annars fyrirséður skortur á vinnuafli í fjölmennum atvinnugreinum, þá ekki síst í byggingariðnaði, ferðaþjónustu og hugverkaiðnaði. Filippseyingar koma næstir eða 1.628, Venesúelabúar eru 1.527 og svo eru rúmlega þúsund íbúar frá Tékklandi, Ítalíu, Króatíu, Bretlandi, Bandaríkjunum, Frakklandi, Víetnam og Ungverjalandi. Danmörk, Noregur og Svíþjóð Íslendingar búsettir erlendis árið 2023 voru 49.870 og meirihlutinn á Norðurlöndunum. Skráningin nær til þeirra sem hafa skráð lögheimili sitt í útlöndum eins og fólki ber að gera þegar flutt er úr landi. Þeim fjölgaði á milli ára en 48.951 Íslendingar voru skráðir með lögheimili erlendis árið 2022. Flestir Íslendingar erlendis árið 2023 voru skráðir í Danmörku eða alls 11.982 einstaklingar. Næst flestir eða 9.250 einstaklingar voru skráðir í Noregi og í þriðja sæti var Svíþjóð þar sem 9.046 íslenskir ríkisborgarar voru skráðir með lögheimili. 61,9% íslenskra ríkisborgara sem eru með skráð lögheimili erlendis eru á Norðurlöndunum. Bandaríkin eru í fjórða sæti þar sem 6.583 Íslendingar eru skráðir með búsetu og í fimmta sæti kemur Bretland með 2.518 manns. Dreifing Íslendinga erlendis Íslenskir ríkisborgarar voru með skráð lögheimili í alls 104 löndum af 193 aðildarríkjum Sameinuðu Þjóðanna þann 1. desember 2023. Til gamans má geta að í 15 löndum er aðeins einn íslenskur ríkisborgari með skráð lögheimili samkvæmt gögnum Þjóðskrár. Löndin eru Albanía, Angóla, Belís, Ekvador, Gana, Gínea, Indland, Líbanon, Makedónía, Máritíus, Pakistan, Panama, Púertó Ríkó og Sómalía. Vinnumarkaður Mannfjöldi Innflytjendamál Tengdar fréttir Erlent starfsfólk gæti orðið helmingur vinnuaflsins innan nokkurra áratuga Erlent starfsfólk gæti verið orðið allt að helmingi vinnuafls á Íslandi á næstu áratugum samkvæmt mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Þjóðin eldist og það vantar fleiri vinnandi hendur; náttúruleg fólksfjölgun dugar þar engan veginn. 3. september 2022 20:30 Íslendingar ættu að leggja út rauðan dregil fyrir erlent vinnuafl Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir allt of flókið og tafsamt að fá fólk utan Evrópska efnahagssvæðisins til starfa á Íslandi þegar Íslendingar ættu að leggja út rauðan dregil til að fá fólk hingað til lands. Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að rýmka reglur í þessum efnum. 7. september 2022 11:47 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Í nýjum gögnum Þjóðskrár, sem FF7 vakti athygli á, kemur fram að íslenskum ríkisborgurum fjölgaði um 1400 frá 1. desember 2023 til 1. september síðastliðinn. Þeir eru nú 325.606. Á sama tíma fjölgaði erlendum ríkisborgurum hér á landi um rúmlega 5500 manns á sama tíma og eru nú 79.992. Þróun frá árinu 2019 má sjá á línuritinu að neðan. Ef litið er til tímabilsins 2019 til 2024 má sjá að Íslendingum hefur fjölgað um rúmlega ellefu þúsund eða um tæplega þrjú prósent. Á sama tíma hefur útlendingum fjölgað um þrjátíu þúsund eða um 62 prósent. Pólverjar eru langfjölmennasti flokkur erlendra ríkisborgara. Þeir voru 26.553 þann 1. september. Næstir koma Litháar sem voru 6.149, 5.158 Rúmenar og 4.690 Úkraínumenn. Lettar voru 3.342, Spánverjar voru 2.212 og þá eru 2.076 Þjóðverjar á landinu. Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins, sagði í júní 2022 fyrirséð að aukning yrði í flutningi erlendra ríkisborgara til landsins miðað við árin á undir. Skýringin væri meðal annars fyrirséður skortur á vinnuafli í fjölmennum atvinnugreinum, þá ekki síst í byggingariðnaði, ferðaþjónustu og hugverkaiðnaði. Filippseyingar koma næstir eða 1.628, Venesúelabúar eru 1.527 og svo eru rúmlega þúsund íbúar frá Tékklandi, Ítalíu, Króatíu, Bretlandi, Bandaríkjunum, Frakklandi, Víetnam og Ungverjalandi. Danmörk, Noregur og Svíþjóð Íslendingar búsettir erlendis árið 2023 voru 49.870 og meirihlutinn á Norðurlöndunum. Skráningin nær til þeirra sem hafa skráð lögheimili sitt í útlöndum eins og fólki ber að gera þegar flutt er úr landi. Þeim fjölgaði á milli ára en 48.951 Íslendingar voru skráðir með lögheimili erlendis árið 2022. Flestir Íslendingar erlendis árið 2023 voru skráðir í Danmörku eða alls 11.982 einstaklingar. Næst flestir eða 9.250 einstaklingar voru skráðir í Noregi og í þriðja sæti var Svíþjóð þar sem 9.046 íslenskir ríkisborgarar voru skráðir með lögheimili. 61,9% íslenskra ríkisborgara sem eru með skráð lögheimili erlendis eru á Norðurlöndunum. Bandaríkin eru í fjórða sæti þar sem 6.583 Íslendingar eru skráðir með búsetu og í fimmta sæti kemur Bretland með 2.518 manns. Dreifing Íslendinga erlendis Íslenskir ríkisborgarar voru með skráð lögheimili í alls 104 löndum af 193 aðildarríkjum Sameinuðu Þjóðanna þann 1. desember 2023. Til gamans má geta að í 15 löndum er aðeins einn íslenskur ríkisborgari með skráð lögheimili samkvæmt gögnum Þjóðskrár. Löndin eru Albanía, Angóla, Belís, Ekvador, Gana, Gínea, Indland, Líbanon, Makedónía, Máritíus, Pakistan, Panama, Púertó Ríkó og Sómalía.
Vinnumarkaður Mannfjöldi Innflytjendamál Tengdar fréttir Erlent starfsfólk gæti orðið helmingur vinnuaflsins innan nokkurra áratuga Erlent starfsfólk gæti verið orðið allt að helmingi vinnuafls á Íslandi á næstu áratugum samkvæmt mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Þjóðin eldist og það vantar fleiri vinnandi hendur; náttúruleg fólksfjölgun dugar þar engan veginn. 3. september 2022 20:30 Íslendingar ættu að leggja út rauðan dregil fyrir erlent vinnuafl Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir allt of flókið og tafsamt að fá fólk utan Evrópska efnahagssvæðisins til starfa á Íslandi þegar Íslendingar ættu að leggja út rauðan dregil til að fá fólk hingað til lands. Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að rýmka reglur í þessum efnum. 7. september 2022 11:47 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Erlent starfsfólk gæti orðið helmingur vinnuaflsins innan nokkurra áratuga Erlent starfsfólk gæti verið orðið allt að helmingi vinnuafls á Íslandi á næstu áratugum samkvæmt mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Þjóðin eldist og það vantar fleiri vinnandi hendur; náttúruleg fólksfjölgun dugar þar engan veginn. 3. september 2022 20:30
Íslendingar ættu að leggja út rauðan dregil fyrir erlent vinnuafl Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir allt of flókið og tafsamt að fá fólk utan Evrópska efnahagssvæðisins til starfa á Íslandi þegar Íslendingar ættu að leggja út rauðan dregil til að fá fólk hingað til lands. Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að rýmka reglur í þessum efnum. 7. september 2022 11:47