Segir Leipzig hinn fullkomna áfangastað fyrir unga og efnilega leikmenn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. september 2024 07:01 Benjamin Šeško skoraði mark RB Leipzig þegar liðið mátti þola grátlegt tap gegn Atlético Madríd á útivelli. EPA-EFE/JUANJO MARTIN Það má með sanni segja að RB Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni sé besti áfangastaður ungra og efnilegra knattspyrnumanna í Evrópu. Á undanförnum árum hefur liðið selt fjöldann allan af leikmönnum fyrir gríðarlega háar fjárhæðir. Á undanförnum árum hefur félagið blandað sér í toppbaráttuna í Þýskalandi, tvívegis orðið bikarmeistari og komist alla leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu ásamt því að vera hluti af deild þeirra bestu sex ár í röð. Félagið sjálft er umdeilt þar sem það er hluti af Red Bull samsteypunni og slíkt fellur í grýttan jarðveg í Þýskalandi. Félagið er hins vegar með gríðarlega vel mótaða stefnu hvað varðar bæði leikmenn og leikstíl. Salan á Dani Olmo til Barcelona er að mati BBC, breska ríkisútvarpsins, sönnun þess að stefna félagsins í leikmannamálum geri félagið að einum besta stökkpalli Evrópu. RB Leipzig didn’t see Dani Olmo’s summer move to Barcelona as a blow, rather confirmation of a trusted philosophyAhead of a sixth successive season of Champions League football, here’s how @RBLeipzig became a “perfect” destination for young stars https://t.co/QKXdy5qRS6— Alex Bysouth (@alexbysouth) September 19, 2024 Spánverjinn Olmo átti góðu gengi að fagna á EM og gekk í kjölfarið í raðir Barcelona á rúmlega níu milljarða íslenskra króna. Var það í fjórða sinn á aðeins tveimur árum sem félagið selur leikmann á meira en níu milljarða króna. Miðjumaðurinn Dominik Szoboszlai gekk í raðir Liverpool, framherjinn Christopher Nkunku gekk í raðir Chelsea og varnarmaðurinn Joško Gvardiol fór til Manchester City. Olmo var ekki eini leikmaðurinn sem yfirgaf Leipzig í sumar en franski varnarmaðurinn Mohamed Simakan fór til Al Nassr í Sádi-Arabíu. Marcel Schafer, yfirmaður íþróttamála hjá félaginu, horfði á það sem tækifæri frekar en hindrun. Félagið festi kaup á hinum 19 ára gamla Antonio Nusa sem og Assan Ouédraogo, Arthur Vermeeren á láni, markvörðinn Maarten Vandevoordt og Lutsharel Geertruida. Ekki nóg með það heldur átti félagið meira en fimm milljarða í afgang eftir sölurnar á Olmo og Simakan. Fyrir var liðið svo með hinn eftirsótta Šeško í sínum röðum sem og Xavi Simons sem er annað árið í röð á láni frá París Saint-Germain. Šeško 💫#UCL pic.twitter.com/99Y2UvQHB9— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 19, 2024 Schafer gekk í raðir Leipzig fyrr á þessu ári og segist strax sjá merki þess efnis að ungir leikmenn vilji ólmir ganga til liðs við Leipzig vegna fordæmanna hér að ofan. „Þetta er ekki aðeins Olmo heldur er þetta einnig Gvardiol, þetta er Szoboszlai, þetta er Nkunku og svo margir til viðbótar. Ungir leikmenn sjá hvaða möguleika félagið hefur. Þetta er hið fullkomna félag – ekki aðeins í Þýskalandi heldur Evrópu allri – fyrir unga leikmenn,“ sagði Schafer að endingu. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira
Á undanförnum árum hefur félagið blandað sér í toppbaráttuna í Þýskalandi, tvívegis orðið bikarmeistari og komist alla leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu ásamt því að vera hluti af deild þeirra bestu sex ár í röð. Félagið sjálft er umdeilt þar sem það er hluti af Red Bull samsteypunni og slíkt fellur í grýttan jarðveg í Þýskalandi. Félagið er hins vegar með gríðarlega vel mótaða stefnu hvað varðar bæði leikmenn og leikstíl. Salan á Dani Olmo til Barcelona er að mati BBC, breska ríkisútvarpsins, sönnun þess að stefna félagsins í leikmannamálum geri félagið að einum besta stökkpalli Evrópu. RB Leipzig didn’t see Dani Olmo’s summer move to Barcelona as a blow, rather confirmation of a trusted philosophyAhead of a sixth successive season of Champions League football, here’s how @RBLeipzig became a “perfect” destination for young stars https://t.co/QKXdy5qRS6— Alex Bysouth (@alexbysouth) September 19, 2024 Spánverjinn Olmo átti góðu gengi að fagna á EM og gekk í kjölfarið í raðir Barcelona á rúmlega níu milljarða íslenskra króna. Var það í fjórða sinn á aðeins tveimur árum sem félagið selur leikmann á meira en níu milljarða króna. Miðjumaðurinn Dominik Szoboszlai gekk í raðir Liverpool, framherjinn Christopher Nkunku gekk í raðir Chelsea og varnarmaðurinn Joško Gvardiol fór til Manchester City. Olmo var ekki eini leikmaðurinn sem yfirgaf Leipzig í sumar en franski varnarmaðurinn Mohamed Simakan fór til Al Nassr í Sádi-Arabíu. Marcel Schafer, yfirmaður íþróttamála hjá félaginu, horfði á það sem tækifæri frekar en hindrun. Félagið festi kaup á hinum 19 ára gamla Antonio Nusa sem og Assan Ouédraogo, Arthur Vermeeren á láni, markvörðinn Maarten Vandevoordt og Lutsharel Geertruida. Ekki nóg með það heldur átti félagið meira en fimm milljarða í afgang eftir sölurnar á Olmo og Simakan. Fyrir var liðið svo með hinn eftirsótta Šeško í sínum röðum sem og Xavi Simons sem er annað árið í röð á láni frá París Saint-Germain. Šeško 💫#UCL pic.twitter.com/99Y2UvQHB9— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 19, 2024 Schafer gekk í raðir Leipzig fyrr á þessu ári og segist strax sjá merki þess efnis að ungir leikmenn vilji ólmir ganga til liðs við Leipzig vegna fordæmanna hér að ofan. „Þetta er ekki aðeins Olmo heldur er þetta einnig Gvardiol, þetta er Szoboszlai, þetta er Nkunku og svo margir til viðbótar. Ungir leikmenn sjá hvaða möguleika félagið hefur. Þetta er hið fullkomna félag – ekki aðeins í Þýskalandi heldur Evrópu allri – fyrir unga leikmenn,“ sagði Schafer að endingu.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira