Snúum hjólunum áfram Andrés Ingi Jónsson skrifar 20. september 2024 08:01 Á sama tíma og ríkisstjórninni gengur sífellt verr að ná árangri í loftslagsmálum kemur á óvart að annað árið í röð þurfi að berjast fyrir stuðningi við hóp fólks sem hefur tekið sér mikilvægt hlutverk í þágu grænni og betri framtíðar. Fjármálaráðherra kom fram með það í vikunni að niðurfelling á virðisaukaskatti af reiðhjólum eigi að hætta um áramótin. Þetta voru kaldar kveðjur í Evrópsku samgönguvikunni, þegar hefði farið betur á því að ríkisstjórnin teiknaði upp leiðir til að auka stuðning við hjólreiðafólk og annað fólk sem notar virka samgöngumáta. Stuðningur sem virkar Það fer varla fram hjá neinum að undanfarin ár hefur átt sér stað hjólabylting. Þúsundir hafa byrjað að nota reiðhjól og rafmagnsreiðhjól til að koma sér á milli staða. Hluti af hvatanum eru réttar ákvarðanir sem hið opinbera hefur tekið — sveitarfélögin sem undanfarin ár hafa skipulagt og byggt þétt net hjólastíga og ríkið með því að fella niður hluta virðisaukaskatts af hjólum. Með réttu ætti ríkisstjórnin að þakka hjólreiðafólkinu sinn þátt í þeim árangri sem náðst hefur í loftslagsmálum á Íslandi á síðustu árum. Með því að nota hjól í stað fólksbíls nýtur fólk ekki bara heilsubótar og ferska loftsins, heldur dregur líka úr álagi á samgöngukerfið, minnkar mengun og dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ívilnanir fyrir kaup á reiðhjólum og rafmagnshjólum skila augljósum árangri. Þær hafa verið mjög áhrifarík hvatning fyrir mörg til að velja umhverfisvænni ferðamáta, og því stórundarlegt að stjórnvöld skuli ekki vilja halda slíkum hvötum gangandi. Sparað þar sem síst skyldi Þegar hugmyndir um að fella niður stuðninginn voru ræddar í fyrra fauk í umhverfisráðherra. „Það er ekki bannað að spara í ríkisrekstri …“ sagði ráðherrann sem virtist vera metnaðarfyllri fyrir því að skera niður á fjárlögum en að skera niður í losun. Sem betur fer hafði þingið vit fyrir ráðherraliðinu í fyrra og framlengdi hjólastuðninginn um eitt ár. „Ríkissjóður verður auðvitað líka að fá tekjur,“ sagði fjármálaráðherra um þetta í vikunni, eins og væri um gríðarlegt tekjutap að ræða. Upphæðirnar eru bara alls ekki stórar á skala ríkisfjármála. Á þessu ári er reiknað með að 550 milljónir króna fara í ívilnun fyrir kaup á hjólum, en til samanburðar er tvöföld sú upphæð eyrnamerkt niðurgreiðslu á losun flugfélaga á næsta ári. Þessi mismunur sýnir skort á metnaði í loftslagsmálum og undirstrikar hvernig ríkisstjórnin forgangsraðar fyrirtækjum frekar en einstaklingum hvenær sem hún getur. Hjálpum fólki að hjálpa samfélaginu Nú, meira en nokkru sinni fyrr, þurfum við að taka ákvarðanir sem byggja á framtíðarsýn í loftslagsmálum, sjálfbærni, og umfram allt - umhverfisvernd. Með því að styðja við fólkið sem nýtir sér umhverfisvænni ferðamáta getum við saman skapað samfélag sem virðir og verndar náttúruna, fyrir okkur og komandi kynslóðir. Framundan er barátta fyrir því að ríkið standi áfram við bakið á fólkinu sem er tilbúið til að taka virkan þátt í að breyta samfélaginu í þágu loftslagsins. Það gerum við ekki bara með innantómum orðum heldur með raunverulegum lagabreytingum. Við Píratar munum beita okkur fyrir því að hjólabyltingin haldi áfram að vaxa, eins og við gerðum með góðum árangri í fyrra. Því við vitum að þannig styðjum við grænna og skemmtilegra samfélag. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Píratar Rekstur hins opinbera Alþingi Efnahagsmál Loftslagsmál Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Á sama tíma og ríkisstjórninni gengur sífellt verr að ná árangri í loftslagsmálum kemur á óvart að annað árið í röð þurfi að berjast fyrir stuðningi við hóp fólks sem hefur tekið sér mikilvægt hlutverk í þágu grænni og betri framtíðar. Fjármálaráðherra kom fram með það í vikunni að niðurfelling á virðisaukaskatti af reiðhjólum eigi að hætta um áramótin. Þetta voru kaldar kveðjur í Evrópsku samgönguvikunni, þegar hefði farið betur á því að ríkisstjórnin teiknaði upp leiðir til að auka stuðning við hjólreiðafólk og annað fólk sem notar virka samgöngumáta. Stuðningur sem virkar Það fer varla fram hjá neinum að undanfarin ár hefur átt sér stað hjólabylting. Þúsundir hafa byrjað að nota reiðhjól og rafmagnsreiðhjól til að koma sér á milli staða. Hluti af hvatanum eru réttar ákvarðanir sem hið opinbera hefur tekið — sveitarfélögin sem undanfarin ár hafa skipulagt og byggt þétt net hjólastíga og ríkið með því að fella niður hluta virðisaukaskatts af hjólum. Með réttu ætti ríkisstjórnin að þakka hjólreiðafólkinu sinn þátt í þeim árangri sem náðst hefur í loftslagsmálum á Íslandi á síðustu árum. Með því að nota hjól í stað fólksbíls nýtur fólk ekki bara heilsubótar og ferska loftsins, heldur dregur líka úr álagi á samgöngukerfið, minnkar mengun og dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ívilnanir fyrir kaup á reiðhjólum og rafmagnshjólum skila augljósum árangri. Þær hafa verið mjög áhrifarík hvatning fyrir mörg til að velja umhverfisvænni ferðamáta, og því stórundarlegt að stjórnvöld skuli ekki vilja halda slíkum hvötum gangandi. Sparað þar sem síst skyldi Þegar hugmyndir um að fella niður stuðninginn voru ræddar í fyrra fauk í umhverfisráðherra. „Það er ekki bannað að spara í ríkisrekstri …“ sagði ráðherrann sem virtist vera metnaðarfyllri fyrir því að skera niður á fjárlögum en að skera niður í losun. Sem betur fer hafði þingið vit fyrir ráðherraliðinu í fyrra og framlengdi hjólastuðninginn um eitt ár. „Ríkissjóður verður auðvitað líka að fá tekjur,“ sagði fjármálaráðherra um þetta í vikunni, eins og væri um gríðarlegt tekjutap að ræða. Upphæðirnar eru bara alls ekki stórar á skala ríkisfjármála. Á þessu ári er reiknað með að 550 milljónir króna fara í ívilnun fyrir kaup á hjólum, en til samanburðar er tvöföld sú upphæð eyrnamerkt niðurgreiðslu á losun flugfélaga á næsta ári. Þessi mismunur sýnir skort á metnaði í loftslagsmálum og undirstrikar hvernig ríkisstjórnin forgangsraðar fyrirtækjum frekar en einstaklingum hvenær sem hún getur. Hjálpum fólki að hjálpa samfélaginu Nú, meira en nokkru sinni fyrr, þurfum við að taka ákvarðanir sem byggja á framtíðarsýn í loftslagsmálum, sjálfbærni, og umfram allt - umhverfisvernd. Með því að styðja við fólkið sem nýtir sér umhverfisvænni ferðamáta getum við saman skapað samfélag sem virðir og verndar náttúruna, fyrir okkur og komandi kynslóðir. Framundan er barátta fyrir því að ríkið standi áfram við bakið á fólkinu sem er tilbúið til að taka virkan þátt í að breyta samfélaginu í þágu loftslagsins. Það gerum við ekki bara með innantómum orðum heldur með raunverulegum lagabreytingum. Við Píratar munum beita okkur fyrir því að hjólabyltingin haldi áfram að vaxa, eins og við gerðum með góðum árangri í fyrra. Því við vitum að þannig styðjum við grænna og skemmtilegra samfélag. Höfundur er þingmaður Pírata.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun