Ómarktæk skoðanakönnun Marinó G. Njálsson skrifar 20. september 2024 10:02 Með fullri virðingu fyrir Gallup, þá er ekkert hægt að lesa út úr svörum við spurningunni: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi?“ Hvað er á átt við með "aukinni"? Er það 1 MW frá einni smávirkjun eða 10.000 MW frá 1.000 virkjunum af öllum stærðum og tegundum? Hvaða virkjunarkostir skila grænni orkuframleiðslu? Hvar mega þessar virkjanir vera? Hverjum á að selja þessa raforku? Verður almenningi tryggður forgangur að orkunni? Það hefði alveg eins mátt spyrja: "Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að það verði fleiri sólardagar?" Ég er viss um að yfir 97% aðspurðra hefðu sagst vera "Mjög hlynnt(ur)" eða "Frekar hlynnt(ur)". En hvað, ef spurt hefði verið: "Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að fá 200 fleiri sólardaga án rigningar?" Nú er ég nokkuð viss um að stór hluti hefði verið "Mjög andvíg(ur)" og mjög fáir "Mjög hlynnt(ur)", enda hefði það í för með sér gríðarlega þurrka svo hér myndu öll vatnsból þorna upp. Að spyrja án afmörkunar um aukningu grænnar orkuframleiðslu er í besta falli vandræðalegt. Komið var á ferli hér á landi fyrir ca. 15 árum, Rammaáætlun, þar sem virkjunarkostir eru metnir og þeim raðað í nýtingarflokk, biðflokk eða verndarflokk. Það ferli er bara alveg ágætt. Fullt af virkjunarkostum eru í nýtingarflokki, en einnig hafa margir farið í verndarflokk, vegna þess að náttúran var talin eiga að njóta vafans. Þessu ferli er ætlað að tryggja að hægt verði að reisa virkjanir og verða við þessum vilja þjóðarinnar um meiri framleiðslu á grænni orku. Leyfum þessu ferli að hafa sinn gang. Því er ætlað að tryggja jafnvægi milli nýtingar og verndar. Ég sé að nýjar virkjanir eru gjarnan tengdar við hagvöxt. „Á hverju eigum við að lifa, ef við fáum ekki virkjanir?“, sá ég einn segja. Eins og virkjanir hafi skapað hagvöxtinn síðustu 10 ára sem Seðlabankinn er gjörsamlega að fara á taugum yfir. Á síðustu 10 árum hefur verg landsframleiðsla farið á föstu verðlagi úr 2.175 ma.kr. árið 2013 í 3.066 ma.kr. árið 2023 eða 40,9% hækkun. (Upplýsingar fengnar af vef Hagstofu.) Þetta gerir rétt tæplega 3,5% hagvöxt á ári yfir þetta tímabil, en á því voru teknar í notkun þrjár stórar virkjanir, þ.e. Búðarhálsvirkjun árið 2013 (95 MW), Þeistareykjavirkjun árið 2017 (90 MW) og Búrfellsvirkjun II árið 2019 (100 MW). Með þeim óx orkuvinnslugeta virkjanakerfisins um ca. 11%. eða rétt ríflega 1/4 af hagvextinum. Greinilegt er því, að stærsti hluti hagvaxtarins kom líklega annars staðar frá. Virkjanir mynda ekki hagvöxt í sjávarútvegi. Þær mynda ekki hagvöxt í ferðaþjónustu. Þær eru ekki grunnurinn að hagvexti sem komið hefur frá Alvotech, Íslenskri erfðagreiningu, Össuri, Marel, eða því fyrirtæki sem núna heitir Coloplast. Að framleiða raforku, sem að mestu fer til örfárra aðila, er ekki grunnurinn að hagvexti síðustu ára. Grunnurinn að hagvexti síðustu ára er hjá þeim hluta þjóðfélagsins, sem notar innan við 15% af raforku framleiddri á Íslandi. Fyrir utan, að allar þær virkjanir sem eru í blautustu draumum virkjunarsinna, myndu kalla á að vextir Seðlabankans færu í 20%, því verðbólga færi örugglega í 15%. Kannski að Gallup hefði átt að spyrja: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi, ef því fylgir hækkun stýrivaxta í 20% og verðbólgu í 15% yfir 10 ára tímabil?“ „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu í vindorkuverum reistum innan byggðar á höfuðborgarsvæðinu?“ „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi, ef það þýddi að Gullfoss og Dettifoss verði virkjaðir?“ „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi, ef það þýddi að reistar yrðu 1.000 virkjanir um allt land?“ Eða á spurningin kannski að vera: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) að reistar verði 4-5 stórar virkjanir á næstu 10 árum til að auka græna orkuframleiðslu á Íslandi og fylgt er ferli Rammaáætlunar við val á virkjunarkostum?“ (Auðvitað er ekki hægt spyrja svona flókinna spurninga í skoðanakönnun, en heldur ekki spurningar sem ljóst er að nær allir svari á sama veg vegna þess hve opin hún er.) Spyrjum réttra spurninga og sjáum hver svörin verða. Pössum okkur síðan á, að við meinum það sem við segjum, en gefum ekki ráðherra eitthvað vald sem við ætluðum ekki að gefa. Sem stendur er náttúrugláp að gefa okkur mun meiri tekjur en útflutningur áls og álafurða. Mér sýnist af því, að hagsmunir ferðaþjónustunnar séu mikilvægari fyrir land og þjóð, en hagsmunir þeirra sem vilja virkja. Tek skýrt fram, að ég hef ekkert á móti nýjum virkjunum hafi þær farið í gegn um það ferli sem komið hefur verið á hér á landi, þ.e. Rammaáætlun. Ég er hins vegar náttúruverndarsinni og vil hag náttúrunnar sem mestan. Höfundur er ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanakannanir Orkumál Marinó G. Njálsson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Með fullri virðingu fyrir Gallup, þá er ekkert hægt að lesa út úr svörum við spurningunni: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi?“ Hvað er á átt við með "aukinni"? Er það 1 MW frá einni smávirkjun eða 10.000 MW frá 1.000 virkjunum af öllum stærðum og tegundum? Hvaða virkjunarkostir skila grænni orkuframleiðslu? Hvar mega þessar virkjanir vera? Hverjum á að selja þessa raforku? Verður almenningi tryggður forgangur að orkunni? Það hefði alveg eins mátt spyrja: "Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að það verði fleiri sólardagar?" Ég er viss um að yfir 97% aðspurðra hefðu sagst vera "Mjög hlynnt(ur)" eða "Frekar hlynnt(ur)". En hvað, ef spurt hefði verið: "Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að fá 200 fleiri sólardaga án rigningar?" Nú er ég nokkuð viss um að stór hluti hefði verið "Mjög andvíg(ur)" og mjög fáir "Mjög hlynnt(ur)", enda hefði það í för með sér gríðarlega þurrka svo hér myndu öll vatnsból þorna upp. Að spyrja án afmörkunar um aukningu grænnar orkuframleiðslu er í besta falli vandræðalegt. Komið var á ferli hér á landi fyrir ca. 15 árum, Rammaáætlun, þar sem virkjunarkostir eru metnir og þeim raðað í nýtingarflokk, biðflokk eða verndarflokk. Það ferli er bara alveg ágætt. Fullt af virkjunarkostum eru í nýtingarflokki, en einnig hafa margir farið í verndarflokk, vegna þess að náttúran var talin eiga að njóta vafans. Þessu ferli er ætlað að tryggja að hægt verði að reisa virkjanir og verða við þessum vilja þjóðarinnar um meiri framleiðslu á grænni orku. Leyfum þessu ferli að hafa sinn gang. Því er ætlað að tryggja jafnvægi milli nýtingar og verndar. Ég sé að nýjar virkjanir eru gjarnan tengdar við hagvöxt. „Á hverju eigum við að lifa, ef við fáum ekki virkjanir?“, sá ég einn segja. Eins og virkjanir hafi skapað hagvöxtinn síðustu 10 ára sem Seðlabankinn er gjörsamlega að fara á taugum yfir. Á síðustu 10 árum hefur verg landsframleiðsla farið á föstu verðlagi úr 2.175 ma.kr. árið 2013 í 3.066 ma.kr. árið 2023 eða 40,9% hækkun. (Upplýsingar fengnar af vef Hagstofu.) Þetta gerir rétt tæplega 3,5% hagvöxt á ári yfir þetta tímabil, en á því voru teknar í notkun þrjár stórar virkjanir, þ.e. Búðarhálsvirkjun árið 2013 (95 MW), Þeistareykjavirkjun árið 2017 (90 MW) og Búrfellsvirkjun II árið 2019 (100 MW). Með þeim óx orkuvinnslugeta virkjanakerfisins um ca. 11%. eða rétt ríflega 1/4 af hagvextinum. Greinilegt er því, að stærsti hluti hagvaxtarins kom líklega annars staðar frá. Virkjanir mynda ekki hagvöxt í sjávarútvegi. Þær mynda ekki hagvöxt í ferðaþjónustu. Þær eru ekki grunnurinn að hagvexti sem komið hefur frá Alvotech, Íslenskri erfðagreiningu, Össuri, Marel, eða því fyrirtæki sem núna heitir Coloplast. Að framleiða raforku, sem að mestu fer til örfárra aðila, er ekki grunnurinn að hagvexti síðustu ára. Grunnurinn að hagvexti síðustu ára er hjá þeim hluta þjóðfélagsins, sem notar innan við 15% af raforku framleiddri á Íslandi. Fyrir utan, að allar þær virkjanir sem eru í blautustu draumum virkjunarsinna, myndu kalla á að vextir Seðlabankans færu í 20%, því verðbólga færi örugglega í 15%. Kannski að Gallup hefði átt að spyrja: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi, ef því fylgir hækkun stýrivaxta í 20% og verðbólgu í 15% yfir 10 ára tímabil?“ „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu í vindorkuverum reistum innan byggðar á höfuðborgarsvæðinu?“ „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi, ef það þýddi að Gullfoss og Dettifoss verði virkjaðir?“ „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi, ef það þýddi að reistar yrðu 1.000 virkjanir um allt land?“ Eða á spurningin kannski að vera: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) að reistar verði 4-5 stórar virkjanir á næstu 10 árum til að auka græna orkuframleiðslu á Íslandi og fylgt er ferli Rammaáætlunar við val á virkjunarkostum?“ (Auðvitað er ekki hægt spyrja svona flókinna spurninga í skoðanakönnun, en heldur ekki spurningar sem ljóst er að nær allir svari á sama veg vegna þess hve opin hún er.) Spyrjum réttra spurninga og sjáum hver svörin verða. Pössum okkur síðan á, að við meinum það sem við segjum, en gefum ekki ráðherra eitthvað vald sem við ætluðum ekki að gefa. Sem stendur er náttúrugláp að gefa okkur mun meiri tekjur en útflutningur áls og álafurða. Mér sýnist af því, að hagsmunir ferðaþjónustunnar séu mikilvægari fyrir land og þjóð, en hagsmunir þeirra sem vilja virkja. Tek skýrt fram, að ég hef ekkert á móti nýjum virkjunum hafi þær farið í gegn um það ferli sem komið hefur verið á hér á landi, þ.e. Rammaáætlun. Ég er hins vegar náttúruverndarsinni og vil hag náttúrunnar sem mestan. Höfundur er ráðgjafi.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar