UEFA sé að missa þolinmæðina gagnvart Íslandi Valur Páll Eiríksson skrifar 21. september 2024 08:00 Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings. Vísir/Einar Eftir langt ferli liggur nú fyrir að Evrópuleikir Víkings fara fram hér á landi í vetur. Fara þarf í vissar aðgerðir áður en að Evrópuboltinn fer að rúlla. Heimavöllur Víkinga í Sambandsdeildinni átti að liggja fyrir þónokkru fyrr en í gær. Það dróst á langinn vegna viðræðna við UEFA og ljóst var að undanþágur þyrfti til ef leikir færu fram hér á landi. Kópavogsvöllur varð að endingu lendingin en síðustu vikur hafa tekið á. „Þetta er búin að vera dálítil þrautaganga og UEFA hafa verið fastir á sinni reglugerð. Með dyggri aðstoð Knattspyrnusambandsins náðu þeir að snúa þeim, í þetta skiptið. En mér skilst að þetta sé í allra, allra síðasta skiptið sem þeir gera svona undanþágu fyrir íslenskan fótbolta,“ segir Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings. En hvað hefur hann eiginlega fengið marga tölvupósta síðustu tvær vikur? „Þeir eru ansi margir. Það er sama hvar maður kemur, þá eru allir að spyrja um þetta. Maður finnur það bara, að áhugamenn vilja hafa þetta hér heima og þeir fá þetta hér heima.“ Þurfa að fara í framkvæmdir í Kópavogi Það eru aftur á móti undanþágur sem fylgja því að halda leikina hér og eins og Haraldur nefndi er Ísland komið á allra síðasta séns hjá evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA. Leikirnir munu fara fram á óhefðbundnum tíma, fyrri tveir klukkan 14:30 og sá síðasti 13:00, vegna birtuskilyrða. Víkingar sluppu þó við tugmilljóna króna framkvæmd við að leigja ljós á Kópavogsvöll, sem hefði verið snúin aðgerð. Það þarf þó að fara í einhverjar framkvæmdir á Kópavogsvelli fyrir fyrsta leik, til að komast nær kröfum UEFA, til að mynda er varða fjölmiðlaaðstöðu og sjónvarpsútsendingar. „Það er ekkert sem er óyfirstíganlegt. Sumt af því er gott sem tilbúið, skilst mér. Það er bara vinna,“ segir Haraldur. En hvernig skiptist kostnaður af slíkum framkvæmdum? „Það hefur ekkert verið tekið á því. Ég hef ekkert áhyggjur af því í sjálfu sér,“ Fyrst og fremst geti Víkingar nú farið að hlakka til. „Núna bara tekur spennan við og við ætlum að gera eins vel úr þessu og hægt er. Vonandi fáum við sem flesta þó þetta sé svona leiktími. Ég hef trú á því, það verður mikil stemning í kringum okkur. Ég lofa því,“ segir Haraldur. Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá að ofan en fleira kom fram í viðtalinu við Harald sem má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Gekk á ýmsu á skrifstofunni Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn UEFA KSÍ Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Sjá meira
Heimavöllur Víkinga í Sambandsdeildinni átti að liggja fyrir þónokkru fyrr en í gær. Það dróst á langinn vegna viðræðna við UEFA og ljóst var að undanþágur þyrfti til ef leikir færu fram hér á landi. Kópavogsvöllur varð að endingu lendingin en síðustu vikur hafa tekið á. „Þetta er búin að vera dálítil þrautaganga og UEFA hafa verið fastir á sinni reglugerð. Með dyggri aðstoð Knattspyrnusambandsins náðu þeir að snúa þeim, í þetta skiptið. En mér skilst að þetta sé í allra, allra síðasta skiptið sem þeir gera svona undanþágu fyrir íslenskan fótbolta,“ segir Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings. En hvað hefur hann eiginlega fengið marga tölvupósta síðustu tvær vikur? „Þeir eru ansi margir. Það er sama hvar maður kemur, þá eru allir að spyrja um þetta. Maður finnur það bara, að áhugamenn vilja hafa þetta hér heima og þeir fá þetta hér heima.“ Þurfa að fara í framkvæmdir í Kópavogi Það eru aftur á móti undanþágur sem fylgja því að halda leikina hér og eins og Haraldur nefndi er Ísland komið á allra síðasta séns hjá evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA. Leikirnir munu fara fram á óhefðbundnum tíma, fyrri tveir klukkan 14:30 og sá síðasti 13:00, vegna birtuskilyrða. Víkingar sluppu þó við tugmilljóna króna framkvæmd við að leigja ljós á Kópavogsvöll, sem hefði verið snúin aðgerð. Það þarf þó að fara í einhverjar framkvæmdir á Kópavogsvelli fyrir fyrsta leik, til að komast nær kröfum UEFA, til að mynda er varða fjölmiðlaaðstöðu og sjónvarpsútsendingar. „Það er ekkert sem er óyfirstíganlegt. Sumt af því er gott sem tilbúið, skilst mér. Það er bara vinna,“ segir Haraldur. En hvernig skiptist kostnaður af slíkum framkvæmdum? „Það hefur ekkert verið tekið á því. Ég hef ekkert áhyggjur af því í sjálfu sér,“ Fyrst og fremst geti Víkingar nú farið að hlakka til. „Núna bara tekur spennan við og við ætlum að gera eins vel úr þessu og hægt er. Vonandi fáum við sem flesta þó þetta sé svona leiktími. Ég hef trú á því, það verður mikil stemning í kringum okkur. Ég lofa því,“ segir Haraldur. Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá að ofan en fleira kom fram í viðtalinu við Harald sem má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Gekk á ýmsu á skrifstofunni
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn UEFA KSÍ Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Sjá meira