UEFA sé að missa þolinmæðina gagnvart Íslandi Valur Páll Eiríksson skrifar 21. september 2024 08:00 Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings. Vísir/Einar Eftir langt ferli liggur nú fyrir að Evrópuleikir Víkings fara fram hér á landi í vetur. Fara þarf í vissar aðgerðir áður en að Evrópuboltinn fer að rúlla. Heimavöllur Víkinga í Sambandsdeildinni átti að liggja fyrir þónokkru fyrr en í gær. Það dróst á langinn vegna viðræðna við UEFA og ljóst var að undanþágur þyrfti til ef leikir færu fram hér á landi. Kópavogsvöllur varð að endingu lendingin en síðustu vikur hafa tekið á. „Þetta er búin að vera dálítil þrautaganga og UEFA hafa verið fastir á sinni reglugerð. Með dyggri aðstoð Knattspyrnusambandsins náðu þeir að snúa þeim, í þetta skiptið. En mér skilst að þetta sé í allra, allra síðasta skiptið sem þeir gera svona undanþágu fyrir íslenskan fótbolta,“ segir Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings. En hvað hefur hann eiginlega fengið marga tölvupósta síðustu tvær vikur? „Þeir eru ansi margir. Það er sama hvar maður kemur, þá eru allir að spyrja um þetta. Maður finnur það bara, að áhugamenn vilja hafa þetta hér heima og þeir fá þetta hér heima.“ Þurfa að fara í framkvæmdir í Kópavogi Það eru aftur á móti undanþágur sem fylgja því að halda leikina hér og eins og Haraldur nefndi er Ísland komið á allra síðasta séns hjá evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA. Leikirnir munu fara fram á óhefðbundnum tíma, fyrri tveir klukkan 14:30 og sá síðasti 13:00, vegna birtuskilyrða. Víkingar sluppu þó við tugmilljóna króna framkvæmd við að leigja ljós á Kópavogsvöll, sem hefði verið snúin aðgerð. Það þarf þó að fara í einhverjar framkvæmdir á Kópavogsvelli fyrir fyrsta leik, til að komast nær kröfum UEFA, til að mynda er varða fjölmiðlaaðstöðu og sjónvarpsútsendingar. „Það er ekkert sem er óyfirstíganlegt. Sumt af því er gott sem tilbúið, skilst mér. Það er bara vinna,“ segir Haraldur. En hvernig skiptist kostnaður af slíkum framkvæmdum? „Það hefur ekkert verið tekið á því. Ég hef ekkert áhyggjur af því í sjálfu sér,“ Fyrst og fremst geti Víkingar nú farið að hlakka til. „Núna bara tekur spennan við og við ætlum að gera eins vel úr þessu og hægt er. Vonandi fáum við sem flesta þó þetta sé svona leiktími. Ég hef trú á því, það verður mikil stemning í kringum okkur. Ég lofa því,“ segir Haraldur. Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá að ofan en fleira kom fram í viðtalinu við Harald sem má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Gekk á ýmsu á skrifstofunni Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn UEFA KSÍ Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Sjá meira
Heimavöllur Víkinga í Sambandsdeildinni átti að liggja fyrir þónokkru fyrr en í gær. Það dróst á langinn vegna viðræðna við UEFA og ljóst var að undanþágur þyrfti til ef leikir færu fram hér á landi. Kópavogsvöllur varð að endingu lendingin en síðustu vikur hafa tekið á. „Þetta er búin að vera dálítil þrautaganga og UEFA hafa verið fastir á sinni reglugerð. Með dyggri aðstoð Knattspyrnusambandsins náðu þeir að snúa þeim, í þetta skiptið. En mér skilst að þetta sé í allra, allra síðasta skiptið sem þeir gera svona undanþágu fyrir íslenskan fótbolta,“ segir Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings. En hvað hefur hann eiginlega fengið marga tölvupósta síðustu tvær vikur? „Þeir eru ansi margir. Það er sama hvar maður kemur, þá eru allir að spyrja um þetta. Maður finnur það bara, að áhugamenn vilja hafa þetta hér heima og þeir fá þetta hér heima.“ Þurfa að fara í framkvæmdir í Kópavogi Það eru aftur á móti undanþágur sem fylgja því að halda leikina hér og eins og Haraldur nefndi er Ísland komið á allra síðasta séns hjá evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA. Leikirnir munu fara fram á óhefðbundnum tíma, fyrri tveir klukkan 14:30 og sá síðasti 13:00, vegna birtuskilyrða. Víkingar sluppu þó við tugmilljóna króna framkvæmd við að leigja ljós á Kópavogsvöll, sem hefði verið snúin aðgerð. Það þarf þó að fara í einhverjar framkvæmdir á Kópavogsvelli fyrir fyrsta leik, til að komast nær kröfum UEFA, til að mynda er varða fjölmiðlaaðstöðu og sjónvarpsútsendingar. „Það er ekkert sem er óyfirstíganlegt. Sumt af því er gott sem tilbúið, skilst mér. Það er bara vinna,“ segir Haraldur. En hvernig skiptist kostnaður af slíkum framkvæmdum? „Það hefur ekkert verið tekið á því. Ég hef ekkert áhyggjur af því í sjálfu sér,“ Fyrst og fremst geti Víkingar nú farið að hlakka til. „Núna bara tekur spennan við og við ætlum að gera eins vel úr þessu og hægt er. Vonandi fáum við sem flesta þó þetta sé svona leiktími. Ég hef trú á því, það verður mikil stemning í kringum okkur. Ég lofa því,“ segir Haraldur. Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá að ofan en fleira kom fram í viðtalinu við Harald sem má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Gekk á ýmsu á skrifstofunni
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn UEFA KSÍ Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Sjá meira