Dæmi eru um að lögreglumenn hafi farið í veikindaleyfi vegna þungra mála sem upp hafa komið að undanförnu. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, ræðir málið í beinni útsendingu.
Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. Við kynnum okkur málið í fréttatímanum.
Við fáum prófessor í grafískri hönnun til að rýna í nýtt merki Alþingis, sem skiptar skoðanir hafa verið um. Hann segir eðlilegt að merki taki breytingum og í hans huga hafi Alþingismerkið aldrei verið heilagt.
Og við verðum í beinni útsendingu frá Bakgarðshlaupinu, sem fer fram í Heiðmörk um helgina.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.