Ég er ekki alki Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 23. september 2024 10:31 Það er til fullt af fólki sem drekkur meira en ég. Fullyrðingin er sönn í þetta skiptið. Það er líka til fólk sem er miklu dónalegra en ég, fólk sem er gráðugra en ég, þunglyndara og kvíðnara en ég, frekari en ég. En hvað á ég að gera í því og er ég þá bara stikkfrí? Sannleikurinn er sá að ég er alltaf að reyna að bæta mig, fer til sálfræðings af og til, hlusta á vini mína þegar þeim sárnar eitthvað sem ég sagði, sleppti stundum áfengi í nokkra daga þegar ég hafði verið dálítið kærulaus í sumar (sérstaklega þar sem ég get ekki kennt hitanum um það). Umræður um loftslagsmál og Ísland í alþjóðasamhengi hafa oft þetta yfirbragð mannsins í laginu “ég er ekki alki” sem fullyrðir að hann sé nú ekki einn af þeim sem beitir hnefum eða keyrir fullur og því sé hann augljóslega ekki alki. Kína, Bandaríkin og aðrar stórþjóðir bera vissulega mikla ábyrgð á losun á heimsvísu en Ísland er hluti af alþjóðasamfélaginu og Ísland er bæði enn háð jarðefnaeldsneyti sem og stuðlar að mikilli losun frá öðrum þáttum, og þá sérstaklega frá landi. Á Íslandi stöndum við okkur mjög illa í loftslagsmálum og losun á mann er með því hæsta í heimi, þrátt fyrir að við höfum innleitt hitaveituna. Þá skiptir engu máli hvort Kína eða Indland standi sig betur eða verr en við. Losun okkar er staðreynd. Við höfum gefið loforð um að draga úr losun okkar á vettvangi Sameinuðu Þjóðanna og við viljum vera þannig þjóð að hægt sé að stóla á okkur og við stöndum við það sem við segjumst ætla að gera, látum ekki öll hin vinna erfiðisvinnuna. Til hvers? En hver segir að það sé mikilvægt að standa við gefin loforð frá því í París 2015? Örlað hefur á því að pólitíkusar haldi því fram að þetta sé einhver sérstök pólitísk stefna. En loftslagsmál eru hvorki vinstri né hægri, frjálslyndi né íhald. Þau eru staðreynd. Og þær sviðsmyndir sem dregnar eru upp eru dregnar upp af vísindamönnum - ekki stjórnmálamönnum. IPCC er alþjóðleg vísindanefnd sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Þótt vísindin séu ekki fullkomlega sannspá alltaf þá getum við treyst þeim til þess að meta skekkjuna og segja satt og rétt frá. Alveg eins og við getum treyst vísindamönnum til þess að spá fyrir veðrinu eða greina möguleika á eldgosum, þá getum við treyst svo fjölmennri vísindanefnd til þess að spá fyrir um afleiðingar loftslagsbreytinga. Á Íslandi er líka sérstök vísindanefnd sem mælir og spáir fyrir um afleiðingar loftslagsbreytinga á Íslandi og skoða má afrakstur vinnu þeirra á https://www.loftslagsbreytingar.is/. Appelsínugul viðvörun kallar á aðgerðir En líkt og þegar gefin er út appelsínugul viðvörun þá megum við ekki bara setja eyrnatappana í eyrun og hunsa spána, eða þá leggjast í gólfið í volæði yfir því að trampolínið muni fjúka. Við förum í aðgerðir til þess að bregðast við. Tökum garðhúsgögnin og trampolínið inn og frestum því kannski að fara í útilegu. Og ef við gætum haft áhrif á veðrið, myndum við þá ekki reyna það líka? Höfundur er formaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður María Þorbjarnardóttir Loftslagsmál Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Það er til fullt af fólki sem drekkur meira en ég. Fullyrðingin er sönn í þetta skiptið. Það er líka til fólk sem er miklu dónalegra en ég, fólk sem er gráðugra en ég, þunglyndara og kvíðnara en ég, frekari en ég. En hvað á ég að gera í því og er ég þá bara stikkfrí? Sannleikurinn er sá að ég er alltaf að reyna að bæta mig, fer til sálfræðings af og til, hlusta á vini mína þegar þeim sárnar eitthvað sem ég sagði, sleppti stundum áfengi í nokkra daga þegar ég hafði verið dálítið kærulaus í sumar (sérstaklega þar sem ég get ekki kennt hitanum um það). Umræður um loftslagsmál og Ísland í alþjóðasamhengi hafa oft þetta yfirbragð mannsins í laginu “ég er ekki alki” sem fullyrðir að hann sé nú ekki einn af þeim sem beitir hnefum eða keyrir fullur og því sé hann augljóslega ekki alki. Kína, Bandaríkin og aðrar stórþjóðir bera vissulega mikla ábyrgð á losun á heimsvísu en Ísland er hluti af alþjóðasamfélaginu og Ísland er bæði enn háð jarðefnaeldsneyti sem og stuðlar að mikilli losun frá öðrum þáttum, og þá sérstaklega frá landi. Á Íslandi stöndum við okkur mjög illa í loftslagsmálum og losun á mann er með því hæsta í heimi, þrátt fyrir að við höfum innleitt hitaveituna. Þá skiptir engu máli hvort Kína eða Indland standi sig betur eða verr en við. Losun okkar er staðreynd. Við höfum gefið loforð um að draga úr losun okkar á vettvangi Sameinuðu Þjóðanna og við viljum vera þannig þjóð að hægt sé að stóla á okkur og við stöndum við það sem við segjumst ætla að gera, látum ekki öll hin vinna erfiðisvinnuna. Til hvers? En hver segir að það sé mikilvægt að standa við gefin loforð frá því í París 2015? Örlað hefur á því að pólitíkusar haldi því fram að þetta sé einhver sérstök pólitísk stefna. En loftslagsmál eru hvorki vinstri né hægri, frjálslyndi né íhald. Þau eru staðreynd. Og þær sviðsmyndir sem dregnar eru upp eru dregnar upp af vísindamönnum - ekki stjórnmálamönnum. IPCC er alþjóðleg vísindanefnd sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Þótt vísindin séu ekki fullkomlega sannspá alltaf þá getum við treyst þeim til þess að meta skekkjuna og segja satt og rétt frá. Alveg eins og við getum treyst vísindamönnum til þess að spá fyrir veðrinu eða greina möguleika á eldgosum, þá getum við treyst svo fjölmennri vísindanefnd til þess að spá fyrir um afleiðingar loftslagsbreytinga. Á Íslandi er líka sérstök vísindanefnd sem mælir og spáir fyrir um afleiðingar loftslagsbreytinga á Íslandi og skoða má afrakstur vinnu þeirra á https://www.loftslagsbreytingar.is/. Appelsínugul viðvörun kallar á aðgerðir En líkt og þegar gefin er út appelsínugul viðvörun þá megum við ekki bara setja eyrnatappana í eyrun og hunsa spána, eða þá leggjast í gólfið í volæði yfir því að trampolínið muni fjúka. Við förum í aðgerðir til þess að bregðast við. Tökum garðhúsgögnin og trampolínið inn og frestum því kannski að fara í útilegu. Og ef við gætum haft áhrif á veðrið, myndum við þá ekki reyna það líka? Höfundur er formaður Landverndar.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar