Kristófer Helga í veikindaleyfi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. september 2024 13:13 Kristófer Helgason hefur annast Reykjavík síðdegis á Bylgjunni um árabil. Kristófer Helgason útvarpsmaður á Bylgjunni er kominn í veikindaleyfi. Ástæðan er sú að hann greindist fyrir viku með Bell's Palsy sem veldur lömun á öðrum helmingi andlitsins. Fyrr á árinu hafði hann greinst með Parkinson. „Ég er lamaður öðrum megin í andlitinu. Af sex stigum Palsy þá er ég á fimmta stigi, svo að þetta er töluverð lömun,“ segir Kristófer í samtali við Vísi. Kristófer sem stýrt hefur Reykjavík síðdegis um árabil á Bylgjunni opnaði sig fyrst um veikindi sín á samfélagsmiðlinum Facebook. Gerði vart við sig á þremur dögum „Fyrr á þessu ári greindist ég með Parkinson sjúkdóminn eftir ítarlegar prófanir og rannsóknir. Fyrstu merkin voru skjálfti og skertar fínhreyfingar í vinstri hendi. Nýjasta verkefnið skall á fyrir viku þegar ég greindist með Bell´s Palsy sem veldur lömun á öðrum helmingi andlitsins.. Bell's Palsy er ákveðin ráðgáta í læknisfræði þar sem ekki er vitað nákvæmlega hvað veldur.“ Kristófer segir að fyrstu einkennin hafi verið höfuðverkur í kringum hægra eyrað, frá kjálka og aftur í hnakka. Þar á eftir hafi tungan og varir byrjað að dofna eins og eftir góða deyfingu hjá tannlækni. Að lokum hafi hann hætt að geta blikkað og lokað hægra auganu en alls tók það Kristófer þrjá daga að lamast. Kristófer deilir á Facebook viðtali sem hann tók í Reykjavík síðdegis árið 2017 við Elías Ólafsson yfirlækni á taugadeild Landspítalans um sjúkdóminn. Grunlaus um að rúmum sjö árum síðar myndi hann reyna þetta á eigin skinni. Getur gengið til baka Samkvæmt tölfræðinni eru ágætis líkur á að lömunin gangi að einhverju leyti eða öllu leyti til baka, þó tíminn verði að leiða það í ljós. „Flestir sem ég hef hitt hafa fengið fullan bata á einhverjum tíma. Þetta er algengara en margir halda, en það getur tekið visst langan tíma.“ Kristófer segir að hann eigi sömuleiðis erfitt með að mynda hljóð þegar varirnar detti út. Þá sérstaklega til að mynda hljóð til að segja stafi eins og B og P. Kristófer er merkilega brattur þrátt fyrir allt. „Ég grínaðist nú með það að það hljóti að hafa verið einhver grínisti sem ákvað að skýra þetta Bell's Palsy, miðað við hvað það er erfitt að segja B og P,“ segir útvarpsmaðurinn knái. Hann segir ljóst að hann verði frá störfum í útvarpinu í einhvern tíma hið minnsta. Þá hyggst hann einnig taka sér hlé frá því að halda sín vinsælu ketilbjöllunámskeið í World Class. „Við sjáum hvernig þetta þróast. En læknar segja að maður megi samt gera hvað sem er. Þetta er ekki þannig að maður sé rúmfastur.“ Reykjavík síðdegis Fjölmiðlar Bylgjan Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Sjá meira
„Ég er lamaður öðrum megin í andlitinu. Af sex stigum Palsy þá er ég á fimmta stigi, svo að þetta er töluverð lömun,“ segir Kristófer í samtali við Vísi. Kristófer sem stýrt hefur Reykjavík síðdegis um árabil á Bylgjunni opnaði sig fyrst um veikindi sín á samfélagsmiðlinum Facebook. Gerði vart við sig á þremur dögum „Fyrr á þessu ári greindist ég með Parkinson sjúkdóminn eftir ítarlegar prófanir og rannsóknir. Fyrstu merkin voru skjálfti og skertar fínhreyfingar í vinstri hendi. Nýjasta verkefnið skall á fyrir viku þegar ég greindist með Bell´s Palsy sem veldur lömun á öðrum helmingi andlitsins.. Bell's Palsy er ákveðin ráðgáta í læknisfræði þar sem ekki er vitað nákvæmlega hvað veldur.“ Kristófer segir að fyrstu einkennin hafi verið höfuðverkur í kringum hægra eyrað, frá kjálka og aftur í hnakka. Þar á eftir hafi tungan og varir byrjað að dofna eins og eftir góða deyfingu hjá tannlækni. Að lokum hafi hann hætt að geta blikkað og lokað hægra auganu en alls tók það Kristófer þrjá daga að lamast. Kristófer deilir á Facebook viðtali sem hann tók í Reykjavík síðdegis árið 2017 við Elías Ólafsson yfirlækni á taugadeild Landspítalans um sjúkdóminn. Grunlaus um að rúmum sjö árum síðar myndi hann reyna þetta á eigin skinni. Getur gengið til baka Samkvæmt tölfræðinni eru ágætis líkur á að lömunin gangi að einhverju leyti eða öllu leyti til baka, þó tíminn verði að leiða það í ljós. „Flestir sem ég hef hitt hafa fengið fullan bata á einhverjum tíma. Þetta er algengara en margir halda, en það getur tekið visst langan tíma.“ Kristófer segir að hann eigi sömuleiðis erfitt með að mynda hljóð þegar varirnar detti út. Þá sérstaklega til að mynda hljóð til að segja stafi eins og B og P. Kristófer er merkilega brattur þrátt fyrir allt. „Ég grínaðist nú með það að það hljóti að hafa verið einhver grínisti sem ákvað að skýra þetta Bell's Palsy, miðað við hvað það er erfitt að segja B og P,“ segir útvarpsmaðurinn knái. Hann segir ljóst að hann verði frá störfum í útvarpinu í einhvern tíma hið minnsta. Þá hyggst hann einnig taka sér hlé frá því að halda sín vinsælu ketilbjöllunámskeið í World Class. „Við sjáum hvernig þetta þróast. En læknar segja að maður megi samt gera hvað sem er. Þetta er ekki þannig að maður sé rúmfastur.“
Reykjavík síðdegis Fjölmiðlar Bylgjan Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Sjá meira