Svekktur en ekki hissa á færri íbúðum í byggingu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. september 2024 12:10 Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, segir ekki koma á óvart að íbúðauppbygging hafi dregist saman miðað við núverandi vaxtaumhverfi. Vísir/Vilhelm Forseti ASÍ segir svekkjandi að íbúðauppbygging hafi dregist saman um tæp sautján prósent á síðasta árinu. Það komi hins vegar ekki á óvart miðað við núverandi vaxtaumhverfi og verðbólgu. Greint var frá því í tilkynningu frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun í morgun að alls hafi verið tæplega sautján prósent færri íbúðir í byggingu á landinu í september en á sama tíma á síðasta ári. Sagði í tilkynningunni að ljóst megi vera að framkvæmdir séu að hefjast á of fáum íbúðum ef ekki eigi að verða frekari samdráttur á nýjum íbúðum. „Þetta er því miður ekkert að koma okkur á óvart. Við erum búin að sjá að þetta hefur verið á þessari leið í nokkurn tíma. Þess vegna höfum við verið í virku samtali við opinbera aðila um það að spýta í lófana,“ segir Finnbjörn A. Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands. Hann segir ASÍ ekki sjá neitt í kortunum sem bendi til að þetta fari að lagast. „Vextirnir eru eitt, lóðaskortur er annað. Við sjáum ekki að þetta lagist öðruvísi en það verði sett eitthvað alvöru átak í að fara að fjölga íbúðum.“ Óboðlegt að lánavextir séu upp undir fimmtán prósent Borið hefur á því að nýjar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu seljist ekki eða seljist mjög hægt. Finnbjörn segir það ekki koma á óvart. „Íbúðir í dag eru komnar upp fyrir greiðslugetu almennings. Það hefur sýnt sig að undanförnu að þeir sem eru að kaupa eru atvinnufjárfestar,“ segir Finnbjörn. Það sé óboðlegt fyrir kaupendur að lánavextir séu allt upp í fimmtán prósent. „Á meðan stýrivextirnir eru með þessum hætti bæði selst ekki og menn eru ekki tilbúnir til að halda áfram eða fara af stað með nýjar íbúðir.“ Lögð var mikil áhersla á það við gerð kjarasamninga í vor að stjórnvöld tryggðu húsnæðisframboð og uppbyggingu íbúða. Það hlýtur að vera svekkjandi að þetta sé staðan? „Auðvitað er það það, það er ekkert að fara af stað.“ Húsnæðismál Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Kjaramál ASÍ Tengdar fréttir Færri íbúðir í byggingu en fyrir ári Alls voru 16,8 prósentum færri íbúðir í byggingu á landinu í september en á sama tíma á síðasta ári. Ljóst má vera að framkvæmdir eru að hefjast á of fáum íbúðum ef ekki á að verða frekari samdráttur á nýjum íbúðum. 24. september 2024 07:55 Pallborðið: Staða heimila og fyrirtækja og efnd loforða í kjarasamningsviðræðum Staða heimilanna og fyrirtækja á haustmánuðum, útlitið í efnahagsmálum og efnd loforða í tengslum við kjarasamninga verða til umræðu í Pallborðinu í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 12.15. 24. september 2024 10:44 Ringulreið á lánamarkaði Afborgun á ríflega fjörutíu milljón króna láni hækkar um allt að kvartmilljón á ári eftir vaxtahækkun bankanna. Lántaki sem þurfti að færa sig úr óverðtryggðu láni í verðtryggt segir ringulreið ríkja og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. 23. september 2024 19:17 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira
Greint var frá því í tilkynningu frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun í morgun að alls hafi verið tæplega sautján prósent færri íbúðir í byggingu á landinu í september en á sama tíma á síðasta ári. Sagði í tilkynningunni að ljóst megi vera að framkvæmdir séu að hefjast á of fáum íbúðum ef ekki eigi að verða frekari samdráttur á nýjum íbúðum. „Þetta er því miður ekkert að koma okkur á óvart. Við erum búin að sjá að þetta hefur verið á þessari leið í nokkurn tíma. Þess vegna höfum við verið í virku samtali við opinbera aðila um það að spýta í lófana,“ segir Finnbjörn A. Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands. Hann segir ASÍ ekki sjá neitt í kortunum sem bendi til að þetta fari að lagast. „Vextirnir eru eitt, lóðaskortur er annað. Við sjáum ekki að þetta lagist öðruvísi en það verði sett eitthvað alvöru átak í að fara að fjölga íbúðum.“ Óboðlegt að lánavextir séu upp undir fimmtán prósent Borið hefur á því að nýjar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu seljist ekki eða seljist mjög hægt. Finnbjörn segir það ekki koma á óvart. „Íbúðir í dag eru komnar upp fyrir greiðslugetu almennings. Það hefur sýnt sig að undanförnu að þeir sem eru að kaupa eru atvinnufjárfestar,“ segir Finnbjörn. Það sé óboðlegt fyrir kaupendur að lánavextir séu allt upp í fimmtán prósent. „Á meðan stýrivextirnir eru með þessum hætti bæði selst ekki og menn eru ekki tilbúnir til að halda áfram eða fara af stað með nýjar íbúðir.“ Lögð var mikil áhersla á það við gerð kjarasamninga í vor að stjórnvöld tryggðu húsnæðisframboð og uppbyggingu íbúða. Það hlýtur að vera svekkjandi að þetta sé staðan? „Auðvitað er það það, það er ekkert að fara af stað.“
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Kjaramál ASÍ Tengdar fréttir Færri íbúðir í byggingu en fyrir ári Alls voru 16,8 prósentum færri íbúðir í byggingu á landinu í september en á sama tíma á síðasta ári. Ljóst má vera að framkvæmdir eru að hefjast á of fáum íbúðum ef ekki á að verða frekari samdráttur á nýjum íbúðum. 24. september 2024 07:55 Pallborðið: Staða heimila og fyrirtækja og efnd loforða í kjarasamningsviðræðum Staða heimilanna og fyrirtækja á haustmánuðum, útlitið í efnahagsmálum og efnd loforða í tengslum við kjarasamninga verða til umræðu í Pallborðinu í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 12.15. 24. september 2024 10:44 Ringulreið á lánamarkaði Afborgun á ríflega fjörutíu milljón króna láni hækkar um allt að kvartmilljón á ári eftir vaxtahækkun bankanna. Lántaki sem þurfti að færa sig úr óverðtryggðu láni í verðtryggt segir ringulreið ríkja og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. 23. september 2024 19:17 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira
Færri íbúðir í byggingu en fyrir ári Alls voru 16,8 prósentum færri íbúðir í byggingu á landinu í september en á sama tíma á síðasta ári. Ljóst má vera að framkvæmdir eru að hefjast á of fáum íbúðum ef ekki á að verða frekari samdráttur á nýjum íbúðum. 24. september 2024 07:55
Pallborðið: Staða heimila og fyrirtækja og efnd loforða í kjarasamningsviðræðum Staða heimilanna og fyrirtækja á haustmánuðum, útlitið í efnahagsmálum og efnd loforða í tengslum við kjarasamninga verða til umræðu í Pallborðinu í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 12.15. 24. september 2024 10:44
Ringulreið á lánamarkaði Afborgun á ríflega fjörutíu milljón króna láni hækkar um allt að kvartmilljón á ári eftir vaxtahækkun bankanna. Lántaki sem þurfti að færa sig úr óverðtryggðu láni í verðtryggt segir ringulreið ríkja og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. 23. september 2024 19:17