Ofhugsanir: orsök & afleiðing Sara Pálsdóttir skrifar 24. september 2024 14:03 Ofhugsun, þráhyggja, áhyggjur, of margar hugsanir of hraðar hugsanir, neikvæðar hugsanir...‘ Er þvottavélin á yfirsnúningi? Þegar kemur að lífsgæðum okkar, almennu heilbrigði og líðan er lykilatriði að gefa hugsunum okkar ríkan gaum. Já, þú þarft að hugsa um hvað þú ert að hugsa! Hver hugsun er orka. Við erum að hugsa 60-80.000 hugsanir daglega. Það er gríðarleg orkuframleiðsla. Krónískir ofhugsarar hugsa jafnvel margfalt fleiri hugsanir á hverjum degi en hinn venjulegi meðalhugsari. Oft eru þessar hugsanir einnig neikvæðar sem gerir vandann meiri. Óheilbrigt hugarfar er ein af meginrótum þreytu, orkuleysis og vanlíðunar, sérstaklega ofhugsanir. Ef hugsanirnar eru alltaf á miljón, alltof margar, alltof hraðar og jafnvel neikvæðar, þá er þetta eins og að vera í stöðugri erfiðisvinnu í hausnum á sér alla daga allan daginn. Hver hugsun er orka og öll orkan þín fer í allar þessar endalausu hugsanir og þú átt þá enga orku eftir. Ofhugsarar glíma einnig oft við svefnleysi eða óheilbrigðan svefn. Þeir ná ekki að róa hugann og þar með koma ró á orkuna sína sem er mikilvægt til að ná að sofna og sofa vel. Jafnvel þótt líkaminn liggi kyrr upp í rúmi, ef hugsanirnar eru á fullri ferð í allar áttir þá er orkan okkar á fullri ferð í allar áttir líka. Allt er orka. Orkan okkar hverju sinni stýrir lífsgæðum okkar, líðan okkar og heilsu. Er orkan þín full af ófriði, streitu, kvíða, ótta, reiði, þreytu eða jafnvel hatri? Eða er orkan þín full af friði, ró, kærleika, gleði, frelsi, von, trú og trausti? Þú hefur val. Þú getur umbreytt orkunni þinni og þar með líðan þinni. Orkan þín samanstendur af hugsunum þínum, því sem þú trúir í hjarta þínu og því sem þú segir. Með því að breyta þessu getur þú breytt orkunni þinni. Rót ofhugsana er óheilbrigð ábyrgð. Að trúa því í hjarta sínu að maður beri ábyrgð á öllu mögulegu og ómögulegu. Trúa jafnvel því að maður verði að bjarga öllu og öllum. Að maður sé bjargvætturinn mikli. Að maður beri ábyrgð á tilfinningum annarra, að ekkert slæmt gerist, að öllum líði vel, osfrv. Dæmi: Trú: „Ég ber ábyrgð á því að ekkert slæmt gerist“ Afleiðing þessa eru stanslausar ofhugsanir um allt það slæma sem mögulega gæti gerst, og hvernig þú myndir bregðast við því hverju sinni til að afstýra því að það slæma myndi gerast. Af því að innst inni ertu að reyna að axla þessa ábyrgð. En engin manneskja getur axlað slíka ábyrgð. Fyrir utan það að það eru lítil takmörk fyrir því sem getur gerst. Enginn getur fyrirséð allt slíkt og verið þannig ,,undirbúinn undir það“. Fólk á það samt sem áður til að slíta sér út við að reyna. Þetta er mikið álag. Annað dæmi er einstaklingur sem trúir því að hann beri ábyrgð á að ,,öllum líði vel“. Hann verður afar meðvirkur með tilfinningum annarra og hugsar stanslaust um líðan annarra og forðast í lengstu lög allt það sem gæti látið öðrum líða illa eða verið óþægilegt. Hann fær ofhugsanir um hvernig hinum og þessum myndi líða ef hann myndi gera eða segja þetta eða hitt. Hann lætur síðan stjórnast af eigin ofhugsunum og ályktunum um hugsanleg tilfinningaviðbrögð annarra við eigin hegðun. Viðkomandi gefur frá sér frelsið sitt og gefur tilfinningum annarra vald yfir lífi sínu. Óheilbrigð ábyrgð getur verið mjög þung byrði að bera og er aldrei gagnleg. Lausnin? Að öðlast heilbrigða ábyrgð og vinna með eigið hugarfar. Fyrsta skrefið er að endurskilgreina eigin ábyrgð. Á hverju ber ég ábyrgð raunverulega? Hafðu það einfalt. Mér. Börnunum mínum ef þau eru enn börn. Hundinum mínum. Punktur. Þú berð ekki ábyrgð á fullorðnum börnum þínum. Þú berð ekki ábyrgð á barnabörnunum. Foreldrarnir bera þá ábyrgð. Þú berð ekki ábyrgð á öðru fullorðnu fólki og hvað þá þeirra tilfinningum eða hugsunum. Hver manneskja ber ábyrgð á sjálfri sér. Vá þvílíkur léttir og frelsi og friður í hugann. :) Gangi þér vel. Höfundur er dáleiðari og fyrirlesari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Pálsdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Ofhugsun, þráhyggja, áhyggjur, of margar hugsanir of hraðar hugsanir, neikvæðar hugsanir...‘ Er þvottavélin á yfirsnúningi? Þegar kemur að lífsgæðum okkar, almennu heilbrigði og líðan er lykilatriði að gefa hugsunum okkar ríkan gaum. Já, þú þarft að hugsa um hvað þú ert að hugsa! Hver hugsun er orka. Við erum að hugsa 60-80.000 hugsanir daglega. Það er gríðarleg orkuframleiðsla. Krónískir ofhugsarar hugsa jafnvel margfalt fleiri hugsanir á hverjum degi en hinn venjulegi meðalhugsari. Oft eru þessar hugsanir einnig neikvæðar sem gerir vandann meiri. Óheilbrigt hugarfar er ein af meginrótum þreytu, orkuleysis og vanlíðunar, sérstaklega ofhugsanir. Ef hugsanirnar eru alltaf á miljón, alltof margar, alltof hraðar og jafnvel neikvæðar, þá er þetta eins og að vera í stöðugri erfiðisvinnu í hausnum á sér alla daga allan daginn. Hver hugsun er orka og öll orkan þín fer í allar þessar endalausu hugsanir og þú átt þá enga orku eftir. Ofhugsarar glíma einnig oft við svefnleysi eða óheilbrigðan svefn. Þeir ná ekki að róa hugann og þar með koma ró á orkuna sína sem er mikilvægt til að ná að sofna og sofa vel. Jafnvel þótt líkaminn liggi kyrr upp í rúmi, ef hugsanirnar eru á fullri ferð í allar áttir þá er orkan okkar á fullri ferð í allar áttir líka. Allt er orka. Orkan okkar hverju sinni stýrir lífsgæðum okkar, líðan okkar og heilsu. Er orkan þín full af ófriði, streitu, kvíða, ótta, reiði, þreytu eða jafnvel hatri? Eða er orkan þín full af friði, ró, kærleika, gleði, frelsi, von, trú og trausti? Þú hefur val. Þú getur umbreytt orkunni þinni og þar með líðan þinni. Orkan þín samanstendur af hugsunum þínum, því sem þú trúir í hjarta þínu og því sem þú segir. Með því að breyta þessu getur þú breytt orkunni þinni. Rót ofhugsana er óheilbrigð ábyrgð. Að trúa því í hjarta sínu að maður beri ábyrgð á öllu mögulegu og ómögulegu. Trúa jafnvel því að maður verði að bjarga öllu og öllum. Að maður sé bjargvætturinn mikli. Að maður beri ábyrgð á tilfinningum annarra, að ekkert slæmt gerist, að öllum líði vel, osfrv. Dæmi: Trú: „Ég ber ábyrgð á því að ekkert slæmt gerist“ Afleiðing þessa eru stanslausar ofhugsanir um allt það slæma sem mögulega gæti gerst, og hvernig þú myndir bregðast við því hverju sinni til að afstýra því að það slæma myndi gerast. Af því að innst inni ertu að reyna að axla þessa ábyrgð. En engin manneskja getur axlað slíka ábyrgð. Fyrir utan það að það eru lítil takmörk fyrir því sem getur gerst. Enginn getur fyrirséð allt slíkt og verið þannig ,,undirbúinn undir það“. Fólk á það samt sem áður til að slíta sér út við að reyna. Þetta er mikið álag. Annað dæmi er einstaklingur sem trúir því að hann beri ábyrgð á að ,,öllum líði vel“. Hann verður afar meðvirkur með tilfinningum annarra og hugsar stanslaust um líðan annarra og forðast í lengstu lög allt það sem gæti látið öðrum líða illa eða verið óþægilegt. Hann fær ofhugsanir um hvernig hinum og þessum myndi líða ef hann myndi gera eða segja þetta eða hitt. Hann lætur síðan stjórnast af eigin ofhugsunum og ályktunum um hugsanleg tilfinningaviðbrögð annarra við eigin hegðun. Viðkomandi gefur frá sér frelsið sitt og gefur tilfinningum annarra vald yfir lífi sínu. Óheilbrigð ábyrgð getur verið mjög þung byrði að bera og er aldrei gagnleg. Lausnin? Að öðlast heilbrigða ábyrgð og vinna með eigið hugarfar. Fyrsta skrefið er að endurskilgreina eigin ábyrgð. Á hverju ber ég ábyrgð raunverulega? Hafðu það einfalt. Mér. Börnunum mínum ef þau eru enn börn. Hundinum mínum. Punktur. Þú berð ekki ábyrgð á fullorðnum börnum þínum. Þú berð ekki ábyrgð á barnabörnunum. Foreldrarnir bera þá ábyrgð. Þú berð ekki ábyrgð á öðru fullorðnu fólki og hvað þá þeirra tilfinningum eða hugsunum. Hver manneskja ber ábyrgð á sjálfri sér. Vá þvílíkur léttir og frelsi og friður í hugann. :) Gangi þér vel. Höfundur er dáleiðari og fyrirlesari.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun