Ofhugsanir: orsök & afleiðing Sara Pálsdóttir skrifar 24. september 2024 14:03 Ofhugsun, þráhyggja, áhyggjur, of margar hugsanir of hraðar hugsanir, neikvæðar hugsanir...‘ Er þvottavélin á yfirsnúningi? Þegar kemur að lífsgæðum okkar, almennu heilbrigði og líðan er lykilatriði að gefa hugsunum okkar ríkan gaum. Já, þú þarft að hugsa um hvað þú ert að hugsa! Hver hugsun er orka. Við erum að hugsa 60-80.000 hugsanir daglega. Það er gríðarleg orkuframleiðsla. Krónískir ofhugsarar hugsa jafnvel margfalt fleiri hugsanir á hverjum degi en hinn venjulegi meðalhugsari. Oft eru þessar hugsanir einnig neikvæðar sem gerir vandann meiri. Óheilbrigt hugarfar er ein af meginrótum þreytu, orkuleysis og vanlíðunar, sérstaklega ofhugsanir. Ef hugsanirnar eru alltaf á miljón, alltof margar, alltof hraðar og jafnvel neikvæðar, þá er þetta eins og að vera í stöðugri erfiðisvinnu í hausnum á sér alla daga allan daginn. Hver hugsun er orka og öll orkan þín fer í allar þessar endalausu hugsanir og þú átt þá enga orku eftir. Ofhugsarar glíma einnig oft við svefnleysi eða óheilbrigðan svefn. Þeir ná ekki að róa hugann og þar með koma ró á orkuna sína sem er mikilvægt til að ná að sofna og sofa vel. Jafnvel þótt líkaminn liggi kyrr upp í rúmi, ef hugsanirnar eru á fullri ferð í allar áttir þá er orkan okkar á fullri ferð í allar áttir líka. Allt er orka. Orkan okkar hverju sinni stýrir lífsgæðum okkar, líðan okkar og heilsu. Er orkan þín full af ófriði, streitu, kvíða, ótta, reiði, þreytu eða jafnvel hatri? Eða er orkan þín full af friði, ró, kærleika, gleði, frelsi, von, trú og trausti? Þú hefur val. Þú getur umbreytt orkunni þinni og þar með líðan þinni. Orkan þín samanstendur af hugsunum þínum, því sem þú trúir í hjarta þínu og því sem þú segir. Með því að breyta þessu getur þú breytt orkunni þinni. Rót ofhugsana er óheilbrigð ábyrgð. Að trúa því í hjarta sínu að maður beri ábyrgð á öllu mögulegu og ómögulegu. Trúa jafnvel því að maður verði að bjarga öllu og öllum. Að maður sé bjargvætturinn mikli. Að maður beri ábyrgð á tilfinningum annarra, að ekkert slæmt gerist, að öllum líði vel, osfrv. Dæmi: Trú: „Ég ber ábyrgð á því að ekkert slæmt gerist“ Afleiðing þessa eru stanslausar ofhugsanir um allt það slæma sem mögulega gæti gerst, og hvernig þú myndir bregðast við því hverju sinni til að afstýra því að það slæma myndi gerast. Af því að innst inni ertu að reyna að axla þessa ábyrgð. En engin manneskja getur axlað slíka ábyrgð. Fyrir utan það að það eru lítil takmörk fyrir því sem getur gerst. Enginn getur fyrirséð allt slíkt og verið þannig ,,undirbúinn undir það“. Fólk á það samt sem áður til að slíta sér út við að reyna. Þetta er mikið álag. Annað dæmi er einstaklingur sem trúir því að hann beri ábyrgð á að ,,öllum líði vel“. Hann verður afar meðvirkur með tilfinningum annarra og hugsar stanslaust um líðan annarra og forðast í lengstu lög allt það sem gæti látið öðrum líða illa eða verið óþægilegt. Hann fær ofhugsanir um hvernig hinum og þessum myndi líða ef hann myndi gera eða segja þetta eða hitt. Hann lætur síðan stjórnast af eigin ofhugsunum og ályktunum um hugsanleg tilfinningaviðbrögð annarra við eigin hegðun. Viðkomandi gefur frá sér frelsið sitt og gefur tilfinningum annarra vald yfir lífi sínu. Óheilbrigð ábyrgð getur verið mjög þung byrði að bera og er aldrei gagnleg. Lausnin? Að öðlast heilbrigða ábyrgð og vinna með eigið hugarfar. Fyrsta skrefið er að endurskilgreina eigin ábyrgð. Á hverju ber ég ábyrgð raunverulega? Hafðu það einfalt. Mér. Börnunum mínum ef þau eru enn börn. Hundinum mínum. Punktur. Þú berð ekki ábyrgð á fullorðnum börnum þínum. Þú berð ekki ábyrgð á barnabörnunum. Foreldrarnir bera þá ábyrgð. Þú berð ekki ábyrgð á öðru fullorðnu fólki og hvað þá þeirra tilfinningum eða hugsunum. Hver manneskja ber ábyrgð á sjálfri sér. Vá þvílíkur léttir og frelsi og friður í hugann. :) Gangi þér vel. Höfundur er dáleiðari og fyrirlesari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Pálsdóttir Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ofhugsun, þráhyggja, áhyggjur, of margar hugsanir of hraðar hugsanir, neikvæðar hugsanir...‘ Er þvottavélin á yfirsnúningi? Þegar kemur að lífsgæðum okkar, almennu heilbrigði og líðan er lykilatriði að gefa hugsunum okkar ríkan gaum. Já, þú þarft að hugsa um hvað þú ert að hugsa! Hver hugsun er orka. Við erum að hugsa 60-80.000 hugsanir daglega. Það er gríðarleg orkuframleiðsla. Krónískir ofhugsarar hugsa jafnvel margfalt fleiri hugsanir á hverjum degi en hinn venjulegi meðalhugsari. Oft eru þessar hugsanir einnig neikvæðar sem gerir vandann meiri. Óheilbrigt hugarfar er ein af meginrótum þreytu, orkuleysis og vanlíðunar, sérstaklega ofhugsanir. Ef hugsanirnar eru alltaf á miljón, alltof margar, alltof hraðar og jafnvel neikvæðar, þá er þetta eins og að vera í stöðugri erfiðisvinnu í hausnum á sér alla daga allan daginn. Hver hugsun er orka og öll orkan þín fer í allar þessar endalausu hugsanir og þú átt þá enga orku eftir. Ofhugsarar glíma einnig oft við svefnleysi eða óheilbrigðan svefn. Þeir ná ekki að róa hugann og þar með koma ró á orkuna sína sem er mikilvægt til að ná að sofna og sofa vel. Jafnvel þótt líkaminn liggi kyrr upp í rúmi, ef hugsanirnar eru á fullri ferð í allar áttir þá er orkan okkar á fullri ferð í allar áttir líka. Allt er orka. Orkan okkar hverju sinni stýrir lífsgæðum okkar, líðan okkar og heilsu. Er orkan þín full af ófriði, streitu, kvíða, ótta, reiði, þreytu eða jafnvel hatri? Eða er orkan þín full af friði, ró, kærleika, gleði, frelsi, von, trú og trausti? Þú hefur val. Þú getur umbreytt orkunni þinni og þar með líðan þinni. Orkan þín samanstendur af hugsunum þínum, því sem þú trúir í hjarta þínu og því sem þú segir. Með því að breyta þessu getur þú breytt orkunni þinni. Rót ofhugsana er óheilbrigð ábyrgð. Að trúa því í hjarta sínu að maður beri ábyrgð á öllu mögulegu og ómögulegu. Trúa jafnvel því að maður verði að bjarga öllu og öllum. Að maður sé bjargvætturinn mikli. Að maður beri ábyrgð á tilfinningum annarra, að ekkert slæmt gerist, að öllum líði vel, osfrv. Dæmi: Trú: „Ég ber ábyrgð á því að ekkert slæmt gerist“ Afleiðing þessa eru stanslausar ofhugsanir um allt það slæma sem mögulega gæti gerst, og hvernig þú myndir bregðast við því hverju sinni til að afstýra því að það slæma myndi gerast. Af því að innst inni ertu að reyna að axla þessa ábyrgð. En engin manneskja getur axlað slíka ábyrgð. Fyrir utan það að það eru lítil takmörk fyrir því sem getur gerst. Enginn getur fyrirséð allt slíkt og verið þannig ,,undirbúinn undir það“. Fólk á það samt sem áður til að slíta sér út við að reyna. Þetta er mikið álag. Annað dæmi er einstaklingur sem trúir því að hann beri ábyrgð á að ,,öllum líði vel“. Hann verður afar meðvirkur með tilfinningum annarra og hugsar stanslaust um líðan annarra og forðast í lengstu lög allt það sem gæti látið öðrum líða illa eða verið óþægilegt. Hann fær ofhugsanir um hvernig hinum og þessum myndi líða ef hann myndi gera eða segja þetta eða hitt. Hann lætur síðan stjórnast af eigin ofhugsunum og ályktunum um hugsanleg tilfinningaviðbrögð annarra við eigin hegðun. Viðkomandi gefur frá sér frelsið sitt og gefur tilfinningum annarra vald yfir lífi sínu. Óheilbrigð ábyrgð getur verið mjög þung byrði að bera og er aldrei gagnleg. Lausnin? Að öðlast heilbrigða ábyrgð og vinna með eigið hugarfar. Fyrsta skrefið er að endurskilgreina eigin ábyrgð. Á hverju ber ég ábyrgð raunverulega? Hafðu það einfalt. Mér. Börnunum mínum ef þau eru enn börn. Hundinum mínum. Punktur. Þú berð ekki ábyrgð á fullorðnum börnum þínum. Þú berð ekki ábyrgð á barnabörnunum. Foreldrarnir bera þá ábyrgð. Þú berð ekki ábyrgð á öðru fullorðnu fólki og hvað þá þeirra tilfinningum eða hugsunum. Hver manneskja ber ábyrgð á sjálfri sér. Vá þvílíkur léttir og frelsi og friður í hugann. :) Gangi þér vel. Höfundur er dáleiðari og fyrirlesari.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun