Ráðstefna um þjóðarátak í húsnæðismálum Ámundi Loftsson skrifar 24. september 2024 15:33 Tillaga til Alþingis, sveitarfélaga, verkalýðforystu og annarra sem láta sig húsnæðismál varða. Ástand húsnæðismála á Íslandi hefur lengi verið í ólestri og fer ört versnandi. Mikill fjöldi fólks mun því að óbreyttu búa áfram við óviðunandi aðstæður. Óþarfi er að draga hér upp sérstaka mynd af stöðu þessara mála. Við vitum öll að ástand þeirra er okkur öllum til skammar. Það vantar heildarstefnu í húsnæðismálum. Hér er því lögð fram eftirfarandi tillaga til Alþingis, sveitarstjórna, verkalýðsfélaga og allra sem ábyrgð bera á þessum málum og þeirra sem láta sig húsnæðismál varða. Efnt verði til opinnar ráðstefnu um húsnæðismál. Þar verði þau greind þaula og í framhaldi unnar tillögur um framtíðarskipan þeirra. Ráðstefnan fái allan þann tíma sem málefnið þarfnast. Boðun hennar verði auglýst í fjölmiðlum og þannig tryggt að allir sem eitthvað telja sig hafa til málanna að leggja komist þar að með skoðanir sínar og tillögur. Marka verður nýja stefnu um landnýtingu, skipulags- og lóðamál, byggingareglur, viðmið og tilgang fasteignagjalda, lánamál og hvaðeina annað, – allt sem nöfnum tjáir að nefna. Öðru fremur verður þetta verkefni að byggja á því að þörfin fyrir húsnæði til heimilishalds er ekki efnahagsleg meinsemd. Það eru mannréttindi að eiga heimili. Allt mælir með því að kjörnir fulltrúar og almenningur taki höndum saman og komist að niðurstöðu sem víðtæk sátt yrði um og tafarlaust hrundið í framkvæmd. Allsherjar ráðstefna er þar rökrétt byrjun. Aðild Alþingis, sveitarstjórna og verkalýðshreyfingar að þessu verkefni munu síðan tryggja að samþykktar tillögur ráðstefnunnar verði að veruleika. Höfundur er fyrrverandi sjómaður og bóndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Tillaga til Alþingis, sveitarfélaga, verkalýðforystu og annarra sem láta sig húsnæðismál varða. Ástand húsnæðismála á Íslandi hefur lengi verið í ólestri og fer ört versnandi. Mikill fjöldi fólks mun því að óbreyttu búa áfram við óviðunandi aðstæður. Óþarfi er að draga hér upp sérstaka mynd af stöðu þessara mála. Við vitum öll að ástand þeirra er okkur öllum til skammar. Það vantar heildarstefnu í húsnæðismálum. Hér er því lögð fram eftirfarandi tillaga til Alþingis, sveitarstjórna, verkalýðsfélaga og allra sem ábyrgð bera á þessum málum og þeirra sem láta sig húsnæðismál varða. Efnt verði til opinnar ráðstefnu um húsnæðismál. Þar verði þau greind þaula og í framhaldi unnar tillögur um framtíðarskipan þeirra. Ráðstefnan fái allan þann tíma sem málefnið þarfnast. Boðun hennar verði auglýst í fjölmiðlum og þannig tryggt að allir sem eitthvað telja sig hafa til málanna að leggja komist þar að með skoðanir sínar og tillögur. Marka verður nýja stefnu um landnýtingu, skipulags- og lóðamál, byggingareglur, viðmið og tilgang fasteignagjalda, lánamál og hvaðeina annað, – allt sem nöfnum tjáir að nefna. Öðru fremur verður þetta verkefni að byggja á því að þörfin fyrir húsnæði til heimilishalds er ekki efnahagsleg meinsemd. Það eru mannréttindi að eiga heimili. Allt mælir með því að kjörnir fulltrúar og almenningur taki höndum saman og komist að niðurstöðu sem víðtæk sátt yrði um og tafarlaust hrundið í framkvæmd. Allsherjar ráðstefna er þar rökrétt byrjun. Aðild Alþingis, sveitarstjórna og verkalýðshreyfingar að þessu verkefni munu síðan tryggja að samþykktar tillögur ráðstefnunnar verði að veruleika. Höfundur er fyrrverandi sjómaður og bóndi.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar