„Pep Guardiola eyðilagði fótboltann“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. september 2024 23:16 Áhrif Pep Guardiola á fótboltann verða seint mæld. Skiptar skoðanir eru um ágæti þeirra áhrifa. Alex Pantling - UEFA/UEFA via Getty Images Fyrrum markvörðurinn Tim Howard kennir Pep Guardiola, þjálfara Manchester City, um að hafa eyðilagt fótboltann. Of mikil áhersla sé lögð á knattspyrnu eftir höfði hans um allan heim. Howard var gestur nýrrar bandarískrar útgáfu The Overlap hlaðvarpsins, sem breski miðillinn Sky stendur fyrir. Overlap hefur verið á meðal vinsælli fótboltaþátta heims en kumpánarnir Jamie Carragher, Gary Neville, Ian Wright og Roy Keane hafa verið fastir gestir auk ensku landsliðskonunnar fyrrverandi Jill Scott. Nú hefur bandarískri útgáfu, sem ber heitið It's Called Soccer , verið hleypt af stokkunum og Howard var þar gestur Carraghers og Neville í fyrsta þætti. Umræðan sneri meðal annars að nýjum landsliðsþjálfara Bandaríkjanna, Argentínumanninum Mauricio Pochettino, sem og fráfarandi þjálfara Gregg Berhalter, sem var rekinn í sumar. Howard er öllum hnútum kunnugur en hann tæplega 400 leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir Manchester United og Everton og var landsliðsmarkvörður Bandaríkjanna um árabil, spilaði 117 landsleiki. Tim Howard lék 117 landsleiki fyrir Bandaríkin á árunum 2002 til 2017.vísir/getty „Það sem Gregg Berhalter gerði, ef litið er aftur til minnar kynslóðar, þá var þetta hópur hörkutóla og svo örfárra sem gátu unnið leikina upp á sitt einsdæmi. Hann bjó til trú hjá þessu liði að það gæti spilað góðan bolta fram á við,“ segir Howard um forvera Pochettino í starfi. Fótboltaheimurinn hafi breyst, og ekki endilega til hins betra, síðustu ár. „En það sem gerðist, sem snerti alla, er að Pep Guardiola eyðilagði fótboltann. Hann hafði þau áhrif að allir halda að þeir geti spilað sóknarbolta. Það er ekki þannig, ekki allir geta það. Þrjú lið í heiminum geta gert það vel,“ segir Howard sem vill sjá afturkall til fortíðar. „Þú þarft að vera markviss og ákveðinn. Ef litið er á bestu lið Pochettino, þá voru það tvær þéttar fjögurra manna línur og tveir frammi. Þegar liðin sóttu hratt gerðu þeir það með fjórum leikmönnum sem gátu verið skapandi en það mikilvægasta var að vera þéttir til baka,“ „Ef hann getur fundið þessa markvissu og ákveðni getur hann náð fínum árangri,“ segir Howard í þættinum. Fótbolti Enski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Fleiri fréttir Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Sjá meira
Howard var gestur nýrrar bandarískrar útgáfu The Overlap hlaðvarpsins, sem breski miðillinn Sky stendur fyrir. Overlap hefur verið á meðal vinsælli fótboltaþátta heims en kumpánarnir Jamie Carragher, Gary Neville, Ian Wright og Roy Keane hafa verið fastir gestir auk ensku landsliðskonunnar fyrrverandi Jill Scott. Nú hefur bandarískri útgáfu, sem ber heitið It's Called Soccer , verið hleypt af stokkunum og Howard var þar gestur Carraghers og Neville í fyrsta þætti. Umræðan sneri meðal annars að nýjum landsliðsþjálfara Bandaríkjanna, Argentínumanninum Mauricio Pochettino, sem og fráfarandi þjálfara Gregg Berhalter, sem var rekinn í sumar. Howard er öllum hnútum kunnugur en hann tæplega 400 leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir Manchester United og Everton og var landsliðsmarkvörður Bandaríkjanna um árabil, spilaði 117 landsleiki. Tim Howard lék 117 landsleiki fyrir Bandaríkin á árunum 2002 til 2017.vísir/getty „Það sem Gregg Berhalter gerði, ef litið er aftur til minnar kynslóðar, þá var þetta hópur hörkutóla og svo örfárra sem gátu unnið leikina upp á sitt einsdæmi. Hann bjó til trú hjá þessu liði að það gæti spilað góðan bolta fram á við,“ segir Howard um forvera Pochettino í starfi. Fótboltaheimurinn hafi breyst, og ekki endilega til hins betra, síðustu ár. „En það sem gerðist, sem snerti alla, er að Pep Guardiola eyðilagði fótboltann. Hann hafði þau áhrif að allir halda að þeir geti spilað sóknarbolta. Það er ekki þannig, ekki allir geta það. Þrjú lið í heiminum geta gert það vel,“ segir Howard sem vill sjá afturkall til fortíðar. „Þú þarft að vera markviss og ákveðinn. Ef litið er á bestu lið Pochettino, þá voru það tvær þéttar fjögurra manna línur og tveir frammi. Þegar liðin sóttu hratt gerðu þeir það með fjórum leikmönnum sem gátu verið skapandi en það mikilvægasta var að vera þéttir til baka,“ „Ef hann getur fundið þessa markvissu og ákveðni getur hann náð fínum árangri,“ segir Howard í þættinum.
Fótbolti Enski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Fleiri fréttir Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Sjá meira