Loftárásum ætlað að undirbúa mögulega innrás Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2024 15:59 Herzi Halevi, formaður herforingjaráðs Ísrael, með ísraelskum hermönnum nærri landamærum Líbanon í dag. Ísraelski herinn Herzi Halevi, formaður herforingjaráðs Ísrael, segir að umfangsmiklum loftárásum Ísraela í Líbanon undanfarna daga sé bæði ætlað að grafa undan mætti Hezbollah og að leggja grunninn að mögulegri innrás í sunnanvert landið. Halevi samþykkti á dögunum aðgerðaáætlun fyrir árásir á Líbanon en ráðherra og herforingjar hafa kallað eftir innrás. Halevi ávarpaði hermenn í norðanverðu Ísrael í dag þar sem hann sagði þeim að hlusta á dyninn í herþotunum yfir þeim. „Við höfum gert árásir í allan dag. Þetta er bæði til að undirbúa mögulega innrás ykkar og til að grafa undan Hezbollah,“ sagði hann samkvæmt AP fréttaveitunni. Hann sagði einnig að Hezbollah hefðu í morgun gert árás lengra inn í Ísrael en áður og að seinna í dag yrði þeirri árás svarað. Hezbollah skaut í dag skotflaug að Tel Aviv í fyrsta sinn. Skotflaugar kallast á ensku „Ballistic missile“ og þær virka á þann veg að þeim er skotið hátt upp í gufuhvolfið og sprengjuoddar þeirra falla svo hratt til jarðar og er erfitt að skjóta þá niður. Ísraelum tókst það þó og er skotflaugin ekki sögð hafa valdið mannfalli né miklu tjóni. Umfangsmiklar árásir Ísraela á Líbanon undanfarna daga hafa kostað minnst 560 manns lífið. Sjá einnig: Enn einn leiðtogi Hezbollah felldur Halevi gaf einnig í skyn að innrás væri í vændum, svo hægt væri að tryggja að fólk sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín í norðanverðu Ísrael vegna eldflaugaárása Hezbollah á undanförnum mánuðum geti snúið aftur heim. Fyrr í dag gaf ísraelski herinn það út að verið væri að kalla út tvö stórfylki af varaliðsmönnum og þeir yrðu sendir til Norður-Ísrael. Þetta væri svo áðurnefnt fólk gæti snúið aftur til síns heima í norðurhluta landsins. Frá jarðarför tveggja af leiðtogum Hezbollah í Beirút í morgun. Ísraelar hafa fellt marga af leiðtogum samtakanna á undanförnum dögum og jafnvel mánuðum.AP/Hassan Ammar Hafa rifist um innrás Undanfarna daga hafa háværar umræður átt sér stað innan ríkisstjórnar Benjamíns Netanjahú og á öðrum stigum ísraelskra stjórnvalda um stöðuna í norðanverðu landinu. Þar hafa sjötíu þúsund manns ekki getað snúið til síns heima, vegna linnulausra eldflauga- og drónaárása frá Hezbollah í Líbanon. Netanjahú hefur sagt að umfangsmiklar breytingar þurfi á stöðunni á landamærunum við Líbanon og hefur komið til tals að gera innrás í suðurhluta Líbanon og reka vígamenn Hezbollah til norðurs. Sjá einnig: Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Hezbollah-samtökin eru þó talin mun öflugri en Hamas, en bæði samtökin njóta stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran. Vígamenn Hezbollah, sem taldir eru skipta þúsundum og vera tiltölulega vel þjálfaðir og reynslumiklir eftir langvarandi þátttöku í átökum í Sýrlandi, eru taldir sitja á tugum þúsunda eldflauga og annarskonar hergagna. Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Íran Hryðjuverkastarfsemi Hernaður Tengdar fréttir Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Erindrekar frá Íran hafa komið að viðræðum milli yfirvalda í Rússlandi og Húta í Jemen, sem vilja fá háþróaðar eldflaugar frá Rússum til að sökkva skipum á Rauðahafi. Hútar hafa gert ítrekaðar árásir á skip á svæðinu og óttast er að umræddar eldflaugar gætu aukið getu þeirra til muna. 25. september 2024 10:15 Sakar Hezbollah um að leiða Líbanon „að hyldýpinu“ Ísraelsher hélt árásum sínum á skotmörk í suðurhluta Líbanon áfram í nótt og í morgun en 569 eru sagðir hafa látið lífið í aðgerðunum hingað til, þar á meðal 50 börn. 25. september 2024 06:40 Halda árásum áfram og beina sjónum að eldflaugastæðum Hezbollah Ísraelsher hefur haldið loftárásum sínum á Líbanon áfram í nótt eftir harðar árásir gærdagsins þar sem um 500 eru sagðir hafa látist og um 1.600 særst. 24. september 2024 06:30 Segir að Hezbollah muni skilja skilaboðin Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir meðlimi ríkisstjórnar sinnar staðráðna að gera íbúum Norður-Ísrael kleift að snúa aftur til síns heima. Að leiðtogar Hezbollah muni fljótt átta sig á stöðunni, eftir árásir sem þeir hefðu ekki getað ímyndað sér fyrir nokkrum dögum. 22. september 2024 15:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Halevi ávarpaði hermenn í norðanverðu Ísrael í dag þar sem hann sagði þeim að hlusta á dyninn í herþotunum yfir þeim. „Við höfum gert árásir í allan dag. Þetta er bæði til að undirbúa mögulega innrás ykkar og til að grafa undan Hezbollah,“ sagði hann samkvæmt AP fréttaveitunni. Hann sagði einnig að Hezbollah hefðu í morgun gert árás lengra inn í Ísrael en áður og að seinna í dag yrði þeirri árás svarað. Hezbollah skaut í dag skotflaug að Tel Aviv í fyrsta sinn. Skotflaugar kallast á ensku „Ballistic missile“ og þær virka á þann veg að þeim er skotið hátt upp í gufuhvolfið og sprengjuoddar þeirra falla svo hratt til jarðar og er erfitt að skjóta þá niður. Ísraelum tókst það þó og er skotflaugin ekki sögð hafa valdið mannfalli né miklu tjóni. Umfangsmiklar árásir Ísraela á Líbanon undanfarna daga hafa kostað minnst 560 manns lífið. Sjá einnig: Enn einn leiðtogi Hezbollah felldur Halevi gaf einnig í skyn að innrás væri í vændum, svo hægt væri að tryggja að fólk sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín í norðanverðu Ísrael vegna eldflaugaárása Hezbollah á undanförnum mánuðum geti snúið aftur heim. Fyrr í dag gaf ísraelski herinn það út að verið væri að kalla út tvö stórfylki af varaliðsmönnum og þeir yrðu sendir til Norður-Ísrael. Þetta væri svo áðurnefnt fólk gæti snúið aftur til síns heima í norðurhluta landsins. Frá jarðarför tveggja af leiðtogum Hezbollah í Beirút í morgun. Ísraelar hafa fellt marga af leiðtogum samtakanna á undanförnum dögum og jafnvel mánuðum.AP/Hassan Ammar Hafa rifist um innrás Undanfarna daga hafa háværar umræður átt sér stað innan ríkisstjórnar Benjamíns Netanjahú og á öðrum stigum ísraelskra stjórnvalda um stöðuna í norðanverðu landinu. Þar hafa sjötíu þúsund manns ekki getað snúið til síns heima, vegna linnulausra eldflauga- og drónaárása frá Hezbollah í Líbanon. Netanjahú hefur sagt að umfangsmiklar breytingar þurfi á stöðunni á landamærunum við Líbanon og hefur komið til tals að gera innrás í suðurhluta Líbanon og reka vígamenn Hezbollah til norðurs. Sjá einnig: Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Hezbollah-samtökin eru þó talin mun öflugri en Hamas, en bæði samtökin njóta stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran. Vígamenn Hezbollah, sem taldir eru skipta þúsundum og vera tiltölulega vel þjálfaðir og reynslumiklir eftir langvarandi þátttöku í átökum í Sýrlandi, eru taldir sitja á tugum þúsunda eldflauga og annarskonar hergagna.
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Íran Hryðjuverkastarfsemi Hernaður Tengdar fréttir Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Erindrekar frá Íran hafa komið að viðræðum milli yfirvalda í Rússlandi og Húta í Jemen, sem vilja fá háþróaðar eldflaugar frá Rússum til að sökkva skipum á Rauðahafi. Hútar hafa gert ítrekaðar árásir á skip á svæðinu og óttast er að umræddar eldflaugar gætu aukið getu þeirra til muna. 25. september 2024 10:15 Sakar Hezbollah um að leiða Líbanon „að hyldýpinu“ Ísraelsher hélt árásum sínum á skotmörk í suðurhluta Líbanon áfram í nótt og í morgun en 569 eru sagðir hafa látið lífið í aðgerðunum hingað til, þar á meðal 50 börn. 25. september 2024 06:40 Halda árásum áfram og beina sjónum að eldflaugastæðum Hezbollah Ísraelsher hefur haldið loftárásum sínum á Líbanon áfram í nótt eftir harðar árásir gærdagsins þar sem um 500 eru sagðir hafa látist og um 1.600 særst. 24. september 2024 06:30 Segir að Hezbollah muni skilja skilaboðin Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir meðlimi ríkisstjórnar sinnar staðráðna að gera íbúum Norður-Ísrael kleift að snúa aftur til síns heima. Að leiðtogar Hezbollah muni fljótt átta sig á stöðunni, eftir árásir sem þeir hefðu ekki getað ímyndað sér fyrir nokkrum dögum. 22. september 2024 15:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Erindrekar frá Íran hafa komið að viðræðum milli yfirvalda í Rússlandi og Húta í Jemen, sem vilja fá háþróaðar eldflaugar frá Rússum til að sökkva skipum á Rauðahafi. Hútar hafa gert ítrekaðar árásir á skip á svæðinu og óttast er að umræddar eldflaugar gætu aukið getu þeirra til muna. 25. september 2024 10:15
Sakar Hezbollah um að leiða Líbanon „að hyldýpinu“ Ísraelsher hélt árásum sínum á skotmörk í suðurhluta Líbanon áfram í nótt og í morgun en 569 eru sagðir hafa látið lífið í aðgerðunum hingað til, þar á meðal 50 börn. 25. september 2024 06:40
Halda árásum áfram og beina sjónum að eldflaugastæðum Hezbollah Ísraelsher hefur haldið loftárásum sínum á Líbanon áfram í nótt eftir harðar árásir gærdagsins þar sem um 500 eru sagðir hafa látist og um 1.600 særst. 24. september 2024 06:30
Segir að Hezbollah muni skilja skilaboðin Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir meðlimi ríkisstjórnar sinnar staðráðna að gera íbúum Norður-Ísrael kleift að snúa aftur til síns heima. Að leiðtogar Hezbollah muni fljótt átta sig á stöðunni, eftir árásir sem þeir hefðu ekki getað ímyndað sér fyrir nokkrum dögum. 22. september 2024 15:02