Sönderjyske sá sér leik á borði og hvíldi nokkra lykilmenn framan af leik þar sem Ishöj er ekki hátt skrifað í danska boltanum. Miðvörðurinn Daníel Leó Grétarsson var til að mynda ekki í hóp og Kristall Máni hóf leik á bekknum.
Það kom því heldur betur á óvart þegar heimamenn komust yfir á 36. mínútu en það reyndist eina mark fyrri hálfleiks. Gestirnir jöfnuðu metin í upphafi þess síðari og Kristall Máni kom svo inn af bekknum á 64. mínútu. Aðeins tveimur mínútum hafði hann komið sínum mönnum yfir.
Undir lok leiks bætti Sönderjyske við þriðja markinu og sem betur fer þar sem Ishöj minnkaði muninn í uppbótartíma. Lokatölur 2-3 og Íslendingaliðið komið áfram í næstu umferð.
Vi er videre til 1/8-finalerne i Oddset Pokalen ⏭️🏆
— Sønderjyske Fodbold (@SJFodbold) September 25, 2024
⚽️ Lirim Qamili
⚽️ Kristall Ingason
⚽️ Mads Agger pic.twitter.com/FzG2j36Q0G
Þá kom Mikael Anderson inn af bekknum síðustu 20 mínúturnar eða svo þegar AGF vann 2-0 útisigur á nágrannaliði sínu VSK Aarhus.