Sýknaður eftir meira en 50 ár á dauðadeild Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. september 2024 08:49 Hakamada í göngutúr á dögunum. AP/Kyodo News Iwao Hakamada, sem dæmdur var til dauða í Japan árið 1968, hefur verið formlega sýknaður. Enginn í heiminum hefur setið lengur á dauðadeild en Hakamada. Hakamada var ákærður fyrir og fundinn sekur um að hafa myrt yfirmann sinn, eiginkonu hans og tvö börn þeirra á táningsaldri. Hann var ekki viðstaddur þegar hann var loksins sýknaður, þar sem hann þjáist nú af andlegum veikindum sökum þess að vera vistaður á dauðadeild í meira en hálfa öld. Lík fórnarlambanna fundust þegar tilkynnt var um eldsvoða á heimili þeirra árið 1966. Öll höfðu verið stungin til bana. Hakamada, fyrrverandi boxari sem starfaði í miso-verksmiðju undir stjórn mannsins, var handtekinn. Hideko Hakamada, systir Iwao, tók við heiðursbelti japanskra boxsamtaka árið 2014, eftir að bróðir hennar var látinn laus.Getty/Corbis/Hitoshi Yamada Yfirvöld sökuðu Hakamada um að hafa myrt fjölskylduna, kveikt í heimili þeirra og stolið um það bil 200 þúsund jenum í reiðufé. Hakamada sagðist saklaus en játaði síðar eftir barsmíðar og yfirheyrslur sem stundum vöruðu í allt að tólf tíma. Föt sem fundust í tanki af miso um það bil ári eftir morðin urðu til þess að Hakamadu var fundinn sekur. Dómarinn Hiroaki Murayama komst hins vegar að þeirri niðurstöðu árið 2014 að fötin hefðu ekki tilheyrt Hakamada og að yfirvöld hefðu líklega komið sönnunargögnunum fyrir. Hakamada var látinn laus 2014 og hefur síðan verið í umsjá systur sinnar, sem er 91 árs. Frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar hafa aðeins fimm einstaklingar á dauðadeild í Japan fengið mál sín tekin upp. Japan er eitt fárra ríkja þar sem dauðadómar eru enn við lýði og þá búa dæmdir við þann veruleika að fá aðeins nokkurra klukkustunda viðvörun áður en þeir eru hengdir. Japan Erlend sakamál Dauðarefsingar Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Hakamada var ákærður fyrir og fundinn sekur um að hafa myrt yfirmann sinn, eiginkonu hans og tvö börn þeirra á táningsaldri. Hann var ekki viðstaddur þegar hann var loksins sýknaður, þar sem hann þjáist nú af andlegum veikindum sökum þess að vera vistaður á dauðadeild í meira en hálfa öld. Lík fórnarlambanna fundust þegar tilkynnt var um eldsvoða á heimili þeirra árið 1966. Öll höfðu verið stungin til bana. Hakamada, fyrrverandi boxari sem starfaði í miso-verksmiðju undir stjórn mannsins, var handtekinn. Hideko Hakamada, systir Iwao, tók við heiðursbelti japanskra boxsamtaka árið 2014, eftir að bróðir hennar var látinn laus.Getty/Corbis/Hitoshi Yamada Yfirvöld sökuðu Hakamada um að hafa myrt fjölskylduna, kveikt í heimili þeirra og stolið um það bil 200 þúsund jenum í reiðufé. Hakamada sagðist saklaus en játaði síðar eftir barsmíðar og yfirheyrslur sem stundum vöruðu í allt að tólf tíma. Föt sem fundust í tanki af miso um það bil ári eftir morðin urðu til þess að Hakamadu var fundinn sekur. Dómarinn Hiroaki Murayama komst hins vegar að þeirri niðurstöðu árið 2014 að fötin hefðu ekki tilheyrt Hakamada og að yfirvöld hefðu líklega komið sönnunargögnunum fyrir. Hakamada var látinn laus 2014 og hefur síðan verið í umsjá systur sinnar, sem er 91 árs. Frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar hafa aðeins fimm einstaklingar á dauðadeild í Japan fengið mál sín tekin upp. Japan er eitt fárra ríkja þar sem dauðadómar eru enn við lýði og þá búa dæmdir við þann veruleika að fá aðeins nokkurra klukkustunda viðvörun áður en þeir eru hengdir.
Japan Erlend sakamál Dauðarefsingar Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira