Sextán ára dómur fyrir manndráp í Drangahrauni stendur Jón Þór Stefánsson skrifar 26. september 2024 15:07 Maciej Jakub Talik kom fyrir Héraðsdóm Reykjaness síðasta haust klæddur bol með áletruninni „welcome to gangland“ sem mætti þýða „velkomin í land gengjanna“. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest sextán ára fangelsisdóm Maciej Jakub Talik fyrir að verða herbergisfélaga sínum, Jaroslaw Kaminski, að bana í Drangahrauni í Hafnarfirði sumarið 2023. Honum var gert að greiða þrjár og hálfa milljón króna í áfrýjunarkostnað. Maciej var gefið að sök að svipta Jaroslaw, meðleigjenda sinn, lífi aðfaranótt þjóðhátíðardagsins 17. júní árið 2023. Hann hafi stungið hann fimm sinnum með hnífi í höfuð, háls og búk, en samkvæmt ákæru lét Jaroslaw lífið vegna áverka á hjarta. Landsréttur sagði Maciej eiga sér engar málsbætur sem geti haft þýðingu við úrlausn málsins. Honum hafði í héraði verið gert að greiða tveimur aðstandenum hins látna samtals tæplega fjörutíu milljónir króna. Landsréttur staðfesti þær upphæðir. Sjá einnig: Ekki fallist á neyðarvörn og Talik dæmdur í sextán ára fangelsi Fyrir dómi viðurkenndi Maciej að hafa stungið Jaroslaw, en neitaði sök og bar fyrir sig að um sjálfsvörn hefði verið að ræða. Þó sagðist hann taka hvaða refsingu sem er, en gagnrýndi málatilbúnað lögreglu. „Eitt sem ég get ekki tekið undir er að lögreglan hafi snúið málinu við svo það væri eins og ég hefði drepið hann eins og rottu.“ Þeir tveir hafi farið út á lífið í Hafnarfirði kvöldið örlagaríka og verið fram á morgun. Þegar þeir hafi komið heim hafi Maciej verið ákveðinn og sagt að hann myndi ekki greiða honum umfram það sem þeir höfðu samið um í leigu. „Hann var með hníf í hendinni, ég veit ekki hvaðan hann kom, við fórum að hrinda hvor öðrum. Ég veit ekki hvernig ég náði hnífnum af honum eða hvort hann hafi misst hann. Ég stakk hann.“ Hann sagðist hafa orðið mjög hræddur eftir að hafa stungið meðleigjenda sinn ítrekað. Hann hafi flúið íbúðina og athugað hvort honum væri veitt eftirför. „Ég var rosa hræddur og vissi ekki hvað ég átti að gera. Ég hef aldrei verið svona hræddur.“ „Fyrst drep ég hann svo hengi ég mig“ Á meðal gagna málsins voru skilaboð sem Maciej sendi vini sínum sama kvöld. Þar hótaði hann að myrða Jaroslaw. „Þessi vitleysingur, fyrst drep ég hann svo hengi ég mig,“ stóð í umræddum skilaboðum. Hann sagðist oft hafa sent skilaboð sem þessi úti í Póllandi. Hann hefði ekkert meint með þeim. „Ég var pirraður út í Jaroslaw en ég vildi ekki drepa hann. Ég var rosalega stressaður, ég hef aldrei verið með svona mikið adrenalín.“ Fréttin var uppfærð eftir að dómur Landsréttar var birtur. Manndráp í Drangahrauni Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Maciej var gefið að sök að svipta Jaroslaw, meðleigjenda sinn, lífi aðfaranótt þjóðhátíðardagsins 17. júní árið 2023. Hann hafi stungið hann fimm sinnum með hnífi í höfuð, háls og búk, en samkvæmt ákæru lét Jaroslaw lífið vegna áverka á hjarta. Landsréttur sagði Maciej eiga sér engar málsbætur sem geti haft þýðingu við úrlausn málsins. Honum hafði í héraði verið gert að greiða tveimur aðstandenum hins látna samtals tæplega fjörutíu milljónir króna. Landsréttur staðfesti þær upphæðir. Sjá einnig: Ekki fallist á neyðarvörn og Talik dæmdur í sextán ára fangelsi Fyrir dómi viðurkenndi Maciej að hafa stungið Jaroslaw, en neitaði sök og bar fyrir sig að um sjálfsvörn hefði verið að ræða. Þó sagðist hann taka hvaða refsingu sem er, en gagnrýndi málatilbúnað lögreglu. „Eitt sem ég get ekki tekið undir er að lögreglan hafi snúið málinu við svo það væri eins og ég hefði drepið hann eins og rottu.“ Þeir tveir hafi farið út á lífið í Hafnarfirði kvöldið örlagaríka og verið fram á morgun. Þegar þeir hafi komið heim hafi Maciej verið ákveðinn og sagt að hann myndi ekki greiða honum umfram það sem þeir höfðu samið um í leigu. „Hann var með hníf í hendinni, ég veit ekki hvaðan hann kom, við fórum að hrinda hvor öðrum. Ég veit ekki hvernig ég náði hnífnum af honum eða hvort hann hafi misst hann. Ég stakk hann.“ Hann sagðist hafa orðið mjög hræddur eftir að hafa stungið meðleigjenda sinn ítrekað. Hann hafi flúið íbúðina og athugað hvort honum væri veitt eftirför. „Ég var rosa hræddur og vissi ekki hvað ég átti að gera. Ég hef aldrei verið svona hræddur.“ „Fyrst drep ég hann svo hengi ég mig“ Á meðal gagna málsins voru skilaboð sem Maciej sendi vini sínum sama kvöld. Þar hótaði hann að myrða Jaroslaw. „Þessi vitleysingur, fyrst drep ég hann svo hengi ég mig,“ stóð í umræddum skilaboðum. Hann sagðist oft hafa sent skilaboð sem þessi úti í Póllandi. Hann hefði ekkert meint með þeim. „Ég var pirraður út í Jaroslaw en ég vildi ekki drepa hann. Ég var rosalega stressaður, ég hef aldrei verið með svona mikið adrenalín.“ Fréttin var uppfærð eftir að dómur Landsréttar var birtur.
Manndráp í Drangahrauni Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent