Hvar er fótspor stjórnvalda gegn vinnumansali? Þorbjörrg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 27. september 2024 07:30 Tugir ef ekki hundruð erlendra starfsmanna eru lokkuð til landsins á fölskum forsendum. Síðan er þetta fólk svikið um umsamin og boðleg laun. Það býr í óboðlegu húsnæði en borgar fyrir það himinháa leigu. Þessar fréttir varða okkur sem neytendur og sem hluti af samfélagi. Og stjórnvöld verða að láta sig ömurleg og alvarleg afbrot eins og þessi sig varða. Hvar er skýr tónn ríkisstjórnarinnar sjálfrar um að þessi brot á íslenskum landslögum verði ekki liðin? Um að menn og fyrirtæki sæti ábyrgð sem brjóta svona gegn fólki? Hvers vegna heyrum við ekki afdráttarlausa yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að menn ætli sér að ná tökum á svona brotastarfsemi? Þessi fyrirtæki brjóta um leið gegn heilbrigðri samkeppni á markaði. Heilbrigðar leikreglur eru virtar að vettugi. Í fyrra starfi sem saksóknari sat ég einu sinni ráðstefnu erlendis þar sem vinnumansal var til umfjöllunar. Þar var sögð saga af norskum stjórnvöldum sem fóru í aðgerðir meðvituð t.d. um hlutverk sitt sem stórkaupandi á vöru og þjónustu. Meðvituð um að fótspor þeirra á markaði hefur áhrif. Og meðvituð um að skilaboð skipta máli. Stórir aðilar sem smáir eiga að hlusta á þessi sorglegu viðtöl við fólk sem birtust í Kveik. Fólk sem hingað kom til að vinna en var svikið. Við eigum að gera meira en bara að vera meðvituð. Við tölum gjarnan um fótspor okkar sem neytendur, við gerum kröfur um að matvara sé framleidd á viðunandi hátt. Fyrirtæki og fólk kolefnisjafnar alls konar kaup. Við hlustum á boðskap um umhverfisvænan ferðamáta. Við viljum boðlegar aðstæður dýra í matvælaiðnaði. Að eggið sem við borðum komi frá hamingjusamri hænu. Það er í þessu samhengi algerlega galið og óþolandi ef lægsti punkturinn er framkoma við fólk, þolendur mansals. Það eru sex ár liðin frá því að ríkisstjórnin boðaði aðgerðir. Lítið gerðist af hálfu stjórnvalda síðan. Og allt eftirlit til að gæta hagsmuna almennings og neytenda er litið hornauga af ríkisstjórninni. Skilaboð ríkisstjórnarinnar núna um að brot hafi afleiðingar er algjört fyrsta skref. Algjör lágmarkskrafa. Höfundur er þingkona Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mansal Húsnæðismál Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Tugir ef ekki hundruð erlendra starfsmanna eru lokkuð til landsins á fölskum forsendum. Síðan er þetta fólk svikið um umsamin og boðleg laun. Það býr í óboðlegu húsnæði en borgar fyrir það himinháa leigu. Þessar fréttir varða okkur sem neytendur og sem hluti af samfélagi. Og stjórnvöld verða að láta sig ömurleg og alvarleg afbrot eins og þessi sig varða. Hvar er skýr tónn ríkisstjórnarinnar sjálfrar um að þessi brot á íslenskum landslögum verði ekki liðin? Um að menn og fyrirtæki sæti ábyrgð sem brjóta svona gegn fólki? Hvers vegna heyrum við ekki afdráttarlausa yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að menn ætli sér að ná tökum á svona brotastarfsemi? Þessi fyrirtæki brjóta um leið gegn heilbrigðri samkeppni á markaði. Heilbrigðar leikreglur eru virtar að vettugi. Í fyrra starfi sem saksóknari sat ég einu sinni ráðstefnu erlendis þar sem vinnumansal var til umfjöllunar. Þar var sögð saga af norskum stjórnvöldum sem fóru í aðgerðir meðvituð t.d. um hlutverk sitt sem stórkaupandi á vöru og þjónustu. Meðvituð um að fótspor þeirra á markaði hefur áhrif. Og meðvituð um að skilaboð skipta máli. Stórir aðilar sem smáir eiga að hlusta á þessi sorglegu viðtöl við fólk sem birtust í Kveik. Fólk sem hingað kom til að vinna en var svikið. Við eigum að gera meira en bara að vera meðvituð. Við tölum gjarnan um fótspor okkar sem neytendur, við gerum kröfur um að matvara sé framleidd á viðunandi hátt. Fyrirtæki og fólk kolefnisjafnar alls konar kaup. Við hlustum á boðskap um umhverfisvænan ferðamáta. Við viljum boðlegar aðstæður dýra í matvælaiðnaði. Að eggið sem við borðum komi frá hamingjusamri hænu. Það er í þessu samhengi algerlega galið og óþolandi ef lægsti punkturinn er framkoma við fólk, þolendur mansals. Það eru sex ár liðin frá því að ríkisstjórnin boðaði aðgerðir. Lítið gerðist af hálfu stjórnvalda síðan. Og allt eftirlit til að gæta hagsmuna almennings og neytenda er litið hornauga af ríkisstjórninni. Skilaboð ríkisstjórnarinnar núna um að brot hafi afleiðingar er algjört fyrsta skref. Algjör lágmarkskrafa. Höfundur er þingkona Viðreisnar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun