Segir Vinstri græn ekki styðja frekari breytingar á útlendingalögum Lovísa Arnardóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 26. september 2024 23:09 Svandís Svavarsdóttir gaf það út í vikunni að hún býður sig fram til formanns Vinstri grænna. Landsfundur flokksins fer fram þarnæstu helgi. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segir að búið sé að gera nóg af breytingum á útlendingalögunum og að flokknum hugnist ekki lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur. Útlendingalögunum var breytt bæði við þinglok í vor og í fyrra. Dómsmálaráðherra hefur boðað frekari breytingar á lögunum í þingmálaskrá ríkisstjórnar. Í þingmálaskrá er fjallað um nokkur frumvörp er snerta útlendingalögin. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, fjallaði í stefnuræðu sinni á Alþingi í september um mikilvægi þess að ná utan um útlendingamálin. Sjá einnig: Tækifæri til að sammælast um breytingar á stjórnarskránni „Þau eru mjög erfið, og hafa verið það og munu vera það,“ sagði Svandís um útlendingamálin í Samtalinu hjá Heimi Má Péturssyni á Vísi og Stöð 2 í dag. Hún sagðist taka undir orð Guðmundar Inga Guðbrandssonar, formanns flokksins, um að það þurfi ekki frekari breytingar á útlendingalögunum. Þó svo að slíkar breytingar séu á þingmálaskrá þá sé komið nóg. Ekki erindi á þingið „Ég tel ekki að slík frumvörp eigi erindi inn í þingið,“ segir Svandís um frumvörp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögunum. Breytingarnar fjalla annars vegar um breytingar í takt við löggjöf annarra Evrópuríkja og hins vegar um það sem kallað er á ensku detention center, eða lokað búsetuúrræði eins og dómsmálaráðherra hefur kallað það. Detention center er líka þýtt sem varðhaldsbúðir í orðabók. Sjá einnig: Ráðherrar tala út og suður um útlendingamál „Við höfum ekki fallist á þetta sjónarmið og höfum ekki viljað breytingar í þá veru að koma hér á laggirnar lokuðu búsetuúrræði,“ segir Svandís. Það sé ekki á stefnuskrá Vinstri grænna. Þau leggi frekar áherslu á inngildingu í samfélagið og að tryggja betri aðkomu og þátttöku innflytjenda í samfélaginu. Svandís segir það miklu meira viðfangsefnið að ræða þennan stóra hóp sem er hér á landi en fólk hafi verið fast í því að ræða hælisleitendur, sem sé lítið brot af þeim sem eru til umræðu. „Við höfum ekki áformað að taka þátt í frekari breytingum á útlendingalögum.“ Hægt er að horfa á viðtalið við Svandísi í heild sinni hér að ofan. Samtalið sem fjallað er um hér að ofan á sér stað í kringum 29. mínútu þáttarins. Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Hælisleitendur Tengdar fréttir Svandís Svavarsdóttir mætir í Samtalið Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra mætir í Samtalið hjá Heimi Má í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan tvö í dag. Hún býður sig fram til embættis formanns Vinstri grænna fyrir landsfund flokksins í næstu viku þar sem liggur fyrir tillaga um að slíta stjórnarsamstarfinu. 26. september 2024 10:12 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Sjá meira
Í þingmálaskrá er fjallað um nokkur frumvörp er snerta útlendingalögin. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, fjallaði í stefnuræðu sinni á Alþingi í september um mikilvægi þess að ná utan um útlendingamálin. Sjá einnig: Tækifæri til að sammælast um breytingar á stjórnarskránni „Þau eru mjög erfið, og hafa verið það og munu vera það,“ sagði Svandís um útlendingamálin í Samtalinu hjá Heimi Má Péturssyni á Vísi og Stöð 2 í dag. Hún sagðist taka undir orð Guðmundar Inga Guðbrandssonar, formanns flokksins, um að það þurfi ekki frekari breytingar á útlendingalögunum. Þó svo að slíkar breytingar séu á þingmálaskrá þá sé komið nóg. Ekki erindi á þingið „Ég tel ekki að slík frumvörp eigi erindi inn í þingið,“ segir Svandís um frumvörp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögunum. Breytingarnar fjalla annars vegar um breytingar í takt við löggjöf annarra Evrópuríkja og hins vegar um það sem kallað er á ensku detention center, eða lokað búsetuúrræði eins og dómsmálaráðherra hefur kallað það. Detention center er líka þýtt sem varðhaldsbúðir í orðabók. Sjá einnig: Ráðherrar tala út og suður um útlendingamál „Við höfum ekki fallist á þetta sjónarmið og höfum ekki viljað breytingar í þá veru að koma hér á laggirnar lokuðu búsetuúrræði,“ segir Svandís. Það sé ekki á stefnuskrá Vinstri grænna. Þau leggi frekar áherslu á inngildingu í samfélagið og að tryggja betri aðkomu og þátttöku innflytjenda í samfélaginu. Svandís segir það miklu meira viðfangsefnið að ræða þennan stóra hóp sem er hér á landi en fólk hafi verið fast í því að ræða hælisleitendur, sem sé lítið brot af þeim sem eru til umræðu. „Við höfum ekki áformað að taka þátt í frekari breytingum á útlendingalögum.“ Hægt er að horfa á viðtalið við Svandísi í heild sinni hér að ofan. Samtalið sem fjallað er um hér að ofan á sér stað í kringum 29. mínútu þáttarins.
Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Hælisleitendur Tengdar fréttir Svandís Svavarsdóttir mætir í Samtalið Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra mætir í Samtalið hjá Heimi Má í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan tvö í dag. Hún býður sig fram til embættis formanns Vinstri grænna fyrir landsfund flokksins í næstu viku þar sem liggur fyrir tillaga um að slíta stjórnarsamstarfinu. 26. september 2024 10:12 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir mætir í Samtalið Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra mætir í Samtalið hjá Heimi Má í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan tvö í dag. Hún býður sig fram til embættis formanns Vinstri grænna fyrir landsfund flokksins í næstu viku þar sem liggur fyrir tillaga um að slíta stjórnarsamstarfinu. 26. september 2024 10:12