Segir Vinstri græn ekki styðja frekari breytingar á útlendingalögum Lovísa Arnardóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 26. september 2024 23:09 Svandís Svavarsdóttir gaf það út í vikunni að hún býður sig fram til formanns Vinstri grænna. Landsfundur flokksins fer fram þarnæstu helgi. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segir að búið sé að gera nóg af breytingum á útlendingalögunum og að flokknum hugnist ekki lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur. Útlendingalögunum var breytt bæði við þinglok í vor og í fyrra. Dómsmálaráðherra hefur boðað frekari breytingar á lögunum í þingmálaskrá ríkisstjórnar. Í þingmálaskrá er fjallað um nokkur frumvörp er snerta útlendingalögin. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, fjallaði í stefnuræðu sinni á Alþingi í september um mikilvægi þess að ná utan um útlendingamálin. Sjá einnig: Tækifæri til að sammælast um breytingar á stjórnarskránni „Þau eru mjög erfið, og hafa verið það og munu vera það,“ sagði Svandís um útlendingamálin í Samtalinu hjá Heimi Má Péturssyni á Vísi og Stöð 2 í dag. Hún sagðist taka undir orð Guðmundar Inga Guðbrandssonar, formanns flokksins, um að það þurfi ekki frekari breytingar á útlendingalögunum. Þó svo að slíkar breytingar séu á þingmálaskrá þá sé komið nóg. Ekki erindi á þingið „Ég tel ekki að slík frumvörp eigi erindi inn í þingið,“ segir Svandís um frumvörp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögunum. Breytingarnar fjalla annars vegar um breytingar í takt við löggjöf annarra Evrópuríkja og hins vegar um það sem kallað er á ensku detention center, eða lokað búsetuúrræði eins og dómsmálaráðherra hefur kallað það. Detention center er líka þýtt sem varðhaldsbúðir í orðabók. Sjá einnig: Ráðherrar tala út og suður um útlendingamál „Við höfum ekki fallist á þetta sjónarmið og höfum ekki viljað breytingar í þá veru að koma hér á laggirnar lokuðu búsetuúrræði,“ segir Svandís. Það sé ekki á stefnuskrá Vinstri grænna. Þau leggi frekar áherslu á inngildingu í samfélagið og að tryggja betri aðkomu og þátttöku innflytjenda í samfélaginu. Svandís segir það miklu meira viðfangsefnið að ræða þennan stóra hóp sem er hér á landi en fólk hafi verið fast í því að ræða hælisleitendur, sem sé lítið brot af þeim sem eru til umræðu. „Við höfum ekki áformað að taka þátt í frekari breytingum á útlendingalögum.“ Hægt er að horfa á viðtalið við Svandísi í heild sinni hér að ofan. Samtalið sem fjallað er um hér að ofan á sér stað í kringum 29. mínútu þáttarins. Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Hælisleitendur Tengdar fréttir Svandís Svavarsdóttir mætir í Samtalið Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra mætir í Samtalið hjá Heimi Má í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan tvö í dag. Hún býður sig fram til embættis formanns Vinstri grænna fyrir landsfund flokksins í næstu viku þar sem liggur fyrir tillaga um að slíta stjórnarsamstarfinu. 26. september 2024 10:12 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Í þingmálaskrá er fjallað um nokkur frumvörp er snerta útlendingalögin. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, fjallaði í stefnuræðu sinni á Alþingi í september um mikilvægi þess að ná utan um útlendingamálin. Sjá einnig: Tækifæri til að sammælast um breytingar á stjórnarskránni „Þau eru mjög erfið, og hafa verið það og munu vera það,“ sagði Svandís um útlendingamálin í Samtalinu hjá Heimi Má Péturssyni á Vísi og Stöð 2 í dag. Hún sagðist taka undir orð Guðmundar Inga Guðbrandssonar, formanns flokksins, um að það þurfi ekki frekari breytingar á útlendingalögunum. Þó svo að slíkar breytingar séu á þingmálaskrá þá sé komið nóg. Ekki erindi á þingið „Ég tel ekki að slík frumvörp eigi erindi inn í þingið,“ segir Svandís um frumvörp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögunum. Breytingarnar fjalla annars vegar um breytingar í takt við löggjöf annarra Evrópuríkja og hins vegar um það sem kallað er á ensku detention center, eða lokað búsetuúrræði eins og dómsmálaráðherra hefur kallað það. Detention center er líka þýtt sem varðhaldsbúðir í orðabók. Sjá einnig: Ráðherrar tala út og suður um útlendingamál „Við höfum ekki fallist á þetta sjónarmið og höfum ekki viljað breytingar í þá veru að koma hér á laggirnar lokuðu búsetuúrræði,“ segir Svandís. Það sé ekki á stefnuskrá Vinstri grænna. Þau leggi frekar áherslu á inngildingu í samfélagið og að tryggja betri aðkomu og þátttöku innflytjenda í samfélaginu. Svandís segir það miklu meira viðfangsefnið að ræða þennan stóra hóp sem er hér á landi en fólk hafi verið fast í því að ræða hælisleitendur, sem sé lítið brot af þeim sem eru til umræðu. „Við höfum ekki áformað að taka þátt í frekari breytingum á útlendingalögum.“ Hægt er að horfa á viðtalið við Svandísi í heild sinni hér að ofan. Samtalið sem fjallað er um hér að ofan á sér stað í kringum 29. mínútu þáttarins.
Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Hælisleitendur Tengdar fréttir Svandís Svavarsdóttir mætir í Samtalið Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra mætir í Samtalið hjá Heimi Má í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan tvö í dag. Hún býður sig fram til embættis formanns Vinstri grænna fyrir landsfund flokksins í næstu viku þar sem liggur fyrir tillaga um að slíta stjórnarsamstarfinu. 26. september 2024 10:12 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir mætir í Samtalið Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra mætir í Samtalið hjá Heimi Má í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan tvö í dag. Hún býður sig fram til embættis formanns Vinstri grænna fyrir landsfund flokksins í næstu viku þar sem liggur fyrir tillaga um að slíta stjórnarsamstarfinu. 26. september 2024 10:12