Fótbolti

Virtist ætla að vaða í sam­herja sinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fyrirliðinn Henderson var ekki sáttur með framherjann og lét hann heyra það.
Fyrirliðinn Henderson var ekki sáttur með framherjann og lét hann heyra það. Peter Lous/Getty Images

Jordan Henderson, samherji Kristians Nökkva Hlynssonar hjá Ajax, virtist ætla að vaða í framherja liðsins Bertrand Traoré þegar Ajax vann Besiktas örugglega í Evrópudeildinni í knattspyrnu á fimmtudag.

Traoré tapaði boltanum á stað sem fyrirliðinn Henderson var allt annað en sáttur með. Hann lét framherjann heyra það og á endanum þurftu liðsfélagar þeirra að stíga inn í svo Henderson myndi ekki hreinlega vaða í Traoré.

Í viðtali eftir leik gerði Henderson lítið úr atvikinu og sagði þetta ávallt hafa verið hluta af sínum leik.

„Ef þú hefðir séð mig spila í gegnum árin þá veistu að þetta er eðlilegt. Þetta var ekki ógnandi hegðun, þetta er fótbolti. Við viljum vinna leiki og halda áfram að bæta okkur sem lið. Stundum fer eitthvað á milli manna en það er jákvætt og heldur mönnum á tánum,“ sagði Henderson.

Ajax vann leikinn örugglega 4-0 þar sem Traoré lagði upp eitt markanna og var svo tekinn af velli þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Skömmu áður hafði Kristian Nökkvi komið inn af bekknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×