„Verðmæti fólgin í því að halda Reykjanesbraut opinni“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. september 2024 12:17 Mikið margmenni safnaðist saman við Reykjanesbrautina þegar að síðasta eldgos varð. Vísir/Vilhelm Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi á jöfnum hraða. Verkfræðingur í innviðahópi almannavarna segir mikilvægt að undirbúa sig fyrir það að mögulega muni hraun renna yfir Reykjanesbrautina og í átt að Vogum. Mikil verðmæti séu fólgin í því að halda brautinni opinni. Hildur María Friðriksdóttir, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að landris undir Svartsengi hafi verið mjög stöðugt síðustu vikur en nú hafa safnast um 6,5 milljón rúmmetrar af kviku í kvikuhólfinu. Allt sé með kyrrum kjörum á svæðinu, minniháttar skjálftavirkni í Fagradalsfjalli og við Kleifarvatn og má búast við rólegum októbermánuði á svæðinu að sögn Hildar. „Hver dagur þar telur“ Á Upplýsingafundi í Vogum á fimmtudaginn var meðal annars ræddur möguleikinn á að reisa varnargarða við bæinn og við Reykjanesbrautina til að verjast hraunflæði frá næsta gosi eða gosum á svæðinu. Ari Guðmundsson, verkfræðingur hjá Verkís á sæti í innviðahóp almannavarna og sat á fundinum. Hann segir ólíklegt að hraun flæði alla leið að Vogum en að mikilvægt sé að vera undirbúin fyrir allar mögulegar sviðsmyndir. „Árið 2021 var innviðahópurinn að skoða varnir við Voga og þá voru settar línur um lítinn garð upp við Voga en þá var hugmyndin að hleypa hraunflæði niður í sjó en nú er það þannig að það eru töluverð verðmæti fólgin í því að halda Reykjanesbraut opinni, hver dagur þar telur.“ Varnargarðar við Reykjanesbraut frábrugðnir öðrum Hann tekur fram að það sé vandkvæðum bundið að reisa varnargarða fyrir sunnan Reykjanesbrautina og að þeir yrðu frábrugðnir þeim sem búið er að reisa við Grindavík og Svartsengi. Hann segir að niðurstöðu um hvað verði gert megi vænta frá hópnum á næstu vikum. „Í Grindavík erum við með svokallaða leiðigarða og þar er mun hentugra að leiða hraunið og breyta stefnu hraunsins og leið það til sjávar. Þarna erum við ekki með það, við erum ekki með sömu sviðsmynd, við erum að stífla og nýta þessa rýmd fyrir innan. Við höfum verið að sjá að þetta er að fara norðar en það eru raunverulega jafnar líkur á því að það komi upp næsti atburður þarna sunnan megin eða norðan megin. Við verðum að búa okkur undir það að það gæti komið upp þarna norðan megin og með þessum afleiðingum.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Hildur María Friðriksdóttir, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að landris undir Svartsengi hafi verið mjög stöðugt síðustu vikur en nú hafa safnast um 6,5 milljón rúmmetrar af kviku í kvikuhólfinu. Allt sé með kyrrum kjörum á svæðinu, minniháttar skjálftavirkni í Fagradalsfjalli og við Kleifarvatn og má búast við rólegum októbermánuði á svæðinu að sögn Hildar. „Hver dagur þar telur“ Á Upplýsingafundi í Vogum á fimmtudaginn var meðal annars ræddur möguleikinn á að reisa varnargarða við bæinn og við Reykjanesbrautina til að verjast hraunflæði frá næsta gosi eða gosum á svæðinu. Ari Guðmundsson, verkfræðingur hjá Verkís á sæti í innviðahóp almannavarna og sat á fundinum. Hann segir ólíklegt að hraun flæði alla leið að Vogum en að mikilvægt sé að vera undirbúin fyrir allar mögulegar sviðsmyndir. „Árið 2021 var innviðahópurinn að skoða varnir við Voga og þá voru settar línur um lítinn garð upp við Voga en þá var hugmyndin að hleypa hraunflæði niður í sjó en nú er það þannig að það eru töluverð verðmæti fólgin í því að halda Reykjanesbraut opinni, hver dagur þar telur.“ Varnargarðar við Reykjanesbraut frábrugðnir öðrum Hann tekur fram að það sé vandkvæðum bundið að reisa varnargarða fyrir sunnan Reykjanesbrautina og að þeir yrðu frábrugðnir þeim sem búið er að reisa við Grindavík og Svartsengi. Hann segir að niðurstöðu um hvað verði gert megi vænta frá hópnum á næstu vikum. „Í Grindavík erum við með svokallaða leiðigarða og þar er mun hentugra að leiða hraunið og breyta stefnu hraunsins og leið það til sjávar. Þarna erum við ekki með það, við erum ekki með sömu sviðsmynd, við erum að stífla og nýta þessa rýmd fyrir innan. Við höfum verið að sjá að þetta er að fara norðar en það eru raunverulega jafnar líkur á því að það komi upp næsti atburður þarna sunnan megin eða norðan megin. Við verðum að búa okkur undir það að það gæti komið upp þarna norðan megin og með þessum afleiðingum.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira