Við leitum viðbragða formanns Viðreisnar í beinni og eins verður rætt við prófessor í stjórnmálafræði sem rýnir í kosingaveturinn.
Þá hittum við unga fjölskyldu sem hefur beðið eftir hlutdeilarláni síðan í apríl. Fjármagnið hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er á þrotum og ekkert bólar á þeirri viðbót sem ríkisstjórnin hefur lofað.
Spennan fyrir botni Miðjarðarhafs eykst enn eftir að leiðtogi Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna féll í loftárásum Ísrael í nótt. Íranir hafa lýst yfir stuðningi við samtökin líkt og Hútar og Hamas.
Við kíkjum á uppsetningu Ávaxtakörfunnar í Hveragerði og á Laufskálarétt í Skagafirði, stærstu stóðréttir landsins.
Í sportpakkanum kíkjum við á Bestudeildar-leiki dagsins og hitum upp fyrir upphaf körfuboltatímabilsins.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.