Innlent

Fundur sem ræður úr­slitum hafinn

Árni Sæberg skrifar
Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Arnar

Fundur samninganefnda Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, SFV, hófst laust eftir klukkan 13. Nái aðilar ekki saman á fundinum mun Efling hefja verkfallsaðgerðir á hjúkrunarheimilum.

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hótaði viðsemjendum sínum í kjaradeilu starfsfólks á hjúkrunarheimilum verkfalli, næðist ekki sátt á fundi aðila í dag, í samtali við Vísi um helgina.

Til lítils að sitja við borðið ef engar lausnir eru lagðar til

Fundarhöld hófust milli Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu eftir að sumarfrí en Efling vísaði deilunni til ríkissáttasemjara þar sem aðilum varð lítið ágengt á tveim.

„Samninganefnd Eflingar átti síðan fund í gær þar sem við tókum ákvörðun um að ef ekki kæmi fram raunveruleg lausn á þeim vanda sem við höfum verið að benda á, á hverjum einasta fundi, væri til lítils að sitja við samningaborðið. Við myndum því hefja næsta leik í þessari vegferð,“ sagði Sólveig Anna.

Hófst örlítið of seint

Þegar Vísir náði tali af Sólveigu Önnu um klukkan 13:10 var fundur dagsins ekki enn hafinn en hann átti að hefjast klukkan 13.

Sólveig Anna sagði fundinn í þann mund að hefjast og að hún vissi ekki hversu lengi mætti búast við að hann standi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×