1,5 milljarða gjaldþrot og Landsbankinn fékk varla krónu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. september 2024 13:35 Landsbankinn var svo til eini kröfuhafinn í þrotabúið. Vísir/Vilhelm Gjaldþrot Blikastaða ehf. sem áður var byggingafélag sem bar heitið Gissur og Pálmi ehf. nam einum og hálfum milljarði króna. Svo til ekkert fékkst upp í kröfur í búið sem komu nær eingöngu frá viðskiptabanka félagsins, Landsbankanum. Félagið var úrskuðað gjaldþrota sumarið 2014 og var skiptum í búið lokið í október 2024. Tilkynning um skiptalok er birt í Lögbirtingablaðinu í dag. Jóhannes Ásgeirsson skiptastjóri segir að handvömm hafi orðið við birtingu auglýsingarinnar sem nú sé loks komin í loftið. Heildarkröfur í þrotabúið námu einum milljarði og 476 milljónum króna. Þrjár milljónir fengust greiddar upp í kröfurnar. Jóhannes segir kröfuna svo til eingöngu hafa verið frá viðskiptabanka félagsins, Landsbankanum. Gissur Rafn Jóhannsson og Pálmi Ásmundsson áttu hvor um sig 37 prósent hlut í félaginu og Ásdís Halldórsdóttir og Gyða Þórðardóttir 13 prósent. Í síðasta ársreikningi félagsins, fyrir árið 2012, kom fram að eigið fé í árslok var neikvætt um 1,4 milljarð króna. „Í kjölfar falls íslensku bankanna haustið 2008 hefur algjör stöðnun ríkt á bygginga- og fasteignamarkaði í kjölfarið,“ segir í ábendingum endurskoðanda í ársreikningnum. Byggingastarfssemi félagsins og dótturfélaga var stöðvuð við fall bankanna haustið 2008 þegar sköpuðust óvenjulegar og sérstakar aðstæður á íslenskum fjármálamarkaði. Í framhaldi af því hefði fjárhagsstaða félagsins versnað vegna mikillar veikingar íslensku krónunnar þar sem skuldir við lánastofnanir voru að stærstum hluta í erlendri mynt. „Þrátt fyrir lækkun lána um 1.753 mkr árinu 2011 vegna endurútreiknings þá er eigið fé félagsins neikvætt um 1.470 milljónir króna í árslok 2012. Lánasamningar hafa gjaldfallið á árunum 2010 til 2012. Náist ekki að endurfjármagna félagið, þ.m.t. með niðurfellingu skulda, verður það ekki rekstrarhæft. Fyrirtækið er í samningaviðræðum við viðskiptabanka sinn um framtíð þess.“ Tap Blikastaða árið 2012 nam 268 milljónum króna. Stjórn sagði óvissu um áframhaldandi rekstur félagsins sem var svo úrskurðað gjaldþrota árið 2014. Gjaldþrot Byggingariðnaður Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Félagið var úrskuðað gjaldþrota sumarið 2014 og var skiptum í búið lokið í október 2024. Tilkynning um skiptalok er birt í Lögbirtingablaðinu í dag. Jóhannes Ásgeirsson skiptastjóri segir að handvömm hafi orðið við birtingu auglýsingarinnar sem nú sé loks komin í loftið. Heildarkröfur í þrotabúið námu einum milljarði og 476 milljónum króna. Þrjár milljónir fengust greiddar upp í kröfurnar. Jóhannes segir kröfuna svo til eingöngu hafa verið frá viðskiptabanka félagsins, Landsbankanum. Gissur Rafn Jóhannsson og Pálmi Ásmundsson áttu hvor um sig 37 prósent hlut í félaginu og Ásdís Halldórsdóttir og Gyða Þórðardóttir 13 prósent. Í síðasta ársreikningi félagsins, fyrir árið 2012, kom fram að eigið fé í árslok var neikvætt um 1,4 milljarð króna. „Í kjölfar falls íslensku bankanna haustið 2008 hefur algjör stöðnun ríkt á bygginga- og fasteignamarkaði í kjölfarið,“ segir í ábendingum endurskoðanda í ársreikningnum. Byggingastarfssemi félagsins og dótturfélaga var stöðvuð við fall bankanna haustið 2008 þegar sköpuðust óvenjulegar og sérstakar aðstæður á íslenskum fjármálamarkaði. Í framhaldi af því hefði fjárhagsstaða félagsins versnað vegna mikillar veikingar íslensku krónunnar þar sem skuldir við lánastofnanir voru að stærstum hluta í erlendri mynt. „Þrátt fyrir lækkun lána um 1.753 mkr árinu 2011 vegna endurútreiknings þá er eigið fé félagsins neikvætt um 1.470 milljónir króna í árslok 2012. Lánasamningar hafa gjaldfallið á árunum 2010 til 2012. Náist ekki að endurfjármagna félagið, þ.m.t. með niðurfellingu skulda, verður það ekki rekstrarhæft. Fyrirtækið er í samningaviðræðum við viðskiptabanka sinn um framtíð þess.“ Tap Blikastaða árið 2012 nam 268 milljónum króna. Stjórn sagði óvissu um áframhaldandi rekstur félagsins sem var svo úrskurðað gjaldþrota árið 2014.
Gjaldþrot Byggingariðnaður Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira