Lilja meiddist í leik Íslands í Tékklandi um liðna helgi. Þetta staðfesti Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals og faðir Lilju, í samtali við Handbolti.is
Íslandsmeistarar Vals mæta Fram í stórleik næstu umferðar Olís-deildar kvenna, bæði lið hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína á tímabilinu. Þaðan heldur Valur til Litáen þar sem það spilar tvo leiki við Zalgaris Kaunas í Evrópubikarkeppni kvenna.
Lilja missir af þeim leikjum sem og leikjum Vals gegn Haukum, Gróttu og Stjörnunni.