Versta byrjun í sögu efstu deildar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. september 2024 22:30 Leikmenn Vejle hafa ekki haft margar ástæður til að fagna á leiktíðinni. Vejle Á sunnudagskvöld vann FC Kaupmannahöfn 2-1 útisigur á Vejle. Það var 10. tap Vejle í röð í efstu deild danska fótboltans. Tapið þýðir að Vejle á nú metið yfir slökustu byrjun í sögu efstu deildar þar í landi. Vejle stóð sig með prýði á síðustu leiktíð og þökk sé frábærum endasprett hélt liðið sæti sínu í deildinni. Sumarið reyndist liðinu erfitt þar sem FC Kaupmannahöfn festi kaup á Nathan Trott, markverði liðsins sem var jafnframt valinn besti markvörður deildarinnar. Þá missti liðið stjörnuframherja sinn en FC Kaupmannahöfn keypti einnig German Onugkha eftir að Orri Steinn Óskarsson var seldur til Real Sociedad fyrir metfé. Liðið hefur byrjað skelfilega og þrátt fyrir að standa í mörgum liðum, þar á meðal FCK um liðna helgi, er staðreyndin sú að liðið hefur nú tapað 10 deildarleikjum í röð. Danski miðillinn Bold greinir frá því að aldrei nokkurn tímann hafi lið í efstu deild byrjað tímabil svo illa. Vejle og B93 áttu saman metið yfir verstu byrjun í sögu deildarinnar en tímabilið 2006-07 fékk Vejle eitt stig úr fyrstu tíu leikjum sínum í deildinni. Sömu sögu varað segja af B93 tímabilið 98-99. Til að bæta gráu ofan á svart tapaði Vejle einnig gegn C-deildarliði Bronshöj í dönsku bikarkeppninni. Vejles sæsonstart er Superligaens dårligste nogensinde https://t.co/FsuTAmE3oZ— Bold (@bolddk) September 30, 2024 Vejle situr sem fastast á botni efstu deildar enda án stiga. Þar fyrir ofan eru Sævar Atli Magnússon og félagar í Lyngby með 7 stig. Íslendingalið Sönderjyske með Daníel Leó Grétarsson og Kristal Mána Ingason er þar fyrir ofan með 8 stig á meðan Nóel Atli Arnórsson og liðsfélagar í Álaborg eru með 12 stig í 9. sæti. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Sjá meira
Vejle stóð sig með prýði á síðustu leiktíð og þökk sé frábærum endasprett hélt liðið sæti sínu í deildinni. Sumarið reyndist liðinu erfitt þar sem FC Kaupmannahöfn festi kaup á Nathan Trott, markverði liðsins sem var jafnframt valinn besti markvörður deildarinnar. Þá missti liðið stjörnuframherja sinn en FC Kaupmannahöfn keypti einnig German Onugkha eftir að Orri Steinn Óskarsson var seldur til Real Sociedad fyrir metfé. Liðið hefur byrjað skelfilega og þrátt fyrir að standa í mörgum liðum, þar á meðal FCK um liðna helgi, er staðreyndin sú að liðið hefur nú tapað 10 deildarleikjum í röð. Danski miðillinn Bold greinir frá því að aldrei nokkurn tímann hafi lið í efstu deild byrjað tímabil svo illa. Vejle og B93 áttu saman metið yfir verstu byrjun í sögu deildarinnar en tímabilið 2006-07 fékk Vejle eitt stig úr fyrstu tíu leikjum sínum í deildinni. Sömu sögu varað segja af B93 tímabilið 98-99. Til að bæta gráu ofan á svart tapaði Vejle einnig gegn C-deildarliði Bronshöj í dönsku bikarkeppninni. Vejles sæsonstart er Superligaens dårligste nogensinde https://t.co/FsuTAmE3oZ— Bold (@bolddk) September 30, 2024 Vejle situr sem fastast á botni efstu deildar enda án stiga. Þar fyrir ofan eru Sævar Atli Magnússon og félagar í Lyngby með 7 stig. Íslendingalið Sönderjyske með Daníel Leó Grétarsson og Kristal Mána Ingason er þar fyrir ofan með 8 stig á meðan Nóel Atli Arnórsson og liðsfélagar í Álaborg eru með 12 stig í 9. sæti.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Sjá meira