Innlent

Flogið yfir Goðabungu eftir stóra skjálftann

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Útsýnið úr flugvél Ragnars yfrir Goðabungu er ekkert annað en stórkostlegt.
Útsýnið úr flugvél Ragnars yfrir Goðabungu er ekkert annað en stórkostlegt. RAX

Jarðskjálfti að stærð 3,7 reið yfir í Mýrdalsjökli snemma í morgun. Skjálftinn átti upptök sín um 6,4 kílómetra norðaustur af Goðabungu og er sá stærsti sem mælst hefur í jöklinum á þessu ári.

Örfáum mínútum síðar mældist annar skjálfti, öllu minni. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er lítið hægt að lesa í atburðinn, og ekki sé tilefni til að hafa áhyggjur. 

Allt var í það minnsta með kyrrum kjörum við Goðabungu þegar Ragnar Axelsson ljósmyndari flaug þar yfir í dag og náði þessum myndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×