Viðskipti innlent

Úr kirkjunni í brúna hjá Herjólfi

Árni Sæberg skrifar
Ólafur Jóhann ræddi við fréttamann þegar hann hélt Liverpool-messu árið 2019.
Ólafur Jóhann ræddi við fréttamann þegar hann hélt Liverpool-messu árið 2019. Vísir

Séra Ólafur Jóhann Borgþórsson, sem þjónað hefur Seljakirkju og Lindakirkju, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Herjólfs ohf.. 

Þetta kemur fram í tölvubréfi til annarra umsækjenda um starf framkvæmdastjóra, sem losnaði þegar Hörður Orri Grettisson, fráfarandi framkvæmdastjóri, var ráðinn fjármálastjóri eldisfyrirtækisins Laxeyjar í Vestmannaeyjum.

Í bréfinu segir að auglýsing um starfið hafi fengið frábær viðbrögð og margar góðar umsóknir hafi borist. Eftir mat á umsóknum, viðtöl við valda umsækjendur og umsagnaraðila hafi stjórn Herjólfs ákveðið að ráða Ólaf Jóhann.

Ólafur Jóhann hefur verið vinsæll prestur í þeim kirkjum sem hann hefur þjónað. Hann var lengst af í Seljakirkju en færði sig nýverið yfir í Lindakirkju. Hann vakti mikla athygli árið 2019 þegar hann hélt sérstaka Liverpool-messu í Seljakirkju.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×