Innlent

Vita af tíu Ís­lendingum í Ísrael

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Að minnsta kosti tvö hundruð skotflaugum var skotið frá Íran að Ísrael í dag.
Að minnsta kosti tvö hundruð skotflaugum var skotið frá Íran að Ísrael í dag. AP

Borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins er kunnugt um allt að tíu íslendinga í Ísrael, og hefur ræðismaður Íslands þar í landi verið í sambandi við hópinn að undanförnu. Utanríkisráðuneytið vill koma þeim tilmælum til Íslendinga sem kunna að vera á svæðinu að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins ef aðstoðar er þörf.

Þetta segir Ægir Þór Eysteinsson fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins.

Hann segir að enginn hafi óskað eftir neyðaraðstoð enn sem komið er. Verði það gert, muni ráðuneytið gera allt sem í þeirra valdi stendur til að aðstoða.

Að minnsta kosti tvö hundruð skotflaugum var skotið að Ísrael frá Íran í dag. Viðvörunarlúðrar ómuðu víðsvegar í Ísrael og er útlit fyrir að þó nokkrar þeirra hafi náð í gegnum loftvarnir Ísraela og brak úr mörgum féll til jarðar.


Tengdar fréttir

Minnst sex látnir í skotárás í Tel Avív

Að minnsta kosti sex eru látnir og níu særðir eftir skotárás í Jaffa-hverfinu í Tel Avív í Ísrael. Þó nokkrir þeirra særðu eru í bráðri lífshættu. Árásin hófst rétt áður en að umfangsmikil loftárás Írana hófst á fimmta tímanum í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×