Ríkiseftirlit með öllum börnum Þorlákur Axel Jónsson skrifar 1. október 2024 22:01 Frjálst fólk á ekki að vera undir stöðugu eftirliti ríkisins. Það á að geta lifað lífi sínu í samfélagi með öðru fólki án þess að athafnir þess, skoðanir eða eiginleikar séu skráð hjá einhverri ríkisstofnun. Sem betur fer tryggja stjórnarskráin og landslög frelsi okkar undan slíku eftirliti enda engin þörf á því í lýðræðissamfélagi okkar. Eða hvað segir ráðherrann Ásmundur Einar Daðason um það? Ríki og sveitarfélög hafa kynnt áform um allsherjar eftirlit með öllum börnum og unglingum. Fylgst verður með frá blautu barnsbeini hvernig andlegum og félagslegum þroska þeirra vindur fram þangað til þau verða sjálfráða, hvort eitthvað fer úrskeiðis að mati ríkisvaldsins og hvernig beri að bregðast við slíkum frávikum. Verkefnið hefur fengið kvenkyns nafn úr goðafræðinni eins og til að ljá því lögmæti með því að tengja það menningarverðmætum þjóðarinnar. Ekki aðeins á að fylgjast með máltöku, námi, læsi og þroska, heldur líka áhugamálum, kynhneigðum, kynhegðun, sjúkdómum barna og unglinga, vímuefnaneyslu og afbrotum. Ætlunin er að tengja hverskyns skráningu ríkisstofnana í eina skrá. Hið alsjáandi auga ríkisvaldsins. Allt er þetta gert á grunni þess sem kalla má læknisfræðilega og verkfræðilega nálgun á skólastarf. Sú sýn ríður nú húsum í umræðu um skólamál. Litið er á nemendur sem sjúklinga (vegna niðurstaðna PISA 2022) og til þess að þeim batni þarf að reikna út hvert inngripið eigi að vera og sálfræðilegar mælingar eiga að sjá um þá útreikninga. Hvað verður um upplýsingarnar þegar móðurinn rennur af því ágæta fólki sem nú ætlar sér að stýra skólastarfi með tölum? Verða þær dregnar fram við nýjar aðstæður og hvert verður þeim miðlað í nafni þess „hindrunarleysis“ sem verkefnið gerir ráð fyrir? Vandi við umræðu um ríkiseftirlitið er að öll eru áformin klædd í orðræðu framsækinnar uppeldisfræði, líka þau sem eru eitthvað allt annað. Talað er um inngildandi menntun þar sem einmitt virðist eiga að endurvekja þá sýn og þá starfshætti sem hugmyndin um skóla fyrir alla var ætlað að afnema. Nýtal af þessu tagi einkennir hugmyndir um allsherjar eftirlit með öllum börnum og unglingum. Líklegt þykir mér að margt af þessum áformum séu beinlínis ólögleg og því verði ekkert af þeim. Óheimilt er að tengja gagnaskrár mismunandi stofnana, stofnanir mega ekki dreifa upplýsingum um allar þorpagrundir, óheimilt er að yfirheyra börn um viðkvæm mál nema með upplýstu samþykki foreldra. Áhugamönnum er óheimilt er að halda sjúkraskrár, líka þeim sem vinna hjá hinu opinbera. Ég efast um að við verðum frjáls með því að gefa ríkisvaldinu allar upplýsingar um okkur og börnin okkar. Ríkiseftirlit tryggir ekki frjálsu fólki farsæld, það verður sjálft að vinna að henni með samfélagi sínu. Höfundur er aðjúnkt við Háskólann á Akureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Frjálst fólk á ekki að vera undir stöðugu eftirliti ríkisins. Það á að geta lifað lífi sínu í samfélagi með öðru fólki án þess að athafnir þess, skoðanir eða eiginleikar séu skráð hjá einhverri ríkisstofnun. Sem betur fer tryggja stjórnarskráin og landslög frelsi okkar undan slíku eftirliti enda engin þörf á því í lýðræðissamfélagi okkar. Eða hvað segir ráðherrann Ásmundur Einar Daðason um það? Ríki og sveitarfélög hafa kynnt áform um allsherjar eftirlit með öllum börnum og unglingum. Fylgst verður með frá blautu barnsbeini hvernig andlegum og félagslegum þroska þeirra vindur fram þangað til þau verða sjálfráða, hvort eitthvað fer úrskeiðis að mati ríkisvaldsins og hvernig beri að bregðast við slíkum frávikum. Verkefnið hefur fengið kvenkyns nafn úr goðafræðinni eins og til að ljá því lögmæti með því að tengja það menningarverðmætum þjóðarinnar. Ekki aðeins á að fylgjast með máltöku, námi, læsi og þroska, heldur líka áhugamálum, kynhneigðum, kynhegðun, sjúkdómum barna og unglinga, vímuefnaneyslu og afbrotum. Ætlunin er að tengja hverskyns skráningu ríkisstofnana í eina skrá. Hið alsjáandi auga ríkisvaldsins. Allt er þetta gert á grunni þess sem kalla má læknisfræðilega og verkfræðilega nálgun á skólastarf. Sú sýn ríður nú húsum í umræðu um skólamál. Litið er á nemendur sem sjúklinga (vegna niðurstaðna PISA 2022) og til þess að þeim batni þarf að reikna út hvert inngripið eigi að vera og sálfræðilegar mælingar eiga að sjá um þá útreikninga. Hvað verður um upplýsingarnar þegar móðurinn rennur af því ágæta fólki sem nú ætlar sér að stýra skólastarfi með tölum? Verða þær dregnar fram við nýjar aðstæður og hvert verður þeim miðlað í nafni þess „hindrunarleysis“ sem verkefnið gerir ráð fyrir? Vandi við umræðu um ríkiseftirlitið er að öll eru áformin klædd í orðræðu framsækinnar uppeldisfræði, líka þau sem eru eitthvað allt annað. Talað er um inngildandi menntun þar sem einmitt virðist eiga að endurvekja þá sýn og þá starfshætti sem hugmyndin um skóla fyrir alla var ætlað að afnema. Nýtal af þessu tagi einkennir hugmyndir um allsherjar eftirlit með öllum börnum og unglingum. Líklegt þykir mér að margt af þessum áformum séu beinlínis ólögleg og því verði ekkert af þeim. Óheimilt er að tengja gagnaskrár mismunandi stofnana, stofnanir mega ekki dreifa upplýsingum um allar þorpagrundir, óheimilt er að yfirheyra börn um viðkvæm mál nema með upplýstu samþykki foreldra. Áhugamönnum er óheimilt er að halda sjúkraskrár, líka þeim sem vinna hjá hinu opinbera. Ég efast um að við verðum frjáls með því að gefa ríkisvaldinu allar upplýsingar um okkur og börnin okkar. Ríkiseftirlit tryggir ekki frjálsu fólki farsæld, það verður sjálft að vinna að henni með samfélagi sínu. Höfundur er aðjúnkt við Háskólann á Akureyri
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun