Staða evrunnar í Evrópusambandinu árið 2024 Jón Frímann Jónsson skrifar 2. október 2024 08:02 Hjörtur J. Guðmundsson skrifaði grein um Evruna hérna á Vísir.is um daginn um evruna. Þessi grein er uppfull af rangfærslum eins og er alltaf raunin með greinar frá andstæðingum Evrópusambandsins. Þar setur hann fram ýmsar fullyrðingar um stöðu evrunnar innan Evrópusambandsins. Enginn af þessum fullyrðingum stenst nánari skoðun. Þetta er eins og annað sem frá honum kemur og öðrum andstæðingum Evrópusambandsins á Íslandi og innan Evrópu. Þeir vilja að Ísland verði eins og Bretland, með lækkandi lífsgæðum, efnahag sem er að sökkva hægt en örugglega. Ónýtum landbúnaði og útflutningi. Íslenska krónan er ónýt og hefur verið það mjög lengi. Háir stýrivextir á Íslandi sýna það mjög vel, ásamt því að allt íslenska krónu hagkerfið er í raun verðtryggt að öllu leiti í dag. Almenningi til böls og endalausra vandamála. Hverning er staðan með evruna innan Evrópusambandsins. Þær þjóðir sem hafa tekið upp evruna sem gjaldmiðil eru ánægðar með þá ákvörðun. Það er rúmlega 79% samkvæmt könnun Eurobarmeter (könnunin er hérna). Í þessari grein sem Hjörtur J. Guðmundsson skrifaði. Þá nefnir hann nokkur ríki. Hérna er staðan raunverulega eins og húna kemur fram í gögnum, ekki einhverjum skálduðum fullyrðingum frá andstæðingum Evrópusambandsins. Helsta ranga fullyrðing sem Hjörtur J. Guðmundsson kom með er að þjóðir kæri sig ekki um evruna. Það er alrangt að hluta til. Í Danmörku og Svíþjóð eru það eldri kynslóðir sem kærðu sig ekki um evruna á sínum tíma í kringum árið 2000. Þær kynslóðir eru óðum að hverfa og skoðanir hafa breyst og eru að breytast. Svona er staðan í þessum ríkjum samkvæmt könnunum. Noregur og Íslandi eru ekki í Evrópusambandinu og því tilgangslaust að tala um evruna hérna. Þar sem það verður aldrei nema í „hvað ef“ atburðarás eins og er. Staðan mun breytast mjög hratt þegar Ísland og Noregur ganga í Evrópusambandið innan nokkura áratuga. Bretland fór úr Evrópusambandinu og á þeim tíma sem þeir voru í Evrópusambandinu þá kenndu þeir evrunni og Evrópusambandinu um þeirra eigin heimatilbúnu vandamál sem á endanum kom Bretlandi úr Evrópusambandinu, sem er í dag að gera Bretland gjaldþrota hægt en örugglega. Svíþjóð. Samkvæmt könnun frá Eurobarmeter (sem ég mun nota hérna), þá voru 55% Svíar með því að Svíþjóð taki upp evruna og 43% á móti. Önnur könnun á sama tíma frá SCB sýnir 46,1% á móti evrunni og 34,4% með því að Svíþjóð taki upp evruna. Þetta er gott dæmi hvernig spurningin mótar svarið. Hægt er að sjá spurninguna hérna (Wikipedia). Kosningin sem Svíþjóð var með árið 2003 um evruna var ekki bindandi en stjórnvöld í Svíþjóð ákváðu að fara eftir henni. Danir eru með undanþágu frá því að taka upp evruna og því miður eru viðhorfin til evrunnar ennþá frekar neikvæð. Ég er ekki alveg viss af hverju svo er en mig grunar að áróður afla sem eru á móti Evrópusambandinu sé hérna um að kenna. Stuðningur við upptöku evrunnar er samt að aukast og er kominn í 34% á móti 58% á móti samkvæmt könnun Eurobarmeter. Hægt er að sjá gögnin hérna (Wikipedia). Notkun á evrunni í Danmörku er orðin mjög útbreidd, sérstaklega í suðurhluta Danmerkur næst landamærunum að Þýskalandi. Margar búðir taka við evrum, gefa til baka í dönskum krónum eða evrum (það fer eftir búðinni). Núverandi ríkisstjórn Danmerkur hefur ekki látið reyna að það að kjósa um aðild Danmerkur að evrunni. Danir eru í ERM-II með fastgengi við evruna. Pólland. Upptaka evrunnar í Póllandi krefst stjórnarskrárbreytingu. Þar sem gjaldmiðill Póllandi er settur í stjórnarskránni. Hingað til hefur ekki fengist nægjanlegur stjórnmálalegur meirihluti fyrir þessari breytingu. Hægt er að sjá frekari upplýsingar um stöðu evrunnar í Póllandi hérna. Það er þjóðernishyggja í gangi núna í Póllandi. Þannig að evran er óvinsæl þessa mánuðina samkvæmt könnunum. Það getur breyst mjög hratt þegar þessi þjóðernishyggja rennur sitt skeið. Tékkland. Staðan í Tékklandi er flókin og er núna að bíða eftir niðurstöðum hóps sérfræðinga um að ganga í ERM-II og að taka upp evruna. Það er um 50% á móti evrunni og 50% með upptöku evrunnar í Tékklandi, þar sem skekkjumörkin eru 1% í könunum. Sjá nánar hérna (Wikipedia) Ungverjaland er undir stjórn það sem er ekki hægt að kalla annað en einræði. Það er engu meira að bæta við hérna. Þó er mjög líklegt að Ungverjaland taki upp evruna sem gjaldmiðil um leið og þeir losna við einræðið úr sýnum stjórnmálum. Það mun bara taka langan tíma að gerast. Rúmenar eru að vinna í því að komast inn í ERM-II. Þeir fengu ekki samþykki síðast þegar þeir reyndu vegna þess að efnahagslegur stöðugleiki var ekki talinn nógu góður fyrir inngöngu í ERM-II. Stjórnvöld í Rúmeníu eru að undirbúa upptöku evrunnar en eru ekki undir neinum þrýstingi að taka upp evruna eða ganga í ERM-II. Í Rúmeníu styðja 77% þjóðarinnar upptöku evrunnar á móti 23% á móti upptöku evrunnar í Maí 2024. Frekari upplýsingar er að finna hérna (Wikipedia). Búlgaría. Þann 10. Júlí 2020 fékk Búlgaría aðgang að ERM-II sem fyrsta skref að upptöku evrunnar í Búlgaríu. Þessu ferli er ekki lokið hjá Búlgaríu og augljóslega er talsvert eftir. Þar sem Króatía fékk aðild að ERM-II á sama tíma og er kominn með evruna sem gjaldmiðil. Það sem er að tefja upptöku Búlgaríu að evrunni er of mikil verðbólga. Þar sem hún ætti ekki að vera meira en 3,3% en er núna 5,1%. Þetta getur breyst hratt og því gæti Búlgaría tekið upp evruna á næstu tveimur árum þegar verðbólgan fer að lækka eða fyrr. Takist Búlgaríu að lækka verðbólguna niður í þær kröfur sem aðild Staðreyndin er að stærri gjaldmiðill er stöðugri en minni gjaldmiðill. Þetta kallast „stærðarhagkvæmni“ í hagfræðinni. Því stærri sem gjaldmiðilinn er, því stöðugri er hann. Í dag nota í kringum 341 milljónir manna evruna á hverjum degi. Það eru aðeins færri notendur en að bandaríkjadollar, sem eru í dag í kringum 345 milljónir. Evran er einnig annar stærsti vara gjaldmiðill í heimi (reserve currency). Það þýðir að mun fleiri nota evruna sem gjaldmiðil í viðskiptum en sem nemur notendum hans innan Evrópusambandsins. Íbúafjöldi í Evrópusambandinu árið 2024 er í kringum 449 milljónir manna. Það eru því aðeins um 108 milljónir manna sem nota ekki evruna sem gjaldmiðil innan Evrópusambandsins. Höfundur er rithöfundur, búsettur í Evrópusambandinu með fasta danska krónu, lága stýrivexti og verðbólgu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Hjörtur J. Guðmundsson skrifaði grein um Evruna hérna á Vísir.is um daginn um evruna. Þessi grein er uppfull af rangfærslum eins og er alltaf raunin með greinar frá andstæðingum Evrópusambandsins. Þar setur hann fram ýmsar fullyrðingar um stöðu evrunnar innan Evrópusambandsins. Enginn af þessum fullyrðingum stenst nánari skoðun. Þetta er eins og annað sem frá honum kemur og öðrum andstæðingum Evrópusambandsins á Íslandi og innan Evrópu. Þeir vilja að Ísland verði eins og Bretland, með lækkandi lífsgæðum, efnahag sem er að sökkva hægt en örugglega. Ónýtum landbúnaði og útflutningi. Íslenska krónan er ónýt og hefur verið það mjög lengi. Háir stýrivextir á Íslandi sýna það mjög vel, ásamt því að allt íslenska krónu hagkerfið er í raun verðtryggt að öllu leiti í dag. Almenningi til böls og endalausra vandamála. Hverning er staðan með evruna innan Evrópusambandsins. Þær þjóðir sem hafa tekið upp evruna sem gjaldmiðil eru ánægðar með þá ákvörðun. Það er rúmlega 79% samkvæmt könnun Eurobarmeter (könnunin er hérna). Í þessari grein sem Hjörtur J. Guðmundsson skrifaði. Þá nefnir hann nokkur ríki. Hérna er staðan raunverulega eins og húna kemur fram í gögnum, ekki einhverjum skálduðum fullyrðingum frá andstæðingum Evrópusambandsins. Helsta ranga fullyrðing sem Hjörtur J. Guðmundsson kom með er að þjóðir kæri sig ekki um evruna. Það er alrangt að hluta til. Í Danmörku og Svíþjóð eru það eldri kynslóðir sem kærðu sig ekki um evruna á sínum tíma í kringum árið 2000. Þær kynslóðir eru óðum að hverfa og skoðanir hafa breyst og eru að breytast. Svona er staðan í þessum ríkjum samkvæmt könnunum. Noregur og Íslandi eru ekki í Evrópusambandinu og því tilgangslaust að tala um evruna hérna. Þar sem það verður aldrei nema í „hvað ef“ atburðarás eins og er. Staðan mun breytast mjög hratt þegar Ísland og Noregur ganga í Evrópusambandið innan nokkura áratuga. Bretland fór úr Evrópusambandinu og á þeim tíma sem þeir voru í Evrópusambandinu þá kenndu þeir evrunni og Evrópusambandinu um þeirra eigin heimatilbúnu vandamál sem á endanum kom Bretlandi úr Evrópusambandinu, sem er í dag að gera Bretland gjaldþrota hægt en örugglega. Svíþjóð. Samkvæmt könnun frá Eurobarmeter (sem ég mun nota hérna), þá voru 55% Svíar með því að Svíþjóð taki upp evruna og 43% á móti. Önnur könnun á sama tíma frá SCB sýnir 46,1% á móti evrunni og 34,4% með því að Svíþjóð taki upp evruna. Þetta er gott dæmi hvernig spurningin mótar svarið. Hægt er að sjá spurninguna hérna (Wikipedia). Kosningin sem Svíþjóð var með árið 2003 um evruna var ekki bindandi en stjórnvöld í Svíþjóð ákváðu að fara eftir henni. Danir eru með undanþágu frá því að taka upp evruna og því miður eru viðhorfin til evrunnar ennþá frekar neikvæð. Ég er ekki alveg viss af hverju svo er en mig grunar að áróður afla sem eru á móti Evrópusambandinu sé hérna um að kenna. Stuðningur við upptöku evrunnar er samt að aukast og er kominn í 34% á móti 58% á móti samkvæmt könnun Eurobarmeter. Hægt er að sjá gögnin hérna (Wikipedia). Notkun á evrunni í Danmörku er orðin mjög útbreidd, sérstaklega í suðurhluta Danmerkur næst landamærunum að Þýskalandi. Margar búðir taka við evrum, gefa til baka í dönskum krónum eða evrum (það fer eftir búðinni). Núverandi ríkisstjórn Danmerkur hefur ekki látið reyna að það að kjósa um aðild Danmerkur að evrunni. Danir eru í ERM-II með fastgengi við evruna. Pólland. Upptaka evrunnar í Póllandi krefst stjórnarskrárbreytingu. Þar sem gjaldmiðill Póllandi er settur í stjórnarskránni. Hingað til hefur ekki fengist nægjanlegur stjórnmálalegur meirihluti fyrir þessari breytingu. Hægt er að sjá frekari upplýsingar um stöðu evrunnar í Póllandi hérna. Það er þjóðernishyggja í gangi núna í Póllandi. Þannig að evran er óvinsæl þessa mánuðina samkvæmt könnunum. Það getur breyst mjög hratt þegar þessi þjóðernishyggja rennur sitt skeið. Tékkland. Staðan í Tékklandi er flókin og er núna að bíða eftir niðurstöðum hóps sérfræðinga um að ganga í ERM-II og að taka upp evruna. Það er um 50% á móti evrunni og 50% með upptöku evrunnar í Tékklandi, þar sem skekkjumörkin eru 1% í könunum. Sjá nánar hérna (Wikipedia) Ungverjaland er undir stjórn það sem er ekki hægt að kalla annað en einræði. Það er engu meira að bæta við hérna. Þó er mjög líklegt að Ungverjaland taki upp evruna sem gjaldmiðil um leið og þeir losna við einræðið úr sýnum stjórnmálum. Það mun bara taka langan tíma að gerast. Rúmenar eru að vinna í því að komast inn í ERM-II. Þeir fengu ekki samþykki síðast þegar þeir reyndu vegna þess að efnahagslegur stöðugleiki var ekki talinn nógu góður fyrir inngöngu í ERM-II. Stjórnvöld í Rúmeníu eru að undirbúa upptöku evrunnar en eru ekki undir neinum þrýstingi að taka upp evruna eða ganga í ERM-II. Í Rúmeníu styðja 77% þjóðarinnar upptöku evrunnar á móti 23% á móti upptöku evrunnar í Maí 2024. Frekari upplýsingar er að finna hérna (Wikipedia). Búlgaría. Þann 10. Júlí 2020 fékk Búlgaría aðgang að ERM-II sem fyrsta skref að upptöku evrunnar í Búlgaríu. Þessu ferli er ekki lokið hjá Búlgaríu og augljóslega er talsvert eftir. Þar sem Króatía fékk aðild að ERM-II á sama tíma og er kominn með evruna sem gjaldmiðil. Það sem er að tefja upptöku Búlgaríu að evrunni er of mikil verðbólga. Þar sem hún ætti ekki að vera meira en 3,3% en er núna 5,1%. Þetta getur breyst hratt og því gæti Búlgaría tekið upp evruna á næstu tveimur árum þegar verðbólgan fer að lækka eða fyrr. Takist Búlgaríu að lækka verðbólguna niður í þær kröfur sem aðild Staðreyndin er að stærri gjaldmiðill er stöðugri en minni gjaldmiðill. Þetta kallast „stærðarhagkvæmni“ í hagfræðinni. Því stærri sem gjaldmiðilinn er, því stöðugri er hann. Í dag nota í kringum 341 milljónir manna evruna á hverjum degi. Það eru aðeins færri notendur en að bandaríkjadollar, sem eru í dag í kringum 345 milljónir. Evran er einnig annar stærsti vara gjaldmiðill í heimi (reserve currency). Það þýðir að mun fleiri nota evruna sem gjaldmiðil í viðskiptum en sem nemur notendum hans innan Evrópusambandsins. Íbúafjöldi í Evrópusambandinu árið 2024 er í kringum 449 milljónir manna. Það eru því aðeins um 108 milljónir manna sem nota ekki evruna sem gjaldmiðil innan Evrópusambandsins. Höfundur er rithöfundur, búsettur í Evrópusambandinu með fasta danska krónu, lága stýrivexti og verðbólgu.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun