Körfubolti

Ljóna­gryfjan kvödd: „Hérna var sagan skrifuð“

Aron Guðmundsson skrifar
Teitur Örlygsson í Ljónagryfjunni sem er honum og öðrum Njarðvíkingum afar kær.
Teitur Örlygsson í Ljónagryfjunni sem er honum og öðrum Njarðvíkingum afar kær. Vísir/Sigurjón Ólason

Komið er að tímamótum í sögu körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Ljónagryfjan sem hefur reynst gjöful í gegnum árin var formlega kvödd í gær og við tekur nýr kafli í nýju íþróttahúsi í Stapaskóla. Teitur Örlygsson, einn sigursælasti körfuboltamaður Íslands, hefur alist upp í Ljónagryfjunni. Upplifað þar stundir sem hann heldur nærri hjarta sínu.

Teitur fór með okkur í skoðunarferð um Ljónagryfjuna þar sem rifjaðir voru upp gamlir tímar. Farið yfir mikilvægi hússins og ekki síður horft til framtíðar. 

Sem leikmaður Njarðvíkur varð Teitur tíu sinnum Íslandsmeistari og var hann fjórum sinnum valinn leikmaður ársins í efstu deild. Hann hefur marga hildina háð í Ljónagryfjunni og er íþróttahúsið honum sem og öðrum Njarðvíkingum mjög kært. 

Ljónagryfjan verður áfram notuð undir æfingar og leikfimitíma en körfuknattleikslið Njarvíkur mun nú leika leiki sína í nýja íþróttahúsinu sem er hið allra glæsilegasta. 

„Ég hef alltaf smá áhyggjur af því þegar að svona gerist,“ segir Teitur um þær stóru breytingar sem verða við það að Njarðvík flytur úr Ljónagryfjunni. Við þurfum að standa okkur vel í vetur til þess að búa strax til nýja hefð í nýju húsi. Fólkið getur hjálpað okkur í gegnum þennan hjalla. Að búa strax til alvöru heimavöll.“

Hér fyrir neðan má sjá klippu úr skoðunarferð okkar með Teiti Örlygssyni um Ljónagryfjuna. Lengri útgáfa mun birtast hér á Vísi á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×