Allar hugmyndir um verkfallsaðgerðir á ís Atli Ísleifsson og Telma Tómasson skrifa 2. október 2024 13:51 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Hún segir ágætan skrið í viðræðunum við SFV. Vísir/Einar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að allar hugmyndir um verkfallsaðgerðir Eflingarfólks í kjaradeilu stéttarfélagsins og Samtaka fyrirtækja í velverðarþjónustu séu nú á ís. Samninganefndir Eflingar og SFV sitja nú á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara, en Sólveig Anna segir ágætan skrið vera í viðræðunum. Þetta staðfestir Sólveig Anna í samtali við fréttastofu en Efling hótaði því um liðna helgi að til verkfalla kæmi á hjúkrunarheimilum ef ekki næðust samningar. „Í dag hefur gengið betur en dagana á undan. Við erum þó ekki komin yfir ána en við teljum að haldi hlutirnir að þróast með þeim hætti sem þeir hafa gert í dag fyrir hádegi þá gætum við verið komin mögulega seinna í dag á ágætan stað,“ segir Sólveig Anna. Þannig að allar hugmyndir um mögulegar verkfallsaðgerðir eru á ís eins og stendur? „Þær eru á ís. Okkar meginkrafa var sú að ef fram kæmu góðar tillögur sem hægt væri að útfæra þar sem mönnunarvandinn á hjúkrunarheimilum væri viðurkenndur og að það ætti að takast á við hann. Við teljum að við séum að fara að sjá slíkar tillögur og þá auðvitað erum við ekki á meðan að undirbúa aðgerðir. Það er alveg skýrt.“ Ánægð að vaxtalækkunarferli sé hafið Aðspurð um ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans í morgun um að lækka stýrivexti um 25 punkta, úr 9,25 prósentum í 9,0, segist hún fagna því. Líkt og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist Sólveig þó vilja hafa séð skarpari lækkun. Hún segist þó fyrst og fremst fagna því að vaxtalækkunarferlið sé hafið. „Við í samninganefnd Eflingar erum auðvitað mjög ánægð með þessi tíðindi eins og flestir,“ segir Sólveig Anna. Sólveig Anna segir ennfremur að ákvörðunin sé í takti við það sem lagt hafi verið upp með í síðustu kjarasamningum og stéttarfélögin hafi unnið eftir. Seðlabankastjóri sagði í morgun að um varfærið skref væri að ræða og að nú hafi verið ákveðið að leggja á djúpið með von í brjósti. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Hjúkrunarheimili Stéttarfélög Tengdar fréttir Fundi aftur frestað til morguns Fundi samninganefndar Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) var frestað til morguns. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að lítið hafi gerst í viðræðum hingað til. 1. október 2024 21:28 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira
Þetta staðfestir Sólveig Anna í samtali við fréttastofu en Efling hótaði því um liðna helgi að til verkfalla kæmi á hjúkrunarheimilum ef ekki næðust samningar. „Í dag hefur gengið betur en dagana á undan. Við erum þó ekki komin yfir ána en við teljum að haldi hlutirnir að þróast með þeim hætti sem þeir hafa gert í dag fyrir hádegi þá gætum við verið komin mögulega seinna í dag á ágætan stað,“ segir Sólveig Anna. Þannig að allar hugmyndir um mögulegar verkfallsaðgerðir eru á ís eins og stendur? „Þær eru á ís. Okkar meginkrafa var sú að ef fram kæmu góðar tillögur sem hægt væri að útfæra þar sem mönnunarvandinn á hjúkrunarheimilum væri viðurkenndur og að það ætti að takast á við hann. Við teljum að við séum að fara að sjá slíkar tillögur og þá auðvitað erum við ekki á meðan að undirbúa aðgerðir. Það er alveg skýrt.“ Ánægð að vaxtalækkunarferli sé hafið Aðspurð um ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans í morgun um að lækka stýrivexti um 25 punkta, úr 9,25 prósentum í 9,0, segist hún fagna því. Líkt og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist Sólveig þó vilja hafa séð skarpari lækkun. Hún segist þó fyrst og fremst fagna því að vaxtalækkunarferlið sé hafið. „Við í samninganefnd Eflingar erum auðvitað mjög ánægð með þessi tíðindi eins og flestir,“ segir Sólveig Anna. Sólveig Anna segir ennfremur að ákvörðunin sé í takti við það sem lagt hafi verið upp með í síðustu kjarasamningum og stéttarfélögin hafi unnið eftir. Seðlabankastjóri sagði í morgun að um varfærið skref væri að ræða og að nú hafi verið ákveðið að leggja á djúpið með von í brjósti.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Hjúkrunarheimili Stéttarfélög Tengdar fréttir Fundi aftur frestað til morguns Fundi samninganefndar Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) var frestað til morguns. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að lítið hafi gerst í viðræðum hingað til. 1. október 2024 21:28 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira
Fundi aftur frestað til morguns Fundi samninganefndar Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) var frestað til morguns. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að lítið hafi gerst í viðræðum hingað til. 1. október 2024 21:28