Þrír ungir Svíar handteknir vegna sprenginganna í Kaupmannahöfn Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2024 14:11 Lögreglubílar við ísraelska sendiráðið í Hellerup í Kaupmannahöfn í morgun. Vísir/EPA Lögreglan í Kaupmannahöfn segist hafa handtekið þrjú sænsk ungmenni vegna sprenginga við ísraelska sendiráðið í borginni í nótt. Talið er að tvær handsprengjur hafi verið sprengdar um hundrað metrum frá sendiráðinu. Sprengingarnar vöktu nágranna sendiráðsins í Hellerup af værum blundi á fjórða tímanum í nótt að staðartíma. Lögreglan segir að þær hafi valdið tjóni á nærliggjandi byggingum en engan sakaði. Tilefnið liggur ekki fyrir og lögregla segir ekki hægt að fullyrða að svo stöddu hvort sendiráðið hafi verið skotmarkið. Ungmennin þrjú sem voru handtekin í dag eru á aldrinum fimmtán til tuttugu ára, að sögn sænska ríkissjónvarpsins. Þau eru grunuð um ólöglegan vopnaburð. Eitt þeirra var handtekið á vettvangi en hin tvö á lestarstöð í miðborg Kaupmannahafnar. Þau eiga að koma fyrir dómara á morgun. Nokkur önnur sendiráð eru í hverfinu þar sem sprengingarnar urðu, þar á meðal sendiráð Rúmeníu, Taílands, Írans og Tyrklands. Á meðal þess sem er til rannsóknar er hvort að sprengingarnar tengist því að skotið var að ísraelska sendiráðinu í Stokkhólmi í gærkvöldi. Ísraels stjórnvöld hafa um magra mánaða skeið legið undir harðri gagnrýni fyrir framferði sitt á Gasaströndinni. Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs hefur stigmagnast enn frekar á síðustu dögum með árásum Ísraela á Hezbollah-samtökin í Líbanon. Íranar skutu flugskeytum á Ísrael í gærkvöldi og hafa ísraelsk stjórnvöld hótað hefndum fyrir þær árásir. Hezbollah nýtur stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran. Svíþjóð Danmörk Ísrael Erlend sakamál Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Sprengingarnar vöktu nágranna sendiráðsins í Hellerup af værum blundi á fjórða tímanum í nótt að staðartíma. Lögreglan segir að þær hafi valdið tjóni á nærliggjandi byggingum en engan sakaði. Tilefnið liggur ekki fyrir og lögregla segir ekki hægt að fullyrða að svo stöddu hvort sendiráðið hafi verið skotmarkið. Ungmennin þrjú sem voru handtekin í dag eru á aldrinum fimmtán til tuttugu ára, að sögn sænska ríkissjónvarpsins. Þau eru grunuð um ólöglegan vopnaburð. Eitt þeirra var handtekið á vettvangi en hin tvö á lestarstöð í miðborg Kaupmannahafnar. Þau eiga að koma fyrir dómara á morgun. Nokkur önnur sendiráð eru í hverfinu þar sem sprengingarnar urðu, þar á meðal sendiráð Rúmeníu, Taílands, Írans og Tyrklands. Á meðal þess sem er til rannsóknar er hvort að sprengingarnar tengist því að skotið var að ísraelska sendiráðinu í Stokkhólmi í gærkvöldi. Ísraels stjórnvöld hafa um magra mánaða skeið legið undir harðri gagnrýni fyrir framferði sitt á Gasaströndinni. Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs hefur stigmagnast enn frekar á síðustu dögum með árásum Ísraela á Hezbollah-samtökin í Líbanon. Íranar skutu flugskeytum á Ísrael í gærkvöldi og hafa ísraelsk stjórnvöld hótað hefndum fyrir þær árásir. Hezbollah nýtur stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran.
Svíþjóð Danmörk Ísrael Erlend sakamál Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira