Það er skortur á orku en ekki orkuskortur Hörður Arnarson skrifar 2. október 2024 14:31 Íslenskt raforkukerfi er einstakt í heiminum. Hér rekum við lokað kerfi með 100% endurnýjanlegum orkugjöfum. Landsvirkjun, orkufyrirtæki þjóðarinnar, ber mikla ábyrgð, enda vinnum við rúm 70% þeirrar raforku sem hér er framleidd. Það er mikil kúnst að stýra svona kerfi þar sem náttúruöflin ráða því hversu mikla orku er hægt að vinna á hverju ári. Að mínum dómi hefur það gengið gríðarlega vel og Landsvirkjun hefur aldrei í sinni nær 60 ára sögu skert forgangsorku. Ég tel þó að það hafi verið farið aðeins frjálslega með hugtök í umræðunni um orkuskort undanfarið. Förum stuttlega yfir þetta. Það er ekki orkuskortur þegar skerðanleg orka er skert í lélegum vatnsárum. (Það er eðlilegt, þess vegna heitir hún skerðanleg orka, er seld á lægra verði og er bara í boði þegar vatnsstaðan býður upp á umframorku). Það er hins vegar orkuskortur þegar stærri fyrirtæki fá ekki afhenta forgangsorku sem hefur verið samið um eða þegar almenni markaðurinn sem sinnir heimilum og smærri fyrirtækjum fær ekki nægilega orku til að uppfylla þarfir þeirra. Það er ekki orkuskortur þegar nýtt álver, gagnaver, metanólverksmiðja, landeldisfyrirtæki – fær ekki samning um eins mikla orku og það vill. Ef það héti orkuskortur, þá væri hann stöðugt ástand. Þá er og verður alltaf orkuskortur. Hamlandi skortur á orku Það er hins vegar skortur á orku. Þetta er ekki hártogun eða háð. Það er mikilvægt að greina á milli orkuskorts - sem lýsir sér með því að ekki er hægt að standa við gerða samninga – og skorts á orku – sem lýsir sér með því að ekki er hægt að gera nýja samninga eða stækka þá sem fyrir eru til að styðja við vöxt samfélagsins. Þótt það sé ekki orkuskortur þá er ljóst að þær tafir á uppbyggingu nýrrar orkuvinnslu sem hafa einkennt síðustu ár hamla vaxtarmöguleikum samfélagsins. Okkur er að fjölga og íslenskt samfélag er að vaxa. Deilum ekki um keisarans skegg Þegar orkuþörf framtíðar er metin er mikilvægast að horfa til næstu 10-12 ára. Það er hægt að segja með nokkurri vissu að til að styðja við almennan vöxt og orkuskipti í samfélaginu til ársins 2035 þarf um það bil 6 terawattstundir. Orkuspár Landsnets, Orkustofnunar og Samorku eru allar á svipuð róli. Nú eru unnar um 20 TWst á ári svo það er þó nokkur aukning, en engan veginn óyfirstíganleg. Það sem meira er – við vitum að þessi orka mun koma frá þeim orkulindum sem við þekkjum nú þegar: vatnsafli, jarðvarma og vindi á landi. Tækniframfarir og nýsköpun gætu mögulega gert aðrar leiðir hagstæðari þegar frá líður en næsta áratuginn hið minnsta eru þetta hagkvæmustu kostirnir sem hægt er að nýta. Framleiðum velsæld Á starfsdegi Landsvirkjunar á dögunum varð einum starfsmanninum að orði: Ég lít ekki svo á að við séum bara að vinna raforku. Við erum að framleiða velsæld. Ég geri hans orð að mínum og vona að við getum öll verið sammála um mikilvægi þess að gefa íslensku samfélagi tækifæri til að vaxa og draga úr losun svo við skerðum ekki lífsgæði þeirra kynslóða sem á eftir okkur koma. Til þess þarf aukna orkuvinnslu svo ekki verði hamlandi skortur á orku (sem er ekki það sama og orkuskortur). Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt raforkukerfi er einstakt í heiminum. Hér rekum við lokað kerfi með 100% endurnýjanlegum orkugjöfum. Landsvirkjun, orkufyrirtæki þjóðarinnar, ber mikla ábyrgð, enda vinnum við rúm 70% þeirrar raforku sem hér er framleidd. Það er mikil kúnst að stýra svona kerfi þar sem náttúruöflin ráða því hversu mikla orku er hægt að vinna á hverju ári. Að mínum dómi hefur það gengið gríðarlega vel og Landsvirkjun hefur aldrei í sinni nær 60 ára sögu skert forgangsorku. Ég tel þó að það hafi verið farið aðeins frjálslega með hugtök í umræðunni um orkuskort undanfarið. Förum stuttlega yfir þetta. Það er ekki orkuskortur þegar skerðanleg orka er skert í lélegum vatnsárum. (Það er eðlilegt, þess vegna heitir hún skerðanleg orka, er seld á lægra verði og er bara í boði þegar vatnsstaðan býður upp á umframorku). Það er hins vegar orkuskortur þegar stærri fyrirtæki fá ekki afhenta forgangsorku sem hefur verið samið um eða þegar almenni markaðurinn sem sinnir heimilum og smærri fyrirtækjum fær ekki nægilega orku til að uppfylla þarfir þeirra. Það er ekki orkuskortur þegar nýtt álver, gagnaver, metanólverksmiðja, landeldisfyrirtæki – fær ekki samning um eins mikla orku og það vill. Ef það héti orkuskortur, þá væri hann stöðugt ástand. Þá er og verður alltaf orkuskortur. Hamlandi skortur á orku Það er hins vegar skortur á orku. Þetta er ekki hártogun eða háð. Það er mikilvægt að greina á milli orkuskorts - sem lýsir sér með því að ekki er hægt að standa við gerða samninga – og skorts á orku – sem lýsir sér með því að ekki er hægt að gera nýja samninga eða stækka þá sem fyrir eru til að styðja við vöxt samfélagsins. Þótt það sé ekki orkuskortur þá er ljóst að þær tafir á uppbyggingu nýrrar orkuvinnslu sem hafa einkennt síðustu ár hamla vaxtarmöguleikum samfélagsins. Okkur er að fjölga og íslenskt samfélag er að vaxa. Deilum ekki um keisarans skegg Þegar orkuþörf framtíðar er metin er mikilvægast að horfa til næstu 10-12 ára. Það er hægt að segja með nokkurri vissu að til að styðja við almennan vöxt og orkuskipti í samfélaginu til ársins 2035 þarf um það bil 6 terawattstundir. Orkuspár Landsnets, Orkustofnunar og Samorku eru allar á svipuð róli. Nú eru unnar um 20 TWst á ári svo það er þó nokkur aukning, en engan veginn óyfirstíganleg. Það sem meira er – við vitum að þessi orka mun koma frá þeim orkulindum sem við þekkjum nú þegar: vatnsafli, jarðvarma og vindi á landi. Tækniframfarir og nýsköpun gætu mögulega gert aðrar leiðir hagstæðari þegar frá líður en næsta áratuginn hið minnsta eru þetta hagkvæmustu kostirnir sem hægt er að nýta. Framleiðum velsæld Á starfsdegi Landsvirkjunar á dögunum varð einum starfsmanninum að orði: Ég lít ekki svo á að við séum bara að vinna raforku. Við erum að framleiða velsæld. Ég geri hans orð að mínum og vona að við getum öll verið sammála um mikilvægi þess að gefa íslensku samfélagi tækifæri til að vaxa og draga úr losun svo við skerðum ekki lífsgæði þeirra kynslóða sem á eftir okkur koma. Til þess þarf aukna orkuvinnslu svo ekki verði hamlandi skortur á orku (sem er ekki það sama og orkuskortur). Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun