Þetta staðfestir Steinþór Darri Þorsteinsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi.
„Það er enginn slasaður. Eldurinn kom upp undir vélarhlíf og barst síðan inn í bílinn. Það varð altjón á bílnum,“ segir Steinþór.
Eldur kom upp í fólksbíl við Stuðlaháls í Árbænum í Reykjavík um klukkan 21:45 í kvöld. Engan sakaði í eldsvoðanum en ökumaður var í bifreiðinni þegar að eldurinn kom upp.
Þetta staðfestir Steinþór Darri Þorsteinsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi.
„Það er enginn slasaður. Eldurinn kom upp undir vélarhlíf og barst síðan inn í bílinn. Það varð altjón á bílnum,“ segir Steinþór.