Körfubolti

Teitur í Ljóna­gryfjunni: „Eitt­hvað við húsið og söguna sem náði því besta úr mönnum“

Aron Guðmundsson skrifar
Teitur Örlygsson í Ljónagryfjunni sem er honum og öðrum Njarðvíkingum afar kær. Það er hér sem margt af fremsta körfuboltafólki Íslands hefur alist upp. Nú hefur verið opnað á nýjan kafla í sögu körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Framundan tímar í nýju og glæsilegu íþróttahúsi. Síðasta keppnisleiknum í Ljónagryfjunni er lokið.
Teitur Örlygsson í Ljónagryfjunni sem er honum og öðrum Njarðvíkingum afar kær. Það er hér sem margt af fremsta körfuboltafólki Íslands hefur alist upp. Nú hefur verið opnað á nýjan kafla í sögu körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Framundan tímar í nýju og glæsilegu íþróttahúsi. Síðasta keppnisleiknum í Ljónagryfjunni er lokið. Vísir/Sigurjón Ólason

Ljóna­gryfjan. Í­þrótta­húsið sem hefur reynst Njarð­víkingum svo vel. Hefur verið form­lega kvatt með síðasta keppnis­leiknum í húsinu. Körfu­bolta­goð­sögnin Teitur Ör­lygs­son er einn þeirra sem hefur alist upp í húsinu. Upp­lifað þar stórar gleði­stundir. En einnig þung töp. Við fengum hann til þess að leiða okkur í gegnum Ljóna­gryfjuna og segja frá sögu hennar.

Það var ein­hvern veginn við hæfi að Njarð­víkingar skildu hafa kvatt Ljóna­gryfjuna með sigri. Það gerði kvenna­lið körfu­knatt­leiks­deildarinnar í leik gegn Njarð­vík í fyrstu um­ferð Bónus deildar kvenna á þriðju­dags­kvöldið síðast­liðið. Fram­undan nýjir tímar. Nýr kafli til að verða ritaður í sögu körfu­knatt­leiks­deildarinnar í nýju og glæsi­legu í­þrótta­húsi í Stapa­skóla.

Á síðasta leik­deginum í Ljóna­gryfjunni hittum við á Teit Ör­lygs­son og fengum hann til þess að fara með okkur í gegnum húsið og um leið rifja upp gamla tíma. Inn­slagið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

Teitur er einn sigur­sælasti körfu­bolta­maður okkar Ís­lendinga og sem leik­maður Njarð­víkur varð hann tíu sinnum Ís­lands­meistari og var fjórum sinnum valinn besti maður efstu deildar.

„Það eru eigin­lega bara akkúrat fimm­tíu ár síðan. Hálf öld síðan að maður hérna sem polli að sprikla,“ segir Teitur. „Allar þessar gleði­stundir. Allur tíminn sem maður hefur varið hér í þessu húsi. Ég hef hvergi í lífinu, fyrir utan heimili mitt, varið eins miklum einum stað eins og hér í Ljóna­gryfjunni.

Þegar að maður er að alast upp og fær þessa körfu­bolta­dellu. Þá var ég í Njarð­víkur­skóla hér fyrir aftan og mætti á æfingu. Eftir æfingu hékk maður síðan hérna í Ljóna­gryfjunni fram á kvöld og fylgdist með meistara­flokki æfa. Þessi á­hugi var svo brjál­æðis­legur á þessum tíma. Þarna kynntist maður strákunum sem maður átti eftir að spila með í meistara­flokki og var svo heppinn að fæðast í ár­gang góðra í­þrótta­manna. Úr varð stór­veldi.“

Inn­slagið með Teiti Ör­lygs­syni í Ljóna­gryfjunni má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×