Um Ölfusárbrú og veggjöld Haukur Arnþórsson skrifar 3. október 2024 11:00 Gjaldtaka af umferð er alþjóðlegt úrræði til að kosta samgöngubætur og varla verður við henni amast. Öllum stærri nýjum verkefnum hér á landi verður líklega mætt með slíku gjaldi. Hins vegar skiptir meginmáli hvernig að henni er staðið. Hún getur orðið mismunandi sanngjörn og mætt sjónarmiðum meðalhófs misvel. Þá getur hún náð misvel til allrar notkunar – og er þá átt við mikilvægi þess að ferðamenn greiði jafnt og landsmenn fyrir innviðanotkun. Ég tel að niðurgreiðslukerfið sem notað er af Sjúkratryggingum fyrir lyfjakaup gæti hentað vel við töku vegagjalda - að breyttu breytanda. Þá á ég við að greiðslur minnki með aukinni notkun og notkun yrði mæld fyrir tiltekið tímabil; hvert tímabil hafi gjaldþak. Allir byrjuðu með autt borð og greiði fullt gjald í upphafi þess. Þannig greiddu þeir sem aka sjaldan – sunnudagsbíltúrsfólkið og ferðamenn sem aka um stuttan tíma hér á landi – fullt gjald, en stórnotendur gætu farið niður undir eða niður í núllið. Svona kerfi mætir sjónarmiðum landsbyggðarfólks og þeirra sem sækja vinnu á höfuðborgarsvæðinu langt að. En þeir hópar hafa áhyggjur af því að gjaldið verði dreifbýlisskattur. Rökstyðja má að svona kerfi mæti sjónarmiðum meðalhófs. Í fljótu bragði virðist eðlilegast að gjaldfæra pr. bifreið og þá er greiðslan á ábyrgð skráðs eiganda, en líka má hugsa sér að miða greiðsluna við eigandann sem notanda – sem gefur möguleika á að hafa misjafnt gjald fyrir ólíka þjóðfélagshópa eins og gert er í lyfjamálum. Það myndi mæta meðalhófi enn betur – þótt gjaldið verði aldrei þrepaskipt eins og tekjuskattur. Að þessu sögðu skulum við ræða um nýju Ölfusárbrúna. Í fjárlögum segir; „Ölfusárbrú er dæmi um framkvæmd, þar sem gert er ráð fyrir að gjaldtaka fyrir akstur um brúna standi undir kostnaði við fjármögnun, framkvæmd og rekstur verkefnisins.“ (bls. 172). Að einungis þeir sem aka um brúna greiði fyrir byggingu hennar segja starfsmenn ríkisábyrgðarsjóðs að gangi ekki upp – og auðvitað þarf ríkisábyrgð vegna framkvæmdanna. Fleiri sjónarmið renna stoðum undir að einstaka vegaframkvæmdir verði ekki gjaldfærðar sérstaklega heldur vegakerfið í heild. Ástæðan er sú að úti á landi þar sem getur bæði þurft að reisa brýr og grafa jarðgöng er ekki næg umferð til að standa undir slíkum framkvæmdum. Enn annað sjónarmið er að við viljum láta ferðamenn greiða fyrir alla notkun innviða okkar – og þá þarf að gjaldfæra fyrir vegakerfið í heild. Annars keyra þeir væntanlega framhjá gjaldheimtustöðunum, í okkar dæmi yfir gömlu Ölfusárbrúna og Víkurskarð. (Upp úr punktum á félagsmiðlum) Höfundur er stjórnsýslufræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Ný Ölfusárbrú Vegagerð Vegtollar Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Gjaldtaka af umferð er alþjóðlegt úrræði til að kosta samgöngubætur og varla verður við henni amast. Öllum stærri nýjum verkefnum hér á landi verður líklega mætt með slíku gjaldi. Hins vegar skiptir meginmáli hvernig að henni er staðið. Hún getur orðið mismunandi sanngjörn og mætt sjónarmiðum meðalhófs misvel. Þá getur hún náð misvel til allrar notkunar – og er þá átt við mikilvægi þess að ferðamenn greiði jafnt og landsmenn fyrir innviðanotkun. Ég tel að niðurgreiðslukerfið sem notað er af Sjúkratryggingum fyrir lyfjakaup gæti hentað vel við töku vegagjalda - að breyttu breytanda. Þá á ég við að greiðslur minnki með aukinni notkun og notkun yrði mæld fyrir tiltekið tímabil; hvert tímabil hafi gjaldþak. Allir byrjuðu með autt borð og greiði fullt gjald í upphafi þess. Þannig greiddu þeir sem aka sjaldan – sunnudagsbíltúrsfólkið og ferðamenn sem aka um stuttan tíma hér á landi – fullt gjald, en stórnotendur gætu farið niður undir eða niður í núllið. Svona kerfi mætir sjónarmiðum landsbyggðarfólks og þeirra sem sækja vinnu á höfuðborgarsvæðinu langt að. En þeir hópar hafa áhyggjur af því að gjaldið verði dreifbýlisskattur. Rökstyðja má að svona kerfi mæti sjónarmiðum meðalhófs. Í fljótu bragði virðist eðlilegast að gjaldfæra pr. bifreið og þá er greiðslan á ábyrgð skráðs eiganda, en líka má hugsa sér að miða greiðsluna við eigandann sem notanda – sem gefur möguleika á að hafa misjafnt gjald fyrir ólíka þjóðfélagshópa eins og gert er í lyfjamálum. Það myndi mæta meðalhófi enn betur – þótt gjaldið verði aldrei þrepaskipt eins og tekjuskattur. Að þessu sögðu skulum við ræða um nýju Ölfusárbrúna. Í fjárlögum segir; „Ölfusárbrú er dæmi um framkvæmd, þar sem gert er ráð fyrir að gjaldtaka fyrir akstur um brúna standi undir kostnaði við fjármögnun, framkvæmd og rekstur verkefnisins.“ (bls. 172). Að einungis þeir sem aka um brúna greiði fyrir byggingu hennar segja starfsmenn ríkisábyrgðarsjóðs að gangi ekki upp – og auðvitað þarf ríkisábyrgð vegna framkvæmdanna. Fleiri sjónarmið renna stoðum undir að einstaka vegaframkvæmdir verði ekki gjaldfærðar sérstaklega heldur vegakerfið í heild. Ástæðan er sú að úti á landi þar sem getur bæði þurft að reisa brýr og grafa jarðgöng er ekki næg umferð til að standa undir slíkum framkvæmdum. Enn annað sjónarmið er að við viljum láta ferðamenn greiða fyrir alla notkun innviða okkar – og þá þarf að gjaldfæra fyrir vegakerfið í heild. Annars keyra þeir væntanlega framhjá gjaldheimtustöðunum, í okkar dæmi yfir gömlu Ölfusárbrúna og Víkurskarð. (Upp úr punktum á félagsmiðlum) Höfundur er stjórnsýslufræðingur
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun