Þjóðaróperan á Alþingi í nær 70 ár Finnur Bjarnason og Þórunn Sigurðardóttir skrifa 3. október 2024 11:31 Nú þegar frumvarp liggur fyrir um stofnun Þjóðaróperu er mikilvægt að rifja upp áratuga langa sögu umræðu á Alþingi um óperustarfsemi á Íslandi. Hún hefur gjarnan tengst Þjóðleikhúsinu og síðar Íslensku óperunni, en fjöldi þingmanna úr öllum flokkum hefur lagt sitt til málanna. Ástæður umræðunnar Hvers vegna er stöðugt verið að brydda aftur upp á stöðu óperulistar þó að hér hafi verið sýndar óperur síðan fyrir miðja síðustu öld? Svarið er að þrátt fyrir nærri aldarlanga sögu óperuflutnings á Íslandi hefur enn ekki tekist að skapa traustan grundvöll fyrir samfellda óperustarfsemi sambærilegan við aðrar listgreinar. Með stofnun Þjóðleikhússins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 1950 hófst mikil uppbygging með atvinnumennsku fyrir bæði leikara og hljóðfæraleikara. Dansarar bættust í hópinn þegar Íslenski dansflokkurinn varð sjálfstæð stofnun 1992, en söngvarar bíða enn eftir lögbundinni stofnun helgaðri óperulist. Mörgum hefur þótt þetta skjóta skökku við og bent á að hér sé ónýtt tækifæri til að auðga listalíf landsmanna. Saga málsins Strax árið 1956 lögðu þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þau Ragnhildur Helgadóttir, Magnús Jónsson, Sigurður Bjarnason, Gunnar Thoroddsen og Friðjón Þórðarson fram þingsályktunartillögu þess efnis að besta leiðin til að styrkja óperulistina á Íslandi væri að ráða til Þjóðleikhússins „fimm til tíu manna íslenzkan óperuflokk, fullfæran um að standa að flutningi þriggja til fjögurra söngleika á ári“, en tillagan bar ekki árangur. Rúmum 20 árum síðar var Ragnari Arnalds, þingmanni Alþýðubandalagsins, einnig umhugað um stöðu söngvara og sagði „ekki hægt að benda á neinn sambærilegan hóp listflytjenda sem í reynd er jafnafskiptur í menntalífi okkar“. Réttu ári síðar stofnuðu söngvarar Íslensku óperuna, en með styrk frá ríkinu bar hún óperustarfsemi uppi í marga áratugi með miklum sóma, án þess þó að fá lögbundið hlutverk eða fast fjármagn. Árið 1987 vakti Geir Haarde, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, athygli á ófullnægjandi umgjörð um óperustarf á Íslandi. Geir bendir á mikinn fjölda framúrskarandi söngvara er hafi borið hróður landsins víða en „búa nú einir sviðslistamanna við algert öryggisleysi um atvinnumál sín, enda vinna þeir flestir fulla vinnu á öðrum vettvangi en stunda sönglistina í aukavinnu.“ Geir innti menntamálaráðherra úr eigin flokki, Birgi Ísleif Gunnarsson, eftir störfum nefndar er skipuð hafði verið til að skoða þessi mál. Birgir svaraði að umrædd nefnd teldi það eitt stærsta vandamál íslensks óperulífs „að enginn óperusöngvari starfandi hérlendis nái að sinna sönglistinni óskiptur.“ Tillaga nefndarinnar var að „leitað verði eftir stöðugildum tólf söngvara“, en aldrei rættist úr því. Í umræðum um óperustarfsemi árið 2004 ræddi Þorgerður Katrín, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og þáverandi menntamálaráðherra, um stöðu óperunnar: „Með því uppleggi sem nú liggur fyrir[…]tel ég einmitt að óperunni sé nokkuð haganlega fyrir komið innan tónlistarhússins.“Taldi hún að framtíð íslensku óperunnar þyrfti að skoða í samhengi við uppbyggingu tónlistarhússins: “Viljum við hafa óperu? Viljum við hafa íslenska óperu hér? Er hugsanlegt að óperuflutningur eða Íslenska óperan eigi frekar heima innan dyra Þjóðleikhússins eða hvað veit ég?“. Þessum spurningum var aldrei fyllilega svarað. Þingmaður Framsóknarflokksins og menningarráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, tók loks af skarið og lagði til við Alþingi að kanna bæri stofnun Þjóðaróperu, sem var lögfest 2019. Lilja gerði það einnig að hluta nýs stjórnarsáttmála 2021 að áfram yrði unnið að þarfagreiningu vegna óperustarfsemi í landinu, með það að markmiði að setja á laggirnar Þjóðaróperu. Við tók áralöng undirbúningsvinna og nú liggur frumvarp fyrir Alþingi. Takmarkið í augsýn Viðleitnin við að búa til sterkan og varanlegan grundvöll fyrir óperulist á Íslandi hefur nú varað í nærri sjö áratugi. Það má vera ljóst að þverpólitísk samstaða ríkir um málið og hafa tugir þingmanna úr öllum flokkum lagt sitt til málanna. Nýtt frumvarp um Þjóðaróperu leggur til að listgreinin starfi undir regnhlíf Þjóðleikhússins en verði með aðsetur í Hörpu, hafi listrænt sjálfstæði og ráðherraskipaðan óperustjóra. Það leggur til öfluga og metnaðarfulla stofnun með samfellda starfsemi er getur fært íslensku menningarlífi aukinn kraft og fagmennsku og loksins veitt óperulistinni fastan sess á Íslandi. Höfundar eru Finnur Bjarnason, óperusöngvari og verkefnastjóri, og Þórunn Sigurðardóttir, leikstjóri og formaður nefndar til undirbúnings Þjóðaróperu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðaróperan Menning Alþingi Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar frumvarp liggur fyrir um stofnun Þjóðaróperu er mikilvægt að rifja upp áratuga langa sögu umræðu á Alþingi um óperustarfsemi á Íslandi. Hún hefur gjarnan tengst Þjóðleikhúsinu og síðar Íslensku óperunni, en fjöldi þingmanna úr öllum flokkum hefur lagt sitt til málanna. Ástæður umræðunnar Hvers vegna er stöðugt verið að brydda aftur upp á stöðu óperulistar þó að hér hafi verið sýndar óperur síðan fyrir miðja síðustu öld? Svarið er að þrátt fyrir nærri aldarlanga sögu óperuflutnings á Íslandi hefur enn ekki tekist að skapa traustan grundvöll fyrir samfellda óperustarfsemi sambærilegan við aðrar listgreinar. Með stofnun Þjóðleikhússins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 1950 hófst mikil uppbygging með atvinnumennsku fyrir bæði leikara og hljóðfæraleikara. Dansarar bættust í hópinn þegar Íslenski dansflokkurinn varð sjálfstæð stofnun 1992, en söngvarar bíða enn eftir lögbundinni stofnun helgaðri óperulist. Mörgum hefur þótt þetta skjóta skökku við og bent á að hér sé ónýtt tækifæri til að auðga listalíf landsmanna. Saga málsins Strax árið 1956 lögðu þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þau Ragnhildur Helgadóttir, Magnús Jónsson, Sigurður Bjarnason, Gunnar Thoroddsen og Friðjón Þórðarson fram þingsályktunartillögu þess efnis að besta leiðin til að styrkja óperulistina á Íslandi væri að ráða til Þjóðleikhússins „fimm til tíu manna íslenzkan óperuflokk, fullfæran um að standa að flutningi þriggja til fjögurra söngleika á ári“, en tillagan bar ekki árangur. Rúmum 20 árum síðar var Ragnari Arnalds, þingmanni Alþýðubandalagsins, einnig umhugað um stöðu söngvara og sagði „ekki hægt að benda á neinn sambærilegan hóp listflytjenda sem í reynd er jafnafskiptur í menntalífi okkar“. Réttu ári síðar stofnuðu söngvarar Íslensku óperuna, en með styrk frá ríkinu bar hún óperustarfsemi uppi í marga áratugi með miklum sóma, án þess þó að fá lögbundið hlutverk eða fast fjármagn. Árið 1987 vakti Geir Haarde, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, athygli á ófullnægjandi umgjörð um óperustarf á Íslandi. Geir bendir á mikinn fjölda framúrskarandi söngvara er hafi borið hróður landsins víða en „búa nú einir sviðslistamanna við algert öryggisleysi um atvinnumál sín, enda vinna þeir flestir fulla vinnu á öðrum vettvangi en stunda sönglistina í aukavinnu.“ Geir innti menntamálaráðherra úr eigin flokki, Birgi Ísleif Gunnarsson, eftir störfum nefndar er skipuð hafði verið til að skoða þessi mál. Birgir svaraði að umrædd nefnd teldi það eitt stærsta vandamál íslensks óperulífs „að enginn óperusöngvari starfandi hérlendis nái að sinna sönglistinni óskiptur.“ Tillaga nefndarinnar var að „leitað verði eftir stöðugildum tólf söngvara“, en aldrei rættist úr því. Í umræðum um óperustarfsemi árið 2004 ræddi Þorgerður Katrín, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og þáverandi menntamálaráðherra, um stöðu óperunnar: „Með því uppleggi sem nú liggur fyrir[…]tel ég einmitt að óperunni sé nokkuð haganlega fyrir komið innan tónlistarhússins.“Taldi hún að framtíð íslensku óperunnar þyrfti að skoða í samhengi við uppbyggingu tónlistarhússins: “Viljum við hafa óperu? Viljum við hafa íslenska óperu hér? Er hugsanlegt að óperuflutningur eða Íslenska óperan eigi frekar heima innan dyra Þjóðleikhússins eða hvað veit ég?“. Þessum spurningum var aldrei fyllilega svarað. Þingmaður Framsóknarflokksins og menningarráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, tók loks af skarið og lagði til við Alþingi að kanna bæri stofnun Þjóðaróperu, sem var lögfest 2019. Lilja gerði það einnig að hluta nýs stjórnarsáttmála 2021 að áfram yrði unnið að þarfagreiningu vegna óperustarfsemi í landinu, með það að markmiði að setja á laggirnar Þjóðaróperu. Við tók áralöng undirbúningsvinna og nú liggur frumvarp fyrir Alþingi. Takmarkið í augsýn Viðleitnin við að búa til sterkan og varanlegan grundvöll fyrir óperulist á Íslandi hefur nú varað í nærri sjö áratugi. Það má vera ljóst að þverpólitísk samstaða ríkir um málið og hafa tugir þingmanna úr öllum flokkum lagt sitt til málanna. Nýtt frumvarp um Þjóðaróperu leggur til að listgreinin starfi undir regnhlíf Þjóðleikhússins en verði með aðsetur í Hörpu, hafi listrænt sjálfstæði og ráðherraskipaðan óperustjóra. Það leggur til öfluga og metnaðarfulla stofnun með samfellda starfsemi er getur fært íslensku menningarlífi aukinn kraft og fagmennsku og loksins veitt óperulistinni fastan sess á Íslandi. Höfundar eru Finnur Bjarnason, óperusöngvari og verkefnastjóri, og Þórunn Sigurðardóttir, leikstjóri og formaður nefndar til undirbúnings Þjóðaróperu.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun