„Það verður allt dýrvitlaust“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. október 2024 13:02 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fagnaði dátt eftir leik Víkings við Val á dögunum og vonast eftir svipaðri tilfinningu í leikslok í Kýpur. vísir / pawel „Ég held að menn séu vel stemmdir, það hlýtur að vera. Við erum búnir að bíða lengi eftir þessum degi sem félag, ég sjálfur og leikmenn,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, um verkefni dagsins. Víkingur mætir Omonoia í fyrsta leik liðsins í Sambandsdeild Evrópu. Ferðalagið dróst aðeins á langinn hjá Víkingum sem komu seint og síðir til kýpversku höfuðborgarinnar Omonoia. „Þetta var tiltölulega einfalt flug til Manchester en svo komu einhverjar tafir, lengra flug til Kýpur og svo rútuferð. Við vorum komnir í rúmið eitthvað um klukkan tvö um nóttina. En þetta er bara hluti af þessum Evróputúrum,“ segir Arnar við íþróttadeild. Það hafi þó ekki stórvægileg áhrif á leikmenn. „Nei, ég held að besta lyf sem við eigum gegn þreytu er adrenalínið sem kemur á leikdegi og jafnvel fyrr. Ég held að það sé ekki til í okkar orðabók, einhver þreyta, bara spenna,“ bætir hann við. Sterkur andstæðingur Omonia er sögufrægt lið sem hefur orðið kýpverskur meistari 21 sinni og bikarmeistari 16 sinnum. Þrjú lið frá Kýpur eru í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar sem segir sitt um styrkleika deildarkeppninnar þar í landi. Nálgun Víkinga er því aðeins frábrugðin fyrir svo stóran leik. Stevan Jovetic, sem lék á sínum tíma fyrir Manchester City, er leikmaður Omonoia.Vísir/Getty „Það eru miklu fleiri smáatriði, við höfum haft fleiri fundi en gengur og gerist heima. Það eru náttúrulega tveir fótboltar í Kýpur. Landsliðsboltinn er ekkert sérstakur en félagsliðaboltinn er góður,“ „Omonoia er með leikmenn frá einhverjum 17 löndum, gæðaleikmenn, dýra leikmenn með há laun. Við þurfum að bera virðingu fyrir því að við erum á erfiðum útivelli, það verður allt dýrvitlaust á vellinum og þeir með kolbrjálaða stuðningsmenn,“ segir Arnar. Víkingar þurfi að læra af grátlegum töpum við erfiðar aðstæður gegn Malmö í Svíþjóð og Lech Poznan í Póllandi sumarið 2022. „Þetta verður kannski dálítið eins og úti í Poznan eða Malmö, svoleiðis leikur. Við höfum ekki spilað svoleiðis útileik í sumar og þurfum aðeins að leita í reynslubankann og sjá hvernig við tækluðum það,“ segir Arnar. Tilgangslaust að breyta of mikið til Spennan sé mikil en mikilvægt sé að stilla spennustigið rétt. Arnar hitaði upp með því að horfa á Meistaradeild Evrópu í gær þar sem gekk á ýmsu. Nú sé komið að Víkings eigin Meistaradeild. „Maður var að horfa á þessa Meistaradeildarveislu í gær og þetta nýja deildarfyrirkomulag sem er mjög spennandi. Sambandsdeildin er ekki Meistaradeildin en það má segja að þetta sé okkar Meistaradeild,“ Menn þurfa að njóta líka, segir Arnar.vísir/Diego „Ég held það sé mikilvægt fyrir mig og strákana þegar maður er kominn þangað, að njóta þess líka. Það er mikilvægt að spila þinn leik, tilgangslaust að fara í þessa leiki og spila einhvern allt annan leik,“ segir Arnar sem leggur áherslu á það að Víkingar nálgist verkefnið af ákveðinni ró og stilli sig rétt á meðan leik stendur. „Auðvitað þurfum við að gera suma hluti í lengri tíma en við höfum gert á Íslandi, að verjast í lágblokk og þess háttar. Við þurfum að vera streetwise og það er akkúrat það sem þessi stóru lið hafa, að vera meira streetwise heldur en andstæðingurinn,“ „Við vonandi getum aðeins lært á meðan leiknum stendur, en ekki eftir leik sem við töpum 4-0, heldur læra á augnablikin í leiknum, hvenær á að gera hvað.“ Leikur Víkings og Omonia hefst klukkan 16:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Sjá meira
Ferðalagið dróst aðeins á langinn hjá Víkingum sem komu seint og síðir til kýpversku höfuðborgarinnar Omonoia. „Þetta var tiltölulega einfalt flug til Manchester en svo komu einhverjar tafir, lengra flug til Kýpur og svo rútuferð. Við vorum komnir í rúmið eitthvað um klukkan tvö um nóttina. En þetta er bara hluti af þessum Evróputúrum,“ segir Arnar við íþróttadeild. Það hafi þó ekki stórvægileg áhrif á leikmenn. „Nei, ég held að besta lyf sem við eigum gegn þreytu er adrenalínið sem kemur á leikdegi og jafnvel fyrr. Ég held að það sé ekki til í okkar orðabók, einhver þreyta, bara spenna,“ bætir hann við. Sterkur andstæðingur Omonia er sögufrægt lið sem hefur orðið kýpverskur meistari 21 sinni og bikarmeistari 16 sinnum. Þrjú lið frá Kýpur eru í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar sem segir sitt um styrkleika deildarkeppninnar þar í landi. Nálgun Víkinga er því aðeins frábrugðin fyrir svo stóran leik. Stevan Jovetic, sem lék á sínum tíma fyrir Manchester City, er leikmaður Omonoia.Vísir/Getty „Það eru miklu fleiri smáatriði, við höfum haft fleiri fundi en gengur og gerist heima. Það eru náttúrulega tveir fótboltar í Kýpur. Landsliðsboltinn er ekkert sérstakur en félagsliðaboltinn er góður,“ „Omonoia er með leikmenn frá einhverjum 17 löndum, gæðaleikmenn, dýra leikmenn með há laun. Við þurfum að bera virðingu fyrir því að við erum á erfiðum útivelli, það verður allt dýrvitlaust á vellinum og þeir með kolbrjálaða stuðningsmenn,“ segir Arnar. Víkingar þurfi að læra af grátlegum töpum við erfiðar aðstæður gegn Malmö í Svíþjóð og Lech Poznan í Póllandi sumarið 2022. „Þetta verður kannski dálítið eins og úti í Poznan eða Malmö, svoleiðis leikur. Við höfum ekki spilað svoleiðis útileik í sumar og þurfum aðeins að leita í reynslubankann og sjá hvernig við tækluðum það,“ segir Arnar. Tilgangslaust að breyta of mikið til Spennan sé mikil en mikilvægt sé að stilla spennustigið rétt. Arnar hitaði upp með því að horfa á Meistaradeild Evrópu í gær þar sem gekk á ýmsu. Nú sé komið að Víkings eigin Meistaradeild. „Maður var að horfa á þessa Meistaradeildarveislu í gær og þetta nýja deildarfyrirkomulag sem er mjög spennandi. Sambandsdeildin er ekki Meistaradeildin en það má segja að þetta sé okkar Meistaradeild,“ Menn þurfa að njóta líka, segir Arnar.vísir/Diego „Ég held það sé mikilvægt fyrir mig og strákana þegar maður er kominn þangað, að njóta þess líka. Það er mikilvægt að spila þinn leik, tilgangslaust að fara í þessa leiki og spila einhvern allt annan leik,“ segir Arnar sem leggur áherslu á það að Víkingar nálgist verkefnið af ákveðinni ró og stilli sig rétt á meðan leik stendur. „Auðvitað þurfum við að gera suma hluti í lengri tíma en við höfum gert á Íslandi, að verjast í lágblokk og þess háttar. Við þurfum að vera streetwise og það er akkúrat það sem þessi stóru lið hafa, að vera meira streetwise heldur en andstæðingurinn,“ „Við vonandi getum aðeins lært á meðan leiknum stendur, en ekki eftir leik sem við töpum 4-0, heldur læra á augnablikin í leiknum, hvenær á að gera hvað.“ Leikur Víkings og Omonia hefst klukkan 16:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5.
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Sjá meira