Innlent

Bein út­sending: Risaþota flýgur í lág­flugi yfir Reykja­vík

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Júmbóþota Air Atlanta að verða klár fyrir flugtak á Keflavíkurflugvelli.
Júmbóþota Air Atlanta að verða klár fyrir flugtak á Keflavíkurflugvelli. Vísir/KMU

Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747 verður um klukkan tvö í dag. Flogið verður í lágflugi yfir Reykjavík í tilefni dagsins og þaðan í sérstakt kveðjuflug með starfsmenn félagsins til Casablanca í Norður-Afríku.

Flugfélagið kveður Boeing 747-breiðþotuna sem farþegaflugvél eftir 31 ár í rekstri. Flugvélin var upphaflega smíðuð fyrir Air France og afhent í marsmánuði árið 2004. Árið 2016 var hún tekin í þjónustu Air Atlanta Icelandic sem TF-AAL.

Flugvélin er merkt Saudia-flugfélaginu sem Atlanta flýgur fyrir en vélin sinnti meðal annars pílagrímaflugi í sumar. Hún er skrásett hjá systurfélaginu Air Atlanta Europe á Möltu með skráningarnúmerið 9H-AZA og getur borið 460 farþega.

Kvikmyndatökumaður Stöðvar 2 er staðsettur í Öskjuhlíð í Reykjavík og mun streyma frá fluginu á þriðja tímanum. Flugvélin flýgur í um þrjú þúsund feta hæð en viðbúið er að vegna stærðar flugvélarinnar muni fólk á höfuðborgarsvæðinu telja hana mun nær jörðu en hún í raun er.

Hér að neðan má sjá frétt Kristjáns Más Unnarssonar frá því á sunnudaginn þar sem fjallað var um tímamótin.

Spilari verður aðgengilegur á Vísi upp úr klukkan 14. Fylgst verður með gangi mála í vaktinni hér að neðan.


Tengdar fréttir

Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni

Flugfélagið Air Atlanta er að kveðja Boeing 747-breiðþotuna sem farþegaflugvél eftir 31 ár í rekstri. Síðasta farþegaflug Atlanta á júmbó-þotunni verður sérstakt kveðjuflug til Norður-Afríku um næstu helgi með starfsmenn félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×