„Fannst við spila fullkominn fyrri hálfleik“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. október 2024 22:33 Gísli Gottskálk Þórðarson (t.h.) var afar svekktur eftir tap kvöldsins. Vísir/Pawel „Þetta er bara svekkjandi. Við vitum í svona leikjum þá er refsað fyrir öll mistök, ekki bara einstaklingsmistök heldur líka taktísk. Það gerðist fjórum sinnum í dag og þetta er mjög svekkjandi,“ segir Gísli Gottskálk Þórðarson eftir 4-0 tap Víkings ytra fyrir Omonoia í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Víkingur fékk færi til að komast yfir í fyrri hálfleik en markvörður heimamanna greip vel inn í oftar en einu sinni. Liðið fékk mark á sig snemma í seinni hálfleik og svo missti liðið dampinn í lokin er það fékk á sig þrjú mörk á síðustu tíu mínútunum. „Mér fannst við spila fullkominn fyrri hálfleik. Þegar við vorum ekki með boltann vörðumst við frábærlega, við bjuggum til færi og töluðum um það í hálfleik að fara ekki út í seinni og klúðra þessu. Við gerðum allt í lagi en var refsað fyrir mistök. Á svona stóru sviði gerist það og við vitum betur næst,“ segir Gísli. „Ég get ekki útskýrt þetta. Það er ein sekúnda sem við slökkvum á okkur og þá gerist þetta. Þetta er ótrúlegt í svona leikjum, þá þarf maður að vera on í 90 mínútur. Við spiluðum mjög vel og þess vegna er svo ótrúlega svekkjandi að þetta hafi farið 4-0,“ segir Danijel. Hinn tvítugi Gísli naut sín samt sem áður stóra hluta leiksins en hann var án efa að spila sinn stærsta leik á ferlinum. Svekkelsið stendur aftur á móti upp úr. „Þetta var alveg geðveikt, ég veit ekki hvað það voru margir á vellinum en það voru helvíti mikil læti. Það kom alvöru meðbyr með þeim þegar þeir gerðu eitthvað gott en við þögguðum niður í þeim í fyrri hálfleiknum. Enn og aftur er þetta bara svo svekkjandi,“ segir Gísli. Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Víkingur fékk færi til að komast yfir í fyrri hálfleik en markvörður heimamanna greip vel inn í oftar en einu sinni. Liðið fékk mark á sig snemma í seinni hálfleik og svo missti liðið dampinn í lokin er það fékk á sig þrjú mörk á síðustu tíu mínútunum. „Mér fannst við spila fullkominn fyrri hálfleik. Þegar við vorum ekki með boltann vörðumst við frábærlega, við bjuggum til færi og töluðum um það í hálfleik að fara ekki út í seinni og klúðra þessu. Við gerðum allt í lagi en var refsað fyrir mistök. Á svona stóru sviði gerist það og við vitum betur næst,“ segir Gísli. „Ég get ekki útskýrt þetta. Það er ein sekúnda sem við slökkvum á okkur og þá gerist þetta. Þetta er ótrúlegt í svona leikjum, þá þarf maður að vera on í 90 mínútur. Við spiluðum mjög vel og þess vegna er svo ótrúlega svekkjandi að þetta hafi farið 4-0,“ segir Danijel. Hinn tvítugi Gísli naut sín samt sem áður stóra hluta leiksins en hann var án efa að spila sinn stærsta leik á ferlinum. Svekkelsið stendur aftur á móti upp úr. „Þetta var alveg geðveikt, ég veit ekki hvað það voru margir á vellinum en það voru helvíti mikil læti. Það kom alvöru meðbyr með þeim þegar þeir gerðu eitthvað gott en við þögguðum niður í þeim í fyrri hálfleiknum. Enn og aftur er þetta bara svo svekkjandi,“ segir Gísli.
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira