Trump sagði Pence að hann yrði fyrirlitinn og talinn heimskur Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2024 12:24 Mike Pence, við formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020, eftir að þing kom aftur saman þann 6. janúar 2021. AP/öldungadeild Bandaríkjaþings Nokkrum dögum áður en stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020 og hótuðu meðal annars að hengja Mike Pence, varaforseta, sagði Donald Trump, forseti, Pence að hann yrði „fyrirlitinn“ og talinn „heimskur“ ef hann stöðvaði ekki áðurnefnda staðfestingu. Pence hafði aldrei vald til að gera það en Trump þrýsti ítrekað á hann. Í nýjum gögnum sem Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, lagði nýverið fram, kemur fram að Trump og Pence ræddu saman í síma þann 1. janúar 2021, nokkrum dögum fyrir árásina á þinghúsið, sem átti sér stað þann 6. janúar. Þegar þeir ræddu saman þrýsti Trump mjög á Pence að taka þátt í tilraunum Trumps og bandamanna hans til að snúa úrslitum kosninganna. Þegar Pence neitaði að reyna að stöðva staðfestingu úrslitanna sagði Trump: „Þú ert allt of heiðarlegur.“ Eftir símtalið tísti Trump til stuðningsmanna sinna og hvatti þá til að mæta á mótmæli í Washington DC þann 6. janúar. Smith lagði áðurnefnda greinargerð sem lið í viðleitni hans til að að sækja Trump til saka, þó Hæstiréttur Bandaríkjanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að forsetar njóti friðhelgi frá dómstólum vegna þess sem þeir gera í starfi. Mike Pence þurfti að flýja þinghúsið þann 6. janúar 2021, þar sem stuðningsmenn Trumps kölluðu eftir því að hann yrði hengdur.AP/Öldungadeild Bandaríkjaþings Smith heldur því fram að Trump hafi framið glæpi sína þegar hann reyndi að snúa úrslitum kosninganna sem frambjóðandi og almennur borgari en ekki forseti Bandaríkjanna. Greinargerðin byggir á miklu leyti á vitnisburði helstu ráðgjafa Trumps á þessum tíma. Sjá einnig: Lét sér fátt um finnast að Pence væri í hættu Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hefur Pence neitað að styðja Trump í núverandi kosningabaráttu. Þá neita Trump og JD Vance, varaforsetaefni hans, enn að samþykkja það að Trump hafi tapað kosningunum 2020. Í kappræðum Vance og Tim Walz, varaforsetaefnis Kamölu Harris, á dögunum neitaði Vance að segja hvort hann viðurkenndi að Trump hefði tapað 2020. „Þess vegna er Mike Pence ekki á þessu sviði lengur,“ sagði Walz þá. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Árás á bandaríska þinghúsið Joe Biden Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Sjá meira
Í nýjum gögnum sem Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, lagði nýverið fram, kemur fram að Trump og Pence ræddu saman í síma þann 1. janúar 2021, nokkrum dögum fyrir árásina á þinghúsið, sem átti sér stað þann 6. janúar. Þegar þeir ræddu saman þrýsti Trump mjög á Pence að taka þátt í tilraunum Trumps og bandamanna hans til að snúa úrslitum kosninganna. Þegar Pence neitaði að reyna að stöðva staðfestingu úrslitanna sagði Trump: „Þú ert allt of heiðarlegur.“ Eftir símtalið tísti Trump til stuðningsmanna sinna og hvatti þá til að mæta á mótmæli í Washington DC þann 6. janúar. Smith lagði áðurnefnda greinargerð sem lið í viðleitni hans til að að sækja Trump til saka, þó Hæstiréttur Bandaríkjanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að forsetar njóti friðhelgi frá dómstólum vegna þess sem þeir gera í starfi. Mike Pence þurfti að flýja þinghúsið þann 6. janúar 2021, þar sem stuðningsmenn Trumps kölluðu eftir því að hann yrði hengdur.AP/Öldungadeild Bandaríkjaþings Smith heldur því fram að Trump hafi framið glæpi sína þegar hann reyndi að snúa úrslitum kosninganna sem frambjóðandi og almennur borgari en ekki forseti Bandaríkjanna. Greinargerðin byggir á miklu leyti á vitnisburði helstu ráðgjafa Trumps á þessum tíma. Sjá einnig: Lét sér fátt um finnast að Pence væri í hættu Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hefur Pence neitað að styðja Trump í núverandi kosningabaráttu. Þá neita Trump og JD Vance, varaforsetaefni hans, enn að samþykkja það að Trump hafi tapað kosningunum 2020. Í kappræðum Vance og Tim Walz, varaforsetaefnis Kamölu Harris, á dögunum neitaði Vance að segja hvort hann viðurkenndi að Trump hefði tapað 2020. „Þess vegna er Mike Pence ekki á þessu sviði lengur,“ sagði Walz þá.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Árás á bandaríska þinghúsið Joe Biden Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent