Orlof húsmæðra: Barn síns tíma eða liður í jafnrétti? Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. október 2024 21:02 Hildur Helga Gísladóttir, meðlimur í orlofsnefnd húsmæðra Hafnarfirði, og Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og meðflutningsmaður frumvarpsins. Ívar/Vilhelm Meðlimur í orlofsnefnd húsmæðra mótmælir áformum þingmanna Sjálfstæðisflokksins um að afnema lög um orlof húsmæðra og segir að það yrði skerðing á lífsgæðum fjölmargra kvenna. Í frumvarpi Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, er lagt til að afnema lög um orlof húsmæðra sem hafa verið í gildi frá árinu 1972. Lögin tryggja heimavinnandi húsmæðrum orlofsrétt sem er nýttur til að niðurgreiða ýmsar ferðir sem þær geta sótt um hjá orlofsnefndum sveitarfélaga. Lögin hafa verið umdeild í gegnum tíðina en sem dæmi hefur bæjarstjórn Hveragerðis og Garðabæjar ályktað gegn fyrirkomulaginu. Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, staðfesti í samtali við fréttastofu að orlofsréttindi húsmæðra kosti sveitarfélagið 2,9 milljónir á ári sem gerir um 157 krónur á hvern íbúa. Umdeild lög séu tímaskekkja „Lengi hefur verið til umræðu að leggja niður orlof húsmæðra. Er m.a. talið að um tímaskekkju sé að ræða enda hafa lögin verið umdeild vegna jafnréttissjónarmiða. Það er því skylda Alþingis að afnema þau strax. Ekki má gera lítið úr þeim félagslegu áhrifum sem orlofsferðir húsmæðra hafa haft fyrir þær konur sem þær hafa farið. Verði lögin afnumin geta orlofsnefndirnar haldið áfram að skipuleggja ferðir kjósi þær svo. Aðkoma sveitarfélaganna yrði valkvæð og það sem mestu máli skiptir, íbúum væri ekki mismunað á grundvelli kynferðis.“ segir í frumvarpinu. „Barn síns tíma“ Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og meðflutningsmaður frumvarpsins, segir lög um orlof húsmæðra vera íþyngjandi fyrir sveitarfélög. Tímabært sé að fella þau úr gildi og margvíslegar ástæður liggi að baki. „Það er auðvitað sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaganna sem hafa ekki val um að taka þátt í þessu. Það eru jafnræðissjónarmið. Þetta er að mati okkar flutningsmanna ekki góð meðferð og nýting á almannafé. Það er líka bara viðhorfið sem að felst í þessum lögum, okkur þykir það vera úrelt. Samfélagið okkar hefur blessunarlega gjörbreyst og það er bara barns síns tíma að vera veita svona úthlutanir á grundvelli kyns.“ Ekki hægt að afnema lögin án fulls jafnréttis Hildur Helga Gísladóttir, meðlimur í orlofsnefnd húsmæðra í Hafnarfirði hafnar því að fyrirkomulagið sé íþyngjandi fyrir sveitarfélögin og segir það ekki nema miklum kostnaði fyrir samfélagið. „Þetta er því miður ekki tímabært frumvarp þó svo að við höfum jafnréttislög þá hafa þau ekki náð fram jafnrétti í launum fyrir konur og það nær ekki aftur í tímann til kvenna sem voru á lágum launum og hafa því lágar lífeyrisgreiðslur.“ Hún bendir á að síðast þegar að orlof húsmæðra fór fyrir Jafnréttisstofu var litið svo á að sértækar aðgerðir gangi ekki gegn jafnréttislögum. Hún segir orlofsferðir skipta miklu máli fyrir félagslegt líf húsmæðra. „Þar erum við að fara með 100 konur á ári sem nýta sér þetta. Þetta yrði skerðing á þeirra lífsgæðum. Þeim finnst þetta alltaf vera eitthvað sem þær hafa áhyggjur af. Ef þetta yrði lagt niður hvað gerum við þá? Þetta er sértæk aðgerð og hennar er því miður þörf enn þá. Ég ætla skora bara á þingfólk, þingmenn og vinnuveitendur að koma þessu í lag í eitt skipti fyrir öll.“ Jafnréttismál Ferðalög Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Kjaramál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Í frumvarpi Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, er lagt til að afnema lög um orlof húsmæðra sem hafa verið í gildi frá árinu 1972. Lögin tryggja heimavinnandi húsmæðrum orlofsrétt sem er nýttur til að niðurgreiða ýmsar ferðir sem þær geta sótt um hjá orlofsnefndum sveitarfélaga. Lögin hafa verið umdeild í gegnum tíðina en sem dæmi hefur bæjarstjórn Hveragerðis og Garðabæjar ályktað gegn fyrirkomulaginu. Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, staðfesti í samtali við fréttastofu að orlofsréttindi húsmæðra kosti sveitarfélagið 2,9 milljónir á ári sem gerir um 157 krónur á hvern íbúa. Umdeild lög séu tímaskekkja „Lengi hefur verið til umræðu að leggja niður orlof húsmæðra. Er m.a. talið að um tímaskekkju sé að ræða enda hafa lögin verið umdeild vegna jafnréttissjónarmiða. Það er því skylda Alþingis að afnema þau strax. Ekki má gera lítið úr þeim félagslegu áhrifum sem orlofsferðir húsmæðra hafa haft fyrir þær konur sem þær hafa farið. Verði lögin afnumin geta orlofsnefndirnar haldið áfram að skipuleggja ferðir kjósi þær svo. Aðkoma sveitarfélaganna yrði valkvæð og það sem mestu máli skiptir, íbúum væri ekki mismunað á grundvelli kynferðis.“ segir í frumvarpinu. „Barn síns tíma“ Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og meðflutningsmaður frumvarpsins, segir lög um orlof húsmæðra vera íþyngjandi fyrir sveitarfélög. Tímabært sé að fella þau úr gildi og margvíslegar ástæður liggi að baki. „Það er auðvitað sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaganna sem hafa ekki val um að taka þátt í þessu. Það eru jafnræðissjónarmið. Þetta er að mati okkar flutningsmanna ekki góð meðferð og nýting á almannafé. Það er líka bara viðhorfið sem að felst í þessum lögum, okkur þykir það vera úrelt. Samfélagið okkar hefur blessunarlega gjörbreyst og það er bara barns síns tíma að vera veita svona úthlutanir á grundvelli kyns.“ Ekki hægt að afnema lögin án fulls jafnréttis Hildur Helga Gísladóttir, meðlimur í orlofsnefnd húsmæðra í Hafnarfirði hafnar því að fyrirkomulagið sé íþyngjandi fyrir sveitarfélögin og segir það ekki nema miklum kostnaði fyrir samfélagið. „Þetta er því miður ekki tímabært frumvarp þó svo að við höfum jafnréttislög þá hafa þau ekki náð fram jafnrétti í launum fyrir konur og það nær ekki aftur í tímann til kvenna sem voru á lágum launum og hafa því lágar lífeyrisgreiðslur.“ Hún bendir á að síðast þegar að orlof húsmæðra fór fyrir Jafnréttisstofu var litið svo á að sértækar aðgerðir gangi ekki gegn jafnréttislögum. Hún segir orlofsferðir skipta miklu máli fyrir félagslegt líf húsmæðra. „Þar erum við að fara með 100 konur á ári sem nýta sér þetta. Þetta yrði skerðing á þeirra lífsgæðum. Þeim finnst þetta alltaf vera eitthvað sem þær hafa áhyggjur af. Ef þetta yrði lagt niður hvað gerum við þá? Þetta er sértæk aðgerð og hennar er því miður þörf enn þá. Ég ætla skora bara á þingfólk, þingmenn og vinnuveitendur að koma þessu í lag í eitt skipti fyrir öll.“
Jafnréttismál Ferðalög Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Kjaramál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira