Erlent

Einn af leið­togum Hamas lést í loft­á­rás á Líbanon

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Beirút í morgun. Samkvæmt vitnum heyrðust háværar sprengingar og reyk lagði yfir borgina. 
Beirút í morgun. Samkvæmt vitnum heyrðust háværar sprengingar og reyk lagði yfir borgina.  AP

Saeed Atallah Ali einn leiðtoga Hamas og fjölskylda hans létu lífið í loftárásum Ísraelshers á flóttamannabúðir í norðurhluta Líbanon í morgun. 

Reuters hefur eftir heimildum að Ísraelsher hafi gert árásir á borgina Tripoli norðurhluta Líbanon og á úthverfi í Beirút snemma í morgun. Ísraelsher hefur fyrirskipað rýmingu í þremur hverfum í Beirút síðan þá. Saeed Atallah Ali, leiðtogi vígahóps Hamas lífið í árásinni á Tripoli, auk eiginkonu hans og tveggja dætra. 

Þetta er í fyrsta skipti sem ísraelski herinn gerir árásir á Tripoli frá upphafi stríðs í október í fyrra. Ekki hafa borist frekari upplýsingar um mannfall í árásunum. 

Ísraelsher hóf áhlaup á nokkra staði Líbanon á þriðjudaginn og hefur beint skotum sínum að vígamönnum Hezbollah-samtakanna. Ísraelar vörpuðu í gær sprengjum á landamærastöð milli Líbanon og Sýrlands en um landamærin hafa tugir þúsunda flúið á undanförnum dögum. 

Vegna árásanna hefur verið lokað fyrir umferð um umrædd landamæri. Samkvæmt líbönskum yfirvöldum hafa meira en 1,2 milljónir Líbana þurft að yfirgefa heimili sín vegna átakanna. Sameinuðu þjóðirnar segja allar flóttamannabúðir í landinu yfirfullar. 


Tengdar fréttir

Arftaki Nasrallah sagður drepinn í árás Ísraela

Hachem Safieddine, sem búist var við að tæki við sem leiðtogi Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna, er sagður hafa fallið í eldflaugaáraás í úthverfi Beirút, höfuðborgar Líbanon. 

Vita um tvo Íslendinga í Líbanon

Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um tvo íslenska ríkisborgara í Líbanon. Annar þeirra hefur óskað eftir aðstoð Borgaraþjónustu ráðuneytisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×