Innlent

Tveir stórir skjálftar í Bárðarbunguöskjunni

Jón Þór Stefánsson skrifar
,Vilhelm einkasafn, Bárðarbunga í fjarska
,Vilhelm einkasafn, Bárðarbunga í fjarska Vísir/Vilhelm

Tveir stórir skjálftar urðu í Bárðarbunguöskjunni í dag. Skjálftarnir urðu um hálfellefuleytið. Sá fyrri var 3.7 að stærð og sá sem fylgdi á eftir var 3.9.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar.

Nokkur virkni hefur verið þar síðustu daga en engin merki um gosóróa og hafa fáir eftirskjálftar mælst. Skjálftar af þessarri stærðargráðu eru nokkuð algengir við Bárðarbungu,“ segir í tilkynningunni.

Þann 3. september síðastliðinn mældist á svipuðum slóðum skjálfti af stærð 5.0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×