Fótbolti

Lið Cecilíu jafnaði undir lokin og er enn taplaust

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cecilía Rán Rúnarsdóttir er aðalmarkvörður Inter.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir er aðalmarkvörður Inter. getty/Jonathan Moscrop

Inter, sem landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir leikur með, gerði 1-1 jafntefli við Roma á heimavelli í ítölsku úrvalsdeildinni í dag.

Inter-konur geta vel við unað en þær jöfnuðu á 88. mínútu. Ghoutia Karchouni skoraði þá úr vítaspyrnu.

Cecilía stóð á milli stanganna hjá Inter en hún hefur leikið fjóra af fimm deildarleikjum liðsins á tímabilinu. Inter er í 3. sæti með ellefu stig, aðeins einu stigi frá toppliðum Juventus og Fiorentina.

Alexandra Jóhannsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Fiorentina sem sigraði Como, 3-1. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik.

Emilía Kjær Ásgeirsdóttir lék allan leikinn fyrir Nordsjælland sem vann 2-0 sigur á Köge í dönsku úrvalsdeildinni. Nordsjælland eru með eins stigs forskot á toppi deildarinnar.

Í sænsku úrvalsdeildinni gerði Íslendingalið Växjö 1-1 jafntefli við Trelleborg. Bryndís Arna Níelsdóttir lék allan leikinn fyrir Växjö og Þórdís Elva Ágústsdóttir kom inn á sem varamaður. Växjö er í 9. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×